Bruni í eldspýtuverksmiðju banar öllum innanhúss Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2019 22:14 Fórnarlömbin voru læst inni í verksmiðjunni og brunnu því lifandi. Tribun-Medan Minnst þrjátíu eru látnir, þar á meðal þrjú börn, eftir að eldur braust út í húsi sem var notað sem eldspýtuverksmiðja í Norður-Súmötru héraðinu í Indónesíu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Indónesíska fréttastofan Tribun-Medan greindi frá því að 25 fullorðnir hafi látist og fimm börn. Irwan Syahri, talsmaður hamfarastofnunar á Langkap svæði sagði að mörg fórnarlambanna hafi verið svo brennd að ekki væri hægt að bera kennsl á þau. Talsmaður lögreglunnar í Norður-Súmötru sagði að eldurinn hafi brotist út um miðjan daginn og verið sé að rannsaka tildrög hans. Sjónvarpsupptaka sýndi húsið, sem brunnið var til kaldra kola, og var það staðsett í íbúðahverfi. Gólfið var þakið bognuðum járnplötum og bárujárnsþakið var þakið sóti. Á myndbandinu sést einn maður í öngum sínum reyna að slökkva eldinn með því að fylla stóra fötu af vatni úr drullupolli á götunni. Faisal Riza, eiginmaður Marlinu sem dó í eldinum, sagði að starfsmenn þar hafi allir verið konur og að sumar þeirra hafi tekið börnin sín með sér í vinnuna. „Ég var að labba til mosku til banastunda þegar ég heyrði að verksmiðjan, sem var í húsasundi bara 200 metrum frá heimili mínu, væri í ljósum logum,“ sagði hann. „Ég hljóp til að bjarga henni en það var of seint. Þegar ég kom þangað var verksmiðjan brunnin til grunna.“ Hann sagði að dyrnar á framhlið hússins væru iðulega læstar og að eldurinn hafi brotist út innst inni í byggingunni. Tribun-Medan greindi frá því að dyrnar hafi verið læstar utan frá. Líkin höfðu hrannast upp við útidyrnar vegna þess að fórnarlömbin höfðu reynt að komast út, bætti hann við. Eigandi hússins, sem er eldri kona, sagði í samtali við sjónvarpsstöðina Metro að hún hafi leigt húsnæðið út til viðskiptamanns sem væri frá höfuðborgarsvæðinu, Medan, síðustu fjögur árin. Indónesía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Minnst þrjátíu eru látnir, þar á meðal þrjú börn, eftir að eldur braust út í húsi sem var notað sem eldspýtuverksmiðja í Norður-Súmötru héraðinu í Indónesíu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Indónesíska fréttastofan Tribun-Medan greindi frá því að 25 fullorðnir hafi látist og fimm börn. Irwan Syahri, talsmaður hamfarastofnunar á Langkap svæði sagði að mörg fórnarlambanna hafi verið svo brennd að ekki væri hægt að bera kennsl á þau. Talsmaður lögreglunnar í Norður-Súmötru sagði að eldurinn hafi brotist út um miðjan daginn og verið sé að rannsaka tildrög hans. Sjónvarpsupptaka sýndi húsið, sem brunnið var til kaldra kola, og var það staðsett í íbúðahverfi. Gólfið var þakið bognuðum járnplötum og bárujárnsþakið var þakið sóti. Á myndbandinu sést einn maður í öngum sínum reyna að slökkva eldinn með því að fylla stóra fötu af vatni úr drullupolli á götunni. Faisal Riza, eiginmaður Marlinu sem dó í eldinum, sagði að starfsmenn þar hafi allir verið konur og að sumar þeirra hafi tekið börnin sín með sér í vinnuna. „Ég var að labba til mosku til banastunda þegar ég heyrði að verksmiðjan, sem var í húsasundi bara 200 metrum frá heimili mínu, væri í ljósum logum,“ sagði hann. „Ég hljóp til að bjarga henni en það var of seint. Þegar ég kom þangað var verksmiðjan brunnin til grunna.“ Hann sagði að dyrnar á framhlið hússins væru iðulega læstar og að eldurinn hafi brotist út innst inni í byggingunni. Tribun-Medan greindi frá því að dyrnar hafi verið læstar utan frá. Líkin höfðu hrannast upp við útidyrnar vegna þess að fórnarlömbin höfðu reynt að komast út, bætti hann við. Eigandi hússins, sem er eldri kona, sagði í samtali við sjónvarpsstöðina Metro að hún hafi leigt húsnæðið út til viðskiptamanns sem væri frá höfuðborgarsvæðinu, Medan, síðustu fjögur árin.
Indónesía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira