Opið fyrir umsóknir í viðskiptahraðal á sviði tónlistar Sylvía Hall skrifar 26. júní 2019 11:00 Salóme Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Icelandic Startups en fyrirtækið hefur umsjón með verkefninu. Aðsend Opnað hefur verið fyrir umsóknir í nýjan viðskiptahraðal sem ætlað er að auka verðmætasköpun í íslensku tónlistarumhverfi. Allt að sjö verkefni verða valin til þátttöku og fá þau aðgang að fullbúinni vinnuaðstöðu, ráðgjöf og leiðsögn frá fjölmörgum sérfræðingum, fjárfestum og reyndum frumkvöðlum þeim að kostnaðarlausu yfir fjögurra vikna tímabil. Verkefnið hefst í október næstkomandi en að því standa Tónlistarborgin Reykjavík, ÚTÓN og Icelandic Startups með stuðningi Senu Live, Samtóns og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst á vefsíðu verkefnisins. Hraðallinn ber heitið Firestarter, Reykjavik Music Accelerator, og miðar að því að rækta tónlistarfrumkvöðla, styrkja umgjörð viðskipta og efla tengsl tónlistar við umhverfi nýsköpunar og tækni. Óskað er eftir umsóknum sem snúa að nýjum hugmyndum og verkefnum á sviði tónlistar og tæknilausna. „Með hraðlinum viljum við styðja við umgjörðina utan um tónlistariðnaðinn, eitthvað sem hefur ekki verið gert áður á Íslandi. Við eigum sterka tónlistarsenu en lítinn iðnað og þar er virkilega möguleiki fyrir vöxt. Ég tel að yngri kynslóðir séu töluvert opnari fyrir tækifærum tengdum viðskiptahlið tónlistariðnaðarins,“ segir María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, í fréttatilkynningu. Sigtryggur Baldursson er framkvæmdastjóri ÚTÓN.AðsendMarkmiðið að hraða ferlinu Líkt og áður hefur komið fram hefst Firestarter í október og stendur hann yfir í fjórar vikur. Honum lýkur í nóvember á Iceland Airwaves með kynningum fyrirtækjanna á hugmyndum sínum fyrir fjárfestum, völdum ráðstefnugestum og öðrum lykilaðilum á sviði tónlistar. „Tónlist er vissulega listgrein, en til þess að hún blómstri líka sem starfsgrein þarf stöðuga endurnýjun í umhverfinu og nýjar hugmyndir fyrir nýja tíma með það í huga að við eru huti af stórum markaði sem nær hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN. Icelandic Startups hefur umsjón með verkefninu en Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdarstjóri Icelandic Startups, segir markmiðið vera að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar og þar til viðskiptin fara að blómstra. „Við leggjum mikla áherslu á alþjóðlega nálgun í allri umgjörð verkefnisins og tengsl við helstu fagaðila. Við erum afar stolt af þessu samstarfi og hlökkum til að taka á móti íslenskum tónlistarfrumkvöðlum í haust.” Nýsköpun Tónlist Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Sjá meira
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í nýjan viðskiptahraðal sem ætlað er að auka verðmætasköpun í íslensku tónlistarumhverfi. Allt að sjö verkefni verða valin til þátttöku og fá þau aðgang að fullbúinni vinnuaðstöðu, ráðgjöf og leiðsögn frá fjölmörgum sérfræðingum, fjárfestum og reyndum frumkvöðlum þeim að kostnaðarlausu yfir fjögurra vikna tímabil. Verkefnið hefst í október næstkomandi en að því standa Tónlistarborgin Reykjavík, ÚTÓN og Icelandic Startups með stuðningi Senu Live, Samtóns og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst á vefsíðu verkefnisins. Hraðallinn ber heitið Firestarter, Reykjavik Music Accelerator, og miðar að því að rækta tónlistarfrumkvöðla, styrkja umgjörð viðskipta og efla tengsl tónlistar við umhverfi nýsköpunar og tækni. Óskað er eftir umsóknum sem snúa að nýjum hugmyndum og verkefnum á sviði tónlistar og tæknilausna. „Með hraðlinum viljum við styðja við umgjörðina utan um tónlistariðnaðinn, eitthvað sem hefur ekki verið gert áður á Íslandi. Við eigum sterka tónlistarsenu en lítinn iðnað og þar er virkilega möguleiki fyrir vöxt. Ég tel að yngri kynslóðir séu töluvert opnari fyrir tækifærum tengdum viðskiptahlið tónlistariðnaðarins,“ segir María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, í fréttatilkynningu. Sigtryggur Baldursson er framkvæmdastjóri ÚTÓN.AðsendMarkmiðið að hraða ferlinu Líkt og áður hefur komið fram hefst Firestarter í október og stendur hann yfir í fjórar vikur. Honum lýkur í nóvember á Iceland Airwaves með kynningum fyrirtækjanna á hugmyndum sínum fyrir fjárfestum, völdum ráðstefnugestum og öðrum lykilaðilum á sviði tónlistar. „Tónlist er vissulega listgrein, en til þess að hún blómstri líka sem starfsgrein þarf stöðuga endurnýjun í umhverfinu og nýjar hugmyndir fyrir nýja tíma með það í huga að við eru huti af stórum markaði sem nær hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN. Icelandic Startups hefur umsjón með verkefninu en Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdarstjóri Icelandic Startups, segir markmiðið vera að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar og þar til viðskiptin fara að blómstra. „Við leggjum mikla áherslu á alþjóðlega nálgun í allri umgjörð verkefnisins og tengsl við helstu fagaðila. Við erum afar stolt af þessu samstarfi og hlökkum til að taka á móti íslenskum tónlistarfrumkvöðlum í haust.”
Nýsköpun Tónlist Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Sjá meira