Borgin opin fyrir leigu rafmagnshlaupahjóla Ari Brynjólfsson skrifar 20. júní 2019 06:00 Rafmagnshlaupahjól eru víða í borgum erlendis. Þau eru rekin af sérstökum fyrirtækjum sem rukka notendur í gegnum app. Getty/MarioGuti „Við erum mjög opin fyrir þessu. Rafmagnshlaupahjól eru algjörlega í takt við okkar stefnu um breyttar ferðavenjur,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. „Við sjáum þetta í borgum um allan heim að þetta er alltaf að verða stærri hluti af ferðamáta fólks. Þetta er að verða algengara og algengara hér heima líka,“ segir Sigurborg. Víða í borgum erlendis er hlaupahjól af þessu tagi að finna á götuhornum þar sem hver sem er getur gripið eitt slíkt. Hlaupahjólin eru virkjuð með appi þar sem greidd er skammtímaleiga sem miðast við ekna vegalengd. Hjólin kosta um 70 þúsund krónur hér á landi. Þau eru með tæplega 30 kílómetra drægi. Sigurborg telur svona hlaupahjól geta haft þó nokkur áhrif á umferðina í borginni, en þá þarf að huga að aðgengi. „Við sjáum fyrir okkur að svona hjól yrðu staðsett á fjölmennum strætisvagnastoppum, háskólum og stórum vinnustöðum. Svo eru margir sem vilja bara eiga sitt hjól.“ Borgin myndi ekki reka þjónustuna. „Við erum ekki búin að semja við neinn aðila eins og er, að minnsta kosti ekki enn þá. En vonandi breytist það í sumar,“ segir Sigurborg. Ef einhver byði sig fram þá þyrfti að skoða með hvaða hætti boðið yrði upp á hlaupahjólin.Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Akureyrar.„Sumir segja að það sé best að hafa þau á sérstökum stöndum, eins og við þekkjum með WOWreiðhjólin. Á meðan segja aðrir best að hafa þau þar sem notendur skilja við þau, þar getur sá næsti sótt sér hlaupahjól. Það eru bæði kostir og gallar við báða þessa möguleika,“ segir Sigurborg sem telur veðurfar ekki eiga að koma í veg fyrir notkun slíkra hjóla í Reykjavík. „Það er ekki snjóþyngra hjá okkur en í öðrum borgum þar sem þetta er í boði. Það er meira að segja kaldara í Ósló oft og tíðum,“ segir Sigurborg. Á suðvesturhorninu séu vetur stundum snjóléttir. Kippa mætti hjólunum inn er illa viðrar. Það eru f leiri sveitarfélög en Reykjavík sem eru opin fyrir rafmagnshlaupahjólum. „Við höfum ekki rætt rafmagnshlaupahjól neitt sérstaklega en það er markmið okkar að opna fyrir annan samgöngumáta en bara bílinn. Þetta rímar vel við það,“ segir Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Akureyrar. „Við höfum verið að vinna nýtt stígaskipulag á Akureyri. Það er ekki komið til framkvæmda enn þá, en við erum að horfa til stofnstíga sem fylgja ekki endilega stofnbrautunum. Þannig verður hægt að komast hraðar milli staða án þess að nota bíl. Þá verður hægt að nota hjól, hjólabretti eða svona rafmagnshlaupahjól.“ Sigurborg segir rafmagnshlaupahjól eiga að vera hluta af orkuskiptunum sem ríkisstjórnin stefnir að. „Það er alltaf verið að tala um að skipta úr bensínbílum í rafmagnsbíla, það getur líka átt við rafmagnshlaupahjól.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
„Við erum mjög opin fyrir þessu. Rafmagnshlaupahjól eru algjörlega í takt við okkar stefnu um breyttar ferðavenjur,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. „Við sjáum þetta í borgum um allan heim að þetta er alltaf að verða stærri hluti af ferðamáta fólks. Þetta er að verða algengara og algengara hér heima líka,“ segir Sigurborg. Víða í borgum erlendis er hlaupahjól af þessu tagi að finna á götuhornum þar sem hver sem er getur gripið eitt slíkt. Hlaupahjólin eru virkjuð með appi þar sem greidd er skammtímaleiga sem miðast við ekna vegalengd. Hjólin kosta um 70 þúsund krónur hér á landi. Þau eru með tæplega 30 kílómetra drægi. Sigurborg telur svona hlaupahjól geta haft þó nokkur áhrif á umferðina í borginni, en þá þarf að huga að aðgengi. „Við sjáum fyrir okkur að svona hjól yrðu staðsett á fjölmennum strætisvagnastoppum, háskólum og stórum vinnustöðum. Svo eru margir sem vilja bara eiga sitt hjól.“ Borgin myndi ekki reka þjónustuna. „Við erum ekki búin að semja við neinn aðila eins og er, að minnsta kosti ekki enn þá. En vonandi breytist það í sumar,“ segir Sigurborg. Ef einhver byði sig fram þá þyrfti að skoða með hvaða hætti boðið yrði upp á hlaupahjólin.Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Akureyrar.„Sumir segja að það sé best að hafa þau á sérstökum stöndum, eins og við þekkjum með WOWreiðhjólin. Á meðan segja aðrir best að hafa þau þar sem notendur skilja við þau, þar getur sá næsti sótt sér hlaupahjól. Það eru bæði kostir og gallar við báða þessa möguleika,“ segir Sigurborg sem telur veðurfar ekki eiga að koma í veg fyrir notkun slíkra hjóla í Reykjavík. „Það er ekki snjóþyngra hjá okkur en í öðrum borgum þar sem þetta er í boði. Það er meira að segja kaldara í Ósló oft og tíðum,“ segir Sigurborg. Á suðvesturhorninu séu vetur stundum snjóléttir. Kippa mætti hjólunum inn er illa viðrar. Það eru f leiri sveitarfélög en Reykjavík sem eru opin fyrir rafmagnshlaupahjólum. „Við höfum ekki rætt rafmagnshlaupahjól neitt sérstaklega en það er markmið okkar að opna fyrir annan samgöngumáta en bara bílinn. Þetta rímar vel við það,“ segir Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsráðs Akureyrar. „Við höfum verið að vinna nýtt stígaskipulag á Akureyri. Það er ekki komið til framkvæmda enn þá, en við erum að horfa til stofnstíga sem fylgja ekki endilega stofnbrautunum. Þannig verður hægt að komast hraðar milli staða án þess að nota bíl. Þá verður hægt að nota hjól, hjólabretti eða svona rafmagnshlaupahjól.“ Sigurborg segir rafmagnshlaupahjól eiga að vera hluta af orkuskiptunum sem ríkisstjórnin stefnir að. „Það er alltaf verið að tala um að skipta úr bensínbílum í rafmagnsbíla, það getur líka átt við rafmagnshlaupahjól.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira