Spænska „hjörðin“ dæmd fyrir hópnauðgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2019 14:45 José Ángel Prenda og Alfonso Jesús Cabezuelo sjást hér koma fyrir rétt í dag. vísir/getty Hæstiréttur Spánar hefur dæmt fimm spænska menn, sem ganga undir nafninu „Hjörðin“ eða „La Manada“, í fimmtán ára fangelsi fyrir hópnauðgun. Rétturinn snýr þannig við vægari dómum neðri dómstiga í landinu sem höfðu ekki fundið mennina seka um nauðgun heldur kynferðisbrot. Mennirnir heita José Ángel Prenda, Jesús Escudero, Alfonso Jesús Cabezuelo, Antonio Manuel Guerrero og Ángel Boza. Í apríl í fyrra voru þeir dæmdir í níu ára fangelsi í undirrétti í Navarra. Voru þeir dæmdir fyrir kynferðisbrot en ekki fyrir alvarlegra kynferðisofbeldi þar sem dómurinn taldi ekki sannað að mennirnir hefðu beitt konuna ofbeldi eða ógnað henni þó þeir hefðu misnotað hana.Ekkert samþykki og í mjög ógnvekjandi aðstæðum Þessi dómur undirréttarins er að mati hæstaréttar Spánar rangur. Rétturinn telur sannað að konan hafi ekki veitt samþykki sitt fyrir samræði við mennina heldur hafi hún verið í mjög ógnvekjandi aðstæðum. Þá voru aðstæðurnar sérstaklega ógnvekjandi þar sem mennirnir voru fleiri en tveir. Nauðgunin átti sér stað í júlí 2016 í borginni Pamplona þegar árlegt nautahlaup sem haldið er þar fór fram. Mennirnir drógu konuna, sem þá var 18 ára gömul, inn í anddyri íbúðahúss þar sem þeir klæddu hana úr og brutu gegn henni. Þá stal einn mannanna símanum hennar og bætast tvö ár við refsingu hans vegna þjófnaðarins. Sumir af mönnunum tóku glæpinn upp á myndband og sendu það svo sín á milli í WhatsApp-hópnum „La Manada“. Myndbandið var síðan eitt aðalsönnunargagnið í málinu. Mennirnir fimm eru nú í haldi lögreglu þar sem óttast var að þeir myndu flýja í kjölfar dómsins en þeir hafa þar til nú gengið lausir. Málið vakið mikla hneykslun ekki bara á Spáni heldur víða um heim. Konur mótmæltu þeim vægu dómum sem mennirnir hlutu á lægri dómstigum og þá var þeim spænsku lögum sem sneru að nauðgun breytt vegna málsins. Nánar má lesa um dóminn á vef BBC og á vef El País. Spánn Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
Hæstiréttur Spánar hefur dæmt fimm spænska menn, sem ganga undir nafninu „Hjörðin“ eða „La Manada“, í fimmtán ára fangelsi fyrir hópnauðgun. Rétturinn snýr þannig við vægari dómum neðri dómstiga í landinu sem höfðu ekki fundið mennina seka um nauðgun heldur kynferðisbrot. Mennirnir heita José Ángel Prenda, Jesús Escudero, Alfonso Jesús Cabezuelo, Antonio Manuel Guerrero og Ángel Boza. Í apríl í fyrra voru þeir dæmdir í níu ára fangelsi í undirrétti í Navarra. Voru þeir dæmdir fyrir kynferðisbrot en ekki fyrir alvarlegra kynferðisofbeldi þar sem dómurinn taldi ekki sannað að mennirnir hefðu beitt konuna ofbeldi eða ógnað henni þó þeir hefðu misnotað hana.Ekkert samþykki og í mjög ógnvekjandi aðstæðum Þessi dómur undirréttarins er að mati hæstaréttar Spánar rangur. Rétturinn telur sannað að konan hafi ekki veitt samþykki sitt fyrir samræði við mennina heldur hafi hún verið í mjög ógnvekjandi aðstæðum. Þá voru aðstæðurnar sérstaklega ógnvekjandi þar sem mennirnir voru fleiri en tveir. Nauðgunin átti sér stað í júlí 2016 í borginni Pamplona þegar árlegt nautahlaup sem haldið er þar fór fram. Mennirnir drógu konuna, sem þá var 18 ára gömul, inn í anddyri íbúðahúss þar sem þeir klæddu hana úr og brutu gegn henni. Þá stal einn mannanna símanum hennar og bætast tvö ár við refsingu hans vegna þjófnaðarins. Sumir af mönnunum tóku glæpinn upp á myndband og sendu það svo sín á milli í WhatsApp-hópnum „La Manada“. Myndbandið var síðan eitt aðalsönnunargagnið í málinu. Mennirnir fimm eru nú í haldi lögreglu þar sem óttast var að þeir myndu flýja í kjölfar dómsins en þeir hafa þar til nú gengið lausir. Málið vakið mikla hneykslun ekki bara á Spáni heldur víða um heim. Konur mótmæltu þeim vægu dómum sem mennirnir hlutu á lægri dómstigum og þá var þeim spænsku lögum sem sneru að nauðgun breytt vegna málsins. Nánar má lesa um dóminn á vef BBC og á vef El País.
Spánn Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira