Trump frestar brottvísunum og gefur tveggja vikna frest til að leysa vandann Andri Eysteinsson skrifar 22. júní 2019 23:50 Trump hefur gefið löggjafanum tveggja vikna frest til að leysa vandann. AP Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur ákveðið að fresta brottvísunararátaki sem hann hugðist koma af stað með það að markmiði að fækka ólöglegum innflytjendum innan landamæra Bandaríkjanna. Forsetinn hefur ákveðið að löggjafinn hafi nú tveggja vikna frest til þess að bjóða upp á lausn við vandanum sem fylgir landamærunum við Mexíkó í suðri. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi hafði á föstudaginn beðið forsetann um að endurskoða ákvörðun sína og hætta við aðgerðir.AP hefur það eftir þremur ónafngreindum embættismönnum að ákvörðun Trump um að hætta við hafi ekki eingöngu verið af greiða við Pelosi og Demókrata heldur hafi ekki verið unnt að tryggja öryggi landamæravarða í aðgerðunum þar sem að mikið af upplýsingum um þær hafði verið gerðar opinberar. Forsetinn skrifaði á Twitter síðu sína í dag að hann hefði frestað átakinu að beiðni Demókrataflokksins. Þá sagði hann einnig að ef ekki fyndist lausn innan tveggja vikna hefðist brottflutningur tafarlaust.At the request of Democrats, I have delayed the Illegal Immigration Removal Process (Deportation) for two weeks to see if the Democrats and Republicans can get together and work out a solution to the Asylum and Loophole problems at the Southern Border. If not, Deportations start! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 22, 2019 Aðgerðirnar höfðu vakið mikla reiði innan Bandaríkjanna en áætlað hafði verið að þær myndu hefjast á morgun, sunnudag og með þeim myndi innflytjendum, fjölskyldur meðtaldar, verið gert að yfirgefa landið tafarlaust. Forsetinn greindi fyrst frá fyrirætlunum sínum með tísti í ikunni, þar sagði hann að aðgerðirnar væru yfirvofandi og að milljónir ólöglegra innflytjenda yrðu sendir burt. Forsetinn og þingforsetinn Pelosi ræddust við símleiðis í gær og varði samtal þeirra að sögn í tólf mínútur, samkvæmt heimildum AP bað Pelosi Trump þar um að hætta við aðgerðirnar og kvaðst hann munu íhuga málið. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur ákveðið að fresta brottvísunararátaki sem hann hugðist koma af stað með það að markmiði að fækka ólöglegum innflytjendum innan landamæra Bandaríkjanna. Forsetinn hefur ákveðið að löggjafinn hafi nú tveggja vikna frest til þess að bjóða upp á lausn við vandanum sem fylgir landamærunum við Mexíkó í suðri. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi hafði á föstudaginn beðið forsetann um að endurskoða ákvörðun sína og hætta við aðgerðir.AP hefur það eftir þremur ónafngreindum embættismönnum að ákvörðun Trump um að hætta við hafi ekki eingöngu verið af greiða við Pelosi og Demókrata heldur hafi ekki verið unnt að tryggja öryggi landamæravarða í aðgerðunum þar sem að mikið af upplýsingum um þær hafði verið gerðar opinberar. Forsetinn skrifaði á Twitter síðu sína í dag að hann hefði frestað átakinu að beiðni Demókrataflokksins. Þá sagði hann einnig að ef ekki fyndist lausn innan tveggja vikna hefðist brottflutningur tafarlaust.At the request of Democrats, I have delayed the Illegal Immigration Removal Process (Deportation) for two weeks to see if the Democrats and Republicans can get together and work out a solution to the Asylum and Loophole problems at the Southern Border. If not, Deportations start! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 22, 2019 Aðgerðirnar höfðu vakið mikla reiði innan Bandaríkjanna en áætlað hafði verið að þær myndu hefjast á morgun, sunnudag og með þeim myndi innflytjendum, fjölskyldur meðtaldar, verið gert að yfirgefa landið tafarlaust. Forsetinn greindi fyrst frá fyrirætlunum sínum með tísti í ikunni, þar sagði hann að aðgerðirnar væru yfirvofandi og að milljónir ólöglegra innflytjenda yrðu sendir burt. Forsetinn og þingforsetinn Pelosi ræddust við símleiðis í gær og varði samtal þeirra að sögn í tólf mínútur, samkvæmt heimildum AP bað Pelosi Trump þar um að hætta við aðgerðirnar og kvaðst hann munu íhuga málið.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira