Sumarfríið stytt vegna lúsmýs Andri Eysteinsson skrifar 24. júní 2019 16:28 Bústaðurinn sem fjölskyldan gisti í var í nágrenni Laugarvatns. Samsett/Erling/AME Sumarfrí Guðrúnar Ögðu Aðalheiðardóttur og fjölskyldu fékk heldur skjótan endi en sumarbústaðarferð, sem átti að standa yfir í viku, lauk mun fyrr en áætlað var vegna ágangs lúsmýs. Guðrún og fjölskylda áttu bókaða viku í sumarbústaði stéttarfélags í Brekkuskógi í Bláskógabyggð, skammt frá Laugarvatni. Flugurnar herjuðu þó á fjölskylduna og á mánudegi, þremur dögum eftir komuna var ákveðið að halda aftur heim á leið. „Það var ólíft þarna, við erum öll útétin,“ segir Guðrún sem bætir við að fjölskyldan hafi ekki vitað af ástandinu áður en haldið var af stað. Við heimkomuna hafi þeim hins vegar beðið viðvörun í tölvupósti sem barst sama dag og lagt var í ferðalagið, tölvupóstur sem ekki hafði sést.Mikill kláði og óþægindi fylgi bitunum og venjuleg ólyfsseðilsskyld lyf dugi skammt í baráttunni „Við erum búin að bryðja öll heimsins sýklalyf og ofnæmislyf en við erum að fara að fá sterkari sterakrem í dag, lyfsseðilsskyld,“ segir Guðrún. Fjölskyldan reyndi heimilisráð sem mælt hefur verið með í tengslum við lúsmýið, lavenderolíu og fleira, en það hafi haft lítið að segja. „Börnin mín eru öll útbitin og ég er öll út í þessu á höndunum og í andlitinu. Hreint út sagt er þetta viðbjóður,“ segir Guðrún Agða sem bætir við að meira að segja hundur fjölskyldunnar, sem dýrki útiveruna og sveitaloftið hafi flúið ástandið og haldið inn í bíl. Bitvargurinn lúsmý hefur herjað á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015. Pestin leggst einkum á fólk á nóttinni og er sagt sjá sóknarfæri í berum útlimum sem skaga undan ábreiðum.Í pistli Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar, skordýrafræðinga, sem birtist á vef Náttúrufræðastofnunar kemur meðal annars fram að lífshættir tegundarinnar, sem hlotið hefur heitið Culicoides reconditus, séu nánast óþekktir hér á landi. Kvendýrin þurfi blóð til að þroska eggin sín en uppeldisstöðvar mýsins hafi ekki verið staðsettar.Skjáskot af færslu Guðrúnar ÖgðuFacebook Bláskógabyggð Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Sumarfrí Guðrúnar Ögðu Aðalheiðardóttur og fjölskyldu fékk heldur skjótan endi en sumarbústaðarferð, sem átti að standa yfir í viku, lauk mun fyrr en áætlað var vegna ágangs lúsmýs. Guðrún og fjölskylda áttu bókaða viku í sumarbústaði stéttarfélags í Brekkuskógi í Bláskógabyggð, skammt frá Laugarvatni. Flugurnar herjuðu þó á fjölskylduna og á mánudegi, þremur dögum eftir komuna var ákveðið að halda aftur heim á leið. „Það var ólíft þarna, við erum öll útétin,“ segir Guðrún sem bætir við að fjölskyldan hafi ekki vitað af ástandinu áður en haldið var af stað. Við heimkomuna hafi þeim hins vegar beðið viðvörun í tölvupósti sem barst sama dag og lagt var í ferðalagið, tölvupóstur sem ekki hafði sést.Mikill kláði og óþægindi fylgi bitunum og venjuleg ólyfsseðilsskyld lyf dugi skammt í baráttunni „Við erum búin að bryðja öll heimsins sýklalyf og ofnæmislyf en við erum að fara að fá sterkari sterakrem í dag, lyfsseðilsskyld,“ segir Guðrún. Fjölskyldan reyndi heimilisráð sem mælt hefur verið með í tengslum við lúsmýið, lavenderolíu og fleira, en það hafi haft lítið að segja. „Börnin mín eru öll útbitin og ég er öll út í þessu á höndunum og í andlitinu. Hreint út sagt er þetta viðbjóður,“ segir Guðrún Agða sem bætir við að meira að segja hundur fjölskyldunnar, sem dýrki útiveruna og sveitaloftið hafi flúið ástandið og haldið inn í bíl. Bitvargurinn lúsmý hefur herjað á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015. Pestin leggst einkum á fólk á nóttinni og er sagt sjá sóknarfæri í berum útlimum sem skaga undan ábreiðum.Í pistli Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar, skordýrafræðinga, sem birtist á vef Náttúrufræðastofnunar kemur meðal annars fram að lífshættir tegundarinnar, sem hlotið hefur heitið Culicoides reconditus, séu nánast óþekktir hér á landi. Kvendýrin þurfi blóð til að þroska eggin sín en uppeldisstöðvar mýsins hafi ekki verið staðsettar.Skjáskot af færslu Guðrúnar ÖgðuFacebook
Bláskógabyggð Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. 21. júní 2019 17:53