Valið stendur nú á milli Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna og utanríkisráðherra Bretlands, og Jeremy Hunt, núverandi utanríkisráðherra, í leiðtogavali breska Íhaldsflokksins. Michael Gove og Sajid Javid heltust báðir úr lestinni í dag.
Gove fékk 75 atkvæði og Hunt 77 í seinni kosningum dagsins. Johnson jók enn forskot sitt í leiðtogavalinu með 160 atkvæðum.
Johnson og Hunt munu nú berjast um hylli allra 160 þúsund meðlima Íhaldsflokksins en tilkynnt verður um nýjan formann 22. júlí næstkomandi.
