Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Sveinn Arnarsson skrifar 24. júní 2019 06:00 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins leggur mikla áherslu á að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, taki verulegum breytingum áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins innan þingflokksins. Einn heimildarmaður blaðsins segist raunar ekki muna eftir öðru stjórnarfrumvarpi sem hafi verið afgreitt úr þingflokknum með jafn miklum fyrirvörum. Þannig muni þingflokkurinn meðal annars setja það skilyrði að tekið verði á málefnum RÚV. Að minnsta kosti verði settar miklar skorður við samkeppnisrekstri félagsins og það helst dregið alveg af samkeppnismarkaði. Frumvarp Lilju sem ætlað var að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla komst ekki til umræðu áður en Alþingi fór í sumarleyfi. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þótt frumvarpið hafi verið afgreitt út úr þingflokknum hafi verið samstaða um það að það færi ekki í gegn á þessu þingi. Ljóst sé að fyrirvarar séu hjá mörgum þingmönnum flokksins. „Ég held að það sé alveg deginum ljósara að það voru ekki allir í þingflokknum sáttir við frumvarpið eins og það var lagt fram. Ráðherra fannst mikilvægt að leggja málið fram svo það fengi kynningu og einhverja umræðu. Það yrði svo verkefni næsta þings að ná þessu í gegn,“ segir Bryndís. Þegar ráðherra kynnti frumvarpið í lok janúar sagði hann að málefni RÚV yrðu skoðuð síðar. Endanleg útgáfa frumvarpsins leit svo dagsins ljós í maí en þá hafði málsgrein verið bætt við greinargerð um að skoða ætti tekjuuppbyggingu RÚV. Frumvarpinu var ekki dreift á Alþingi fyrr en 20. maí þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi afgreitt það 3. þess mánaðar. Voru þær tafir meðal annars raktar til andstöðu innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Að mati Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, er staða RÚV lykilatriði. „Ef það er einhver alvara í því að styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla þá verða menn að taka á þátttöku RÚV á samkeppnismarkaði þar sem það nýtur yfirburða. Það verður að jafna leikvöllinn,“ segir Óli Björn. Eitthvað verði að gera en mikill meirihluti þingsins vilji vernda RÚV. „Það má ekkert gera sem raskar stöðu RÚV og þá skil ég ekki hvernig menn ætla að jafna leikvöllinn.“ Annar heimildarmaður segir málið snúið fyrir flokkinn þar sem verið sé að búa til styrkjakerfi sem gangi gegn grunnhugmyndum hans um atvinnulíf. Hins vegar telji ýmsir það réttlætanlegt í ljósi ójafnrar stöðu einkarekinna fjölmiðla Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir RÚV er fíllinn í stofunni Blaðamennska er sjúkdómur, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Óli Björn, Kolbeinn Proppé, VG og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, eru öll fyrrverandi blaðamenn. Sammála um að ef ekkert verði gert muni fækka í flóru sjálfstæðra fjölmiðla. 2. mars 2019 15:00 Stjórnin skoðar frekari aðgerðir fyrir fjölmiðla Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki breytingar á fjölmiðlafrumvarpi sem hún kynnti fyrir viku og felur í sér ríkisstyrki til sjálfstæðra fjölmiðla. 7. febrúar 2019 06:00 Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins leggur mikla áherslu á að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, taki verulegum breytingum áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins innan þingflokksins. Einn heimildarmaður blaðsins segist raunar ekki muna eftir öðru stjórnarfrumvarpi sem hafi verið afgreitt úr þingflokknum með jafn miklum fyrirvörum. Þannig muni þingflokkurinn meðal annars setja það skilyrði að tekið verði á málefnum RÚV. Að minnsta kosti verði settar miklar skorður við samkeppnisrekstri félagsins og það helst dregið alveg af samkeppnismarkaði. Frumvarp Lilju sem ætlað var að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla komst ekki til umræðu áður en Alþingi fór í sumarleyfi. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þótt frumvarpið hafi verið afgreitt út úr þingflokknum hafi verið samstaða um það að það færi ekki í gegn á þessu þingi. Ljóst sé að fyrirvarar séu hjá mörgum þingmönnum flokksins. „Ég held að það sé alveg deginum ljósara að það voru ekki allir í þingflokknum sáttir við frumvarpið eins og það var lagt fram. Ráðherra fannst mikilvægt að leggja málið fram svo það fengi kynningu og einhverja umræðu. Það yrði svo verkefni næsta þings að ná þessu í gegn,“ segir Bryndís. Þegar ráðherra kynnti frumvarpið í lok janúar sagði hann að málefni RÚV yrðu skoðuð síðar. Endanleg útgáfa frumvarpsins leit svo dagsins ljós í maí en þá hafði málsgrein verið bætt við greinargerð um að skoða ætti tekjuuppbyggingu RÚV. Frumvarpinu var ekki dreift á Alþingi fyrr en 20. maí þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi afgreitt það 3. þess mánaðar. Voru þær tafir meðal annars raktar til andstöðu innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Að mati Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, er staða RÚV lykilatriði. „Ef það er einhver alvara í því að styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla þá verða menn að taka á þátttöku RÚV á samkeppnismarkaði þar sem það nýtur yfirburða. Það verður að jafna leikvöllinn,“ segir Óli Björn. Eitthvað verði að gera en mikill meirihluti þingsins vilji vernda RÚV. „Það má ekkert gera sem raskar stöðu RÚV og þá skil ég ekki hvernig menn ætla að jafna leikvöllinn.“ Annar heimildarmaður segir málið snúið fyrir flokkinn þar sem verið sé að búa til styrkjakerfi sem gangi gegn grunnhugmyndum hans um atvinnulíf. Hins vegar telji ýmsir það réttlætanlegt í ljósi ójafnrar stöðu einkarekinna fjölmiðla
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir RÚV er fíllinn í stofunni Blaðamennska er sjúkdómur, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Óli Björn, Kolbeinn Proppé, VG og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, eru öll fyrrverandi blaðamenn. Sammála um að ef ekkert verði gert muni fækka í flóru sjálfstæðra fjölmiðla. 2. mars 2019 15:00 Stjórnin skoðar frekari aðgerðir fyrir fjölmiðla Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki breytingar á fjölmiðlafrumvarpi sem hún kynnti fyrir viku og felur í sér ríkisstyrki til sjálfstæðra fjölmiðla. 7. febrúar 2019 06:00 Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
RÚV er fíllinn í stofunni Blaðamennska er sjúkdómur, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Óli Björn, Kolbeinn Proppé, VG og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, eru öll fyrrverandi blaðamenn. Sammála um að ef ekkert verði gert muni fækka í flóru sjálfstæðra fjölmiðla. 2. mars 2019 15:00
Stjórnin skoðar frekari aðgerðir fyrir fjölmiðla Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki breytingar á fjölmiðlafrumvarpi sem hún kynnti fyrir viku og felur í sér ríkisstyrki til sjálfstæðra fjölmiðla. 7. febrúar 2019 06:00
Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Óánægjuraddir innan raða Sjálfstæðismanna með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur. Þingmenn segja hafa komið á óvart þegar ráðherrann sagði einhug í ríkisstjórn um málið. Lilja segist ekki hafa heyrt af óánægju Sjálfstæðismanna. 5. febrúar 2019 06:45