Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Sylvía Hall skrifar 25. júní 2019 21:01 Óli Björn hefur ekki mikla trú á sykurskatti. FBL/ERNIR Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir það vera sjálfsagt mál að ræða hvernig hægt sé að bæta heilsu þjóðarinnar almennt. Hann er þó ekki sannfærður um að sykurskattur sé rétta leiðin. Þetta kom fram í viðtali við Óla Björn í Reykjavík síðdegis í dag þar sem aðgerðaáætlun landlæknis til að draga úr sykurneyslu var rædd. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að sælgæti og gosdrykkir sem innihalda sykur og sætuefni verði færð úr neðra þrepi virðisaukaskatts í hærra þrep. Óli Björn segir engar rannsóknir benda til þess að slík hækkun leiði til bætts heilsufars þjóða. Hann vitnaði þar í skýrslu sem unnin var á vegum heilbrigðisráðuneytis Nýja-Sjálands sem fór yfir rannsóknir í þessum efnum. „Auðvitað hafa skattar einhver áhrif á hegðan fólks en veltum því fyrir því okkur hvernig verð hefur áhrif á eftirspurn eftir vöru. Neysluvörur eru til dæmis ekki mjög verðteygnar, það er að segja verðið hefur ekki mikil áhrif á nauðsynjavörur,“ segir Óli Björn og bætir við að það sama eigi við um ávanabindandi vörur. „Ávanabindandi er sykur, ég held að fólk sé að gera sér grein fyrir því að það er. Það má draga ályktun af því að jafnvel þótt að menn leggi hér alveg gríðarlega háan skatt á sykur þá muni það ekki draga úr neyslu á sykri hjá þeim sem við erum að reyna að ná til.“ Meðal tillagna er að hækka verð á gosdrykkjum um hið minnsta 20 prósent. Auk þess verða verslanir hvattar til að hætta að vera með nammibari.VísirViðhorfið skiptir mestu máli Óli Björn segist vera fylgjandi því að grípa til aðgerða til þess að bæta lýðheilsu þjóðarinnar. Hann hafi þó ekki séð nein sannfærandi rök fyrir því að leggja hér á sykurskatt. „Þvert á móti, ég hygg að þetta muni verða til þess að einhverjum ráðamönnum líði betur þegar þeir telja sér trú um það að þeir séu að taka þátt í baráttu gegn offitu og ofneyslu á sykri,“ segir Óli Björn sem telur að sykurskatturinn yrði til þess að mikilvægari aðgerðir myndu sitja á hakanum. Í stað þess að skattleggja sykur ætti frekar að vinna í því að efla forvarnir og breyta viðhorfi fólks til sykurneyslu. „Ég held að þetta snúist fremur um viðhorf heldur en skattlagningu og við höfum séð hvernig viðhorfið hefur verið að breytast hér til bættrar heilsu, viðhorf gagnvart reykingum, gagnvart áfengisneyslu í hófsemi og gagnvart hreyfingu.“ Viðtalið við Óla Björn má heyra í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært. 25. júní 2019 19:00 SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15 Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir það vera sjálfsagt mál að ræða hvernig hægt sé að bæta heilsu þjóðarinnar almennt. Hann er þó ekki sannfærður um að sykurskattur sé rétta leiðin. Þetta kom fram í viðtali við Óla Björn í Reykjavík síðdegis í dag þar sem aðgerðaáætlun landlæknis til að draga úr sykurneyslu var rædd. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að sælgæti og gosdrykkir sem innihalda sykur og sætuefni verði færð úr neðra þrepi virðisaukaskatts í hærra þrep. Óli Björn segir engar rannsóknir benda til þess að slík hækkun leiði til bætts heilsufars þjóða. Hann vitnaði þar í skýrslu sem unnin var á vegum heilbrigðisráðuneytis Nýja-Sjálands sem fór yfir rannsóknir í þessum efnum. „Auðvitað hafa skattar einhver áhrif á hegðan fólks en veltum því fyrir því okkur hvernig verð hefur áhrif á eftirspurn eftir vöru. Neysluvörur eru til dæmis ekki mjög verðteygnar, það er að segja verðið hefur ekki mikil áhrif á nauðsynjavörur,“ segir Óli Björn og bætir við að það sama eigi við um ávanabindandi vörur. „Ávanabindandi er sykur, ég held að fólk sé að gera sér grein fyrir því að það er. Það má draga ályktun af því að jafnvel þótt að menn leggi hér alveg gríðarlega háan skatt á sykur þá muni það ekki draga úr neyslu á sykri hjá þeim sem við erum að reyna að ná til.“ Meðal tillagna er að hækka verð á gosdrykkjum um hið minnsta 20 prósent. Auk þess verða verslanir hvattar til að hætta að vera með nammibari.VísirViðhorfið skiptir mestu máli Óli Björn segist vera fylgjandi því að grípa til aðgerða til þess að bæta lýðheilsu þjóðarinnar. Hann hafi þó ekki séð nein sannfærandi rök fyrir því að leggja hér á sykurskatt. „Þvert á móti, ég hygg að þetta muni verða til þess að einhverjum ráðamönnum líði betur þegar þeir telja sér trú um það að þeir séu að taka þátt í baráttu gegn offitu og ofneyslu á sykri,“ segir Óli Björn sem telur að sykurskatturinn yrði til þess að mikilvægari aðgerðir myndu sitja á hakanum. Í stað þess að skattleggja sykur ætti frekar að vinna í því að efla forvarnir og breyta viðhorfi fólks til sykurneyslu. „Ég held að þetta snúist fremur um viðhorf heldur en skattlagningu og við höfum séð hvernig viðhorfið hefur verið að breytast hér til bættrar heilsu, viðhorf gagnvart reykingum, gagnvart áfengisneyslu í hófsemi og gagnvart hreyfingu.“ Viðtalið við Óla Björn má heyra í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært. 25. júní 2019 19:00 SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15 Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært. 25. júní 2019 19:00
SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15
Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30