Innlent

Bíll flaut niður Krossá og hafnaði á göngubrú

Andri Eysteinsson skrifar
Bifreiðin er gjörónýt.
Bifreiðin er gjörónýt. Viktor Einar Vilhelmsson
Erlent par á ferð um Þórsmörk komst heldur betur í hann krappan í dag þegar það hugðist þvera Krossá á bifreið sinni. Í stað þess að komast klakklaust yfir reyndist dýptin mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Tók bílinn að fljóta niður eftir ánni þar til að hann hafnaði á göngubrú yfir ána.

Skálaverðir í Þórsmörk eru öllu vanir og voru kallaðir út til að aðstoða við að draga bílinn upp úr Krossánni sem hefur farið illa með margan bílinn í gegnum árin.

Parið sakaði ekki en bíllinn er gjöreyðilagður. Viktor Einar Vilhelmsson skálavörður var meðal þeirra sem staddir voru við björgunaraðgerðir í Krossá og tók myndskeiðið sem sjá má hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×