Lúsmýið mætt í Vesturbæinn: „Við erum hörð af okkur“ Eiður Þór Árnason skrifar 23. júní 2019 14:53 Bitunum fjölgaði ekki eftir því sem leið á daginn. Vísir/Vilhelm - Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og íbúi í Vesturbænum, var hvumsa þegar hún vaknaði heima hjá sér í morgun með fimm bit á lærinu. Líf sagði það strax hafa verið klárt mál að um bit frá lúsmýi væri að ræða. Í umræðum í Facebook hópi Vesturbæjarbúa hafa fleiri fórnarlömb lúsmýsins gefið sig fram og lýsa áhyggjum sínum af ástandinu. Í samtali við Vísi segist Líf fyrst hafa verið var við óværuna þegar að sonur hennar kvartaði undan því hafa verið bitinn um nóttina. Grunar hana að stök fluga sem hafi villst inn í heimkynni þeirra í Hagamel beri ábyrgð á verknaðinum. Hinir tveir fjölskyldumeðlimirnir á heimilinu sluppu þó við bit. Líf sá fregnir af hrakförum Aðalheiðar Ámundadóttur fyrr í vikunni og segist hafa sloppið vel ef marka má þær myndir: „Bit mín eru hlægileg miðað við það.“ Líf tengir útbreiðslu lúsmýsins við breytingar á loftslagi og þann fjölda nýrra skordýra sem gerst hafa landnemar hér á síðustu árum. Um sé að ræða breytingar sem Íslendingar þurfi sennilega að aðlagast. Aðspurð hvort að atvikið hafi verið mikið áfall fyrir fjölskylduna segir hún svo ekki vera: „Við erum hörð af okkur.“ Hún vorkenni öllum sem lendi í óværunni en stundum verði einfaldlega að kyngja því súra með því sæta: „Ég er ekki illa haldin. Ég lifi þetta af.“ Líf bíður spennt eftir nóttinni en vonar að bitin verði ekki fleiri. Lúsmý Reykjavík Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Sundurbitin af lúsmýi á Laugarvatni en ástandið versnaði heima í miðborginni Blaðamaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu er eitt fórnarlamba lúsmýsins en í samtali við Vísi segir hún að bitin hafi fyrst látið á sér kræla eftir fjölskylduferð í sumarbústað í nágrenni Laugarvatns. 21. júní 2019 23:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og íbúi í Vesturbænum, var hvumsa þegar hún vaknaði heima hjá sér í morgun með fimm bit á lærinu. Líf sagði það strax hafa verið klárt mál að um bit frá lúsmýi væri að ræða. Í umræðum í Facebook hópi Vesturbæjarbúa hafa fleiri fórnarlömb lúsmýsins gefið sig fram og lýsa áhyggjum sínum af ástandinu. Í samtali við Vísi segist Líf fyrst hafa verið var við óværuna þegar að sonur hennar kvartaði undan því hafa verið bitinn um nóttina. Grunar hana að stök fluga sem hafi villst inn í heimkynni þeirra í Hagamel beri ábyrgð á verknaðinum. Hinir tveir fjölskyldumeðlimirnir á heimilinu sluppu þó við bit. Líf sá fregnir af hrakförum Aðalheiðar Ámundadóttur fyrr í vikunni og segist hafa sloppið vel ef marka má þær myndir: „Bit mín eru hlægileg miðað við það.“ Líf tengir útbreiðslu lúsmýsins við breytingar á loftslagi og þann fjölda nýrra skordýra sem gerst hafa landnemar hér á síðustu árum. Um sé að ræða breytingar sem Íslendingar þurfi sennilega að aðlagast. Aðspurð hvort að atvikið hafi verið mikið áfall fyrir fjölskylduna segir hún svo ekki vera: „Við erum hörð af okkur.“ Hún vorkenni öllum sem lendi í óværunni en stundum verði einfaldlega að kyngja því súra með því sæta: „Ég er ekki illa haldin. Ég lifi þetta af.“ Líf bíður spennt eftir nóttinni en vonar að bitin verði ekki fleiri.
Lúsmý Reykjavík Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Sundurbitin af lúsmýi á Laugarvatni en ástandið versnaði heima í miðborginni Blaðamaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu er eitt fórnarlamba lúsmýsins en í samtali við Vísi segir hún að bitin hafi fyrst látið á sér kræla eftir fjölskylduferð í sumarbústað í nágrenni Laugarvatns. 21. júní 2019 23:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10
Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43
Sundurbitin af lúsmýi á Laugarvatni en ástandið versnaði heima í miðborginni Blaðamaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu er eitt fórnarlamba lúsmýsins en í samtali við Vísi segir hún að bitin hafi fyrst látið á sér kræla eftir fjölskylduferð í sumarbústað í nágrenni Laugarvatns. 21. júní 2019 23:00