Fjórir skólar og enn fleiri leikskólar í nýja hverfinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2019 21:38 Þar sem áætlað er að hverfið rísi er nú grófur iðnaður. reykjavík Gert er ráð fyrir fjórum grunnskólum og enn fleiri leikskólum í nýju hverfi sem rísa mun á Ártúnshöfða við Elliðaárvog í Reykjavík. Þá er ekki útilokað að þar muni einnig rísa nýtt húsnæði undir framhaldsskóla. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra Reykjavíkur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann hina nýju íbúabyggð en skrifað var undir samkomulag um uppbygginguna í dag. Á svæðinu þar sem uppbyggingin verður á að breyta iðnaðarhverfi í blandaða byggð fyrir íbúðir, þjónustu og almenna atvinnustarfsemi á næstu árum. Gert er að ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2021. Inntur eftir því hvort að fyrirtækin sem standa nú þegar á svæðinu myndu víkja fyrir íbúðum og annarri starfsemi sagði Dagur að sú væri stefnan að hluta til. „Að hluta til búumst við við því en fyrstu áfangarnir verða ekki síst á svæðum sem hafa í raun verið að bíða eftir uppbyggingu.“Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist árið 2021.reykjavíkMest verði byggt af fjölbýlishúsum en einnig verði eitthvað um sérbýli. „Þetta verður blönduð byggð. Við gerum ráð fyrir talsverðri atvinnustarfsemi þarna áfram, þannig að hún þarf ekki öll að fara. En við gerum ráð fyrir því, af því að þarna fer borgarlínan yfir og við erum með nýjar lausnir í samgöngumálum, að þá megi byggja svolítið þétt og skemmtilega,“ sagði Dagur. „Það er mjög mikil veðursæld þarna og fallegt útsýni yfir sundin.“ Stefnt er að því að deiliskipulag verði kynnt í haust og framkvæmdir hefjist jafnvel á næsta ári. Byggðar verða allt að 5900 íbúðir og í hverfinu verði að finna alla helstu þjónustu. „Þetta er svona eitt stykki Garðabær,“ sagði Dagur. „Það er gert ráð fyrir fjórum skólum á svæðinu og auðvitað enn fleiri leikskólum. Við höfum ekki útilokað að það gæti komið nýtt húsnæði fyrir framhaldsskóla. Ef Tækniskólinn ætlar að sameinast undir eitt þak, þá gæti það verið á svæðinu.“Viðtalið við Dag má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Reykjavík Reykjavík síðdegis Skipulag Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nýtt hverfi rís í miðju höfuðborgarinnar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa ehf. og Pétur Árni Jónsson framkvæmdastjóri Heildar ehf. skrifuðu í dag undir samkomulag um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. 21. júní 2019 13:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Gert er ráð fyrir fjórum grunnskólum og enn fleiri leikskólum í nýju hverfi sem rísa mun á Ártúnshöfða við Elliðaárvog í Reykjavík. Þá er ekki útilokað að þar muni einnig rísa nýtt húsnæði undir framhaldsskóla. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra Reykjavíkur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann hina nýju íbúabyggð en skrifað var undir samkomulag um uppbygginguna í dag. Á svæðinu þar sem uppbyggingin verður á að breyta iðnaðarhverfi í blandaða byggð fyrir íbúðir, þjónustu og almenna atvinnustarfsemi á næstu árum. Gert er að ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2021. Inntur eftir því hvort að fyrirtækin sem standa nú þegar á svæðinu myndu víkja fyrir íbúðum og annarri starfsemi sagði Dagur að sú væri stefnan að hluta til. „Að hluta til búumst við við því en fyrstu áfangarnir verða ekki síst á svæðum sem hafa í raun verið að bíða eftir uppbyggingu.“Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist árið 2021.reykjavíkMest verði byggt af fjölbýlishúsum en einnig verði eitthvað um sérbýli. „Þetta verður blönduð byggð. Við gerum ráð fyrir talsverðri atvinnustarfsemi þarna áfram, þannig að hún þarf ekki öll að fara. En við gerum ráð fyrir því, af því að þarna fer borgarlínan yfir og við erum með nýjar lausnir í samgöngumálum, að þá megi byggja svolítið þétt og skemmtilega,“ sagði Dagur. „Það er mjög mikil veðursæld þarna og fallegt útsýni yfir sundin.“ Stefnt er að því að deiliskipulag verði kynnt í haust og framkvæmdir hefjist jafnvel á næsta ári. Byggðar verða allt að 5900 íbúðir og í hverfinu verði að finna alla helstu þjónustu. „Þetta er svona eitt stykki Garðabær,“ sagði Dagur. „Það er gert ráð fyrir fjórum skólum á svæðinu og auðvitað enn fleiri leikskólum. Við höfum ekki útilokað að það gæti komið nýtt húsnæði fyrir framhaldsskóla. Ef Tækniskólinn ætlar að sameinast undir eitt þak, þá gæti það verið á svæðinu.“Viðtalið við Dag má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Reykjavík síðdegis Skipulag Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nýtt hverfi rís í miðju höfuðborgarinnar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa ehf. og Pétur Árni Jónsson framkvæmdastjóri Heildar ehf. skrifuðu í dag undir samkomulag um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. 21. júní 2019 13:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Nýtt hverfi rís í miðju höfuðborgarinnar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa ehf. og Pétur Árni Jónsson framkvæmdastjóri Heildar ehf. skrifuðu í dag undir samkomulag um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. 21. júní 2019 13:15