Rukkað í Skálholti í gegnum ökutæki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. júní 2019 11:00 Ferðamenn, sem sækja Skálholt heim þurfa að borga aðgangseyri á staðnum í gegnum ökutækin, sem þeir koma á til staðarins. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Erlendir ferðamenn sem heimsækja Skálholti eru almennt sáttir við að borga fyrir að koma á staðinn en Íslendingarnir eru ekki eins sáttir. Skálholt er mjög vinsæll ferðamannastaður í Uppsveitum Árnessýslu en um tvö hundruð og fjörutíu þúsund ferðamenn heimsækja staðin á hverju ári. Til að standa straum af kostnaði við móttöku ferðamannanna samþykkti kirkjuráð að heimila stjórn Skálholtsstaðar að innheimta fast gjald af ferðaþjónustufyrirtækjum fyrir hvern hópferðabíl sem hefur viðkomu á Skálholtsstað. Gjaldið er 3.000 krónur fyrir rútu með 30 farþega eða fleiri og 1.500 krónur fyrir rútu með færri en 30 farþega. Einnig er rukkað fyrir einkabíla en ekki kemur fram á heimasíðu Skálholts hvað það er mikið. Í gjaldinu felst aðgengi farþega að salernum á Skálholtsstað og safni í kjallara kirkjunnar sem tengt er uppgraftarsvæði sunnan kirkjunnar gegnum göng. „Það er borgað fast gjald fyrir bíl eða rútu, það er miklu ódýrara heldur en að borga fyrir einstaklingana. Við erum líka að reyna að koma til móts við það að einfalda innheimtuna og til að tryggja það að við höfum fjármuni til að mæta þeirri þjónustu, sem við þurfum að veita“, segir Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti. Kristján segir að ferðamenn taki almennt mjög vel í það að borga aðgangseyri að Skálholti í gegnum ökutækin, það séu helst Íslendingarnir, sem mótmæli, þeir telji sig svo mikla Íslendinga að þeir þurfi ekki að borga. Hann segir þá ferðamenn, sem komi í Skálholt ánægða. „Já, þeir eru mjög ánægðir og við fáum viðbrögð um hversu mikill friður og kyrrlát er á staðnum og fólk, sem kemur hingað í tíu mínútur, hálftíma eða klukkutíma, stoppar hér og gengur aðeins um hlaðið, það finnur helgi staðarins og það er uppörvandi fyrir okkur, þá erum við að gera eitthvað rétt“, bætir Kristján við. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Erlendir ferðamenn sem heimsækja Skálholti eru almennt sáttir við að borga fyrir að koma á staðinn en Íslendingarnir eru ekki eins sáttir. Skálholt er mjög vinsæll ferðamannastaður í Uppsveitum Árnessýslu en um tvö hundruð og fjörutíu þúsund ferðamenn heimsækja staðin á hverju ári. Til að standa straum af kostnaði við móttöku ferðamannanna samþykkti kirkjuráð að heimila stjórn Skálholtsstaðar að innheimta fast gjald af ferðaþjónustufyrirtækjum fyrir hvern hópferðabíl sem hefur viðkomu á Skálholtsstað. Gjaldið er 3.000 krónur fyrir rútu með 30 farþega eða fleiri og 1.500 krónur fyrir rútu með færri en 30 farþega. Einnig er rukkað fyrir einkabíla en ekki kemur fram á heimasíðu Skálholts hvað það er mikið. Í gjaldinu felst aðgengi farþega að salernum á Skálholtsstað og safni í kjallara kirkjunnar sem tengt er uppgraftarsvæði sunnan kirkjunnar gegnum göng. „Það er borgað fast gjald fyrir bíl eða rútu, það er miklu ódýrara heldur en að borga fyrir einstaklingana. Við erum líka að reyna að koma til móts við það að einfalda innheimtuna og til að tryggja það að við höfum fjármuni til að mæta þeirri þjónustu, sem við þurfum að veita“, segir Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti. Kristján segir að ferðamenn taki almennt mjög vel í það að borga aðgangseyri að Skálholti í gegnum ökutækin, það séu helst Íslendingarnir, sem mótmæli, þeir telji sig svo mikla Íslendinga að þeir þurfi ekki að borga. Hann segir þá ferðamenn, sem komi í Skálholt ánægða. „Já, þeir eru mjög ánægðir og við fáum viðbrögð um hversu mikill friður og kyrrlát er á staðnum og fólk, sem kemur hingað í tíu mínútur, hálftíma eða klukkutíma, stoppar hér og gengur aðeins um hlaðið, það finnur helgi staðarins og það er uppörvandi fyrir okkur, þá erum við að gera eitthvað rétt“, bætir Kristján við.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira