Blanda hefðum hjá Tacoson Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 20. júní 2019 07:30 Adam Karl Helgason er einn þriggja eigenda Tacoson. Þeir eru allir gamlir vinir úr Vesturbænum. fréttablaðið/Stefán Þrír gamlir vinir úr Vesturbænum fengu þá flugu í höfuðið að opna taco-vagn í Reykjavík. Nú nokkrum mánuðum síðar er vagninn kominn í gagnið og segir einn eigendanna viðtökurnar langt framar vonum. Fréttablaðið fékk að heyra í Adam Karli Helgasyni og spyrja hvernig það æxlaðist að þeir hófu að reka suðrænan matarvagn á norðurhjara veraldar. „Baldvin Oddsson vinur minn hefur verið búsettur erlendis í rúmlega átta ár, þá mestmegnis í New York. Hann er tónlistarmaður. Hann spilar á trompet og hefur meðal annars spilað á Broadway. Í New York er eins og flestir vita mjög fjölbreytt matarmenning og þá sérstaklega þegar það kemur að matarvögnum,“ svarar hann. Adam segir Baldvin hafa mikið langað að flytja þessa miklu matarvagnamenningu til Íslands. „Það hafa auðvitað margir reynt þetta með misgóðum árangri. En hann langaði að koma með sínar hugmyndir inn á matarvagnamarkaðinn hér og hafði samband í við mig og spurði hvort ég hefði áhuga.“ Adam hefur verið í matargeiranum í sjö ár og er lærður í hótelstjórnun og veitingahúsarekstri, og því lá vel við fyrir Baldvin að leita til hans. „Við komumst svo að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að það vantaði taco-vagn á landið. Næsta skref hjá okkur var að finna kokk og við hugsuðum báðir til Ólafs Ágústs Pedersen sem er úr Vesturbænum eins og við. Hann er núna á Kol, hefur verið á Grillinu og Burro og er gríðarlega reynslumikill.“ Ólafur hafði áhuga á að vera með í verkefninu og í kjölfarið fóru hjólin að snúast. „Næst tók við tilraunastarfsemi í eldhúsinu þar sem við prufuðum okkur áfram. Við vorum allir með hugmyndir um hvað okkur langaði að gera. Enn sem komið er höfum við auðvitað ekki náð að framkvæma það allt, en við stefnum á að vera með róteringu á matseðlinum. Bara að hafa alltaf ferskan seðil og að sjá hvað virkar. Ætlum líka að vera óhræddir við að prófa nýja hluti,“ segir Adam. Vagninn var fluttur inn frá Wales upphaflega en strákarnir fundu hann á Bland.is. „Því næst fórum við í að gera vagninn upp eða svo hann hentaði í reksturinn. Það tók nokkra mánuði. Næst fórum við í lógóið sem er víkingur að borða taco. Auðvitað er það svolítið þverstæðukennd hugmynd en Baldvin kom með hana. Nafnið og lógóið kemur út frá því að blanda saman þessum andstæðum, víkingnum með taco. Svo náttúrulega tengja útlendingar svo mikið við nafnahefðina, að við séum flest -son eða -dóttir, og úr varð nafnið Tacoson.“ Hann segir það alveg í myndinni að stækka síðar við sig og opna veitingastað gangi vagninn vel. „Okkar helsta markmið var að stilla verðinu í hóf. Eins og við vitum öll getur verið ótrúlega dýrt að fara út að borða í bænum. Við erum oftast í Mæðragarðinum sem er einmitt á milli á Menntaskólans í Reykjavík og Kvennaskólans. Okkur langaði til að geta boðið nógu hagstætt verð til að nemarnir gætu kannski komið í hádeginu.“ Hann segir þá því frekar spila inn á einfaldleikann en að hafa matinn endilega svakalega flókinn. „Já, við erum að taka smá svona Ikea-aðferðina,“ segir Adam hlæjandi að lokum. Vagninn verður á Secret Solstice-hátíðinni um helgina og er alla virka daga frá klukkan 11-21 í Mæðragarðinum. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Secret Solstice Veitingastaðir Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Þrír gamlir vinir úr Vesturbænum fengu þá flugu í höfuðið að opna taco-vagn í Reykjavík. Nú nokkrum mánuðum síðar er vagninn kominn í gagnið og segir einn eigendanna viðtökurnar langt framar vonum. Fréttablaðið fékk að heyra í Adam Karli Helgasyni og spyrja hvernig það æxlaðist að þeir hófu að reka suðrænan matarvagn á norðurhjara veraldar. „Baldvin Oddsson vinur minn hefur verið búsettur erlendis í rúmlega átta ár, þá mestmegnis í New York. Hann er tónlistarmaður. Hann spilar á trompet og hefur meðal annars spilað á Broadway. Í New York er eins og flestir vita mjög fjölbreytt matarmenning og þá sérstaklega þegar það kemur að matarvögnum,“ svarar hann. Adam segir Baldvin hafa mikið langað að flytja þessa miklu matarvagnamenningu til Íslands. „Það hafa auðvitað margir reynt þetta með misgóðum árangri. En hann langaði að koma með sínar hugmyndir inn á matarvagnamarkaðinn hér og hafði samband í við mig og spurði hvort ég hefði áhuga.“ Adam hefur verið í matargeiranum í sjö ár og er lærður í hótelstjórnun og veitingahúsarekstri, og því lá vel við fyrir Baldvin að leita til hans. „Við komumst svo að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að það vantaði taco-vagn á landið. Næsta skref hjá okkur var að finna kokk og við hugsuðum báðir til Ólafs Ágústs Pedersen sem er úr Vesturbænum eins og við. Hann er núna á Kol, hefur verið á Grillinu og Burro og er gríðarlega reynslumikill.“ Ólafur hafði áhuga á að vera með í verkefninu og í kjölfarið fóru hjólin að snúast. „Næst tók við tilraunastarfsemi í eldhúsinu þar sem við prufuðum okkur áfram. Við vorum allir með hugmyndir um hvað okkur langaði að gera. Enn sem komið er höfum við auðvitað ekki náð að framkvæma það allt, en við stefnum á að vera með róteringu á matseðlinum. Bara að hafa alltaf ferskan seðil og að sjá hvað virkar. Ætlum líka að vera óhræddir við að prófa nýja hluti,“ segir Adam. Vagninn var fluttur inn frá Wales upphaflega en strákarnir fundu hann á Bland.is. „Því næst fórum við í að gera vagninn upp eða svo hann hentaði í reksturinn. Það tók nokkra mánuði. Næst fórum við í lógóið sem er víkingur að borða taco. Auðvitað er það svolítið þverstæðukennd hugmynd en Baldvin kom með hana. Nafnið og lógóið kemur út frá því að blanda saman þessum andstæðum, víkingnum með taco. Svo náttúrulega tengja útlendingar svo mikið við nafnahefðina, að við séum flest -son eða -dóttir, og úr varð nafnið Tacoson.“ Hann segir það alveg í myndinni að stækka síðar við sig og opna veitingastað gangi vagninn vel. „Okkar helsta markmið var að stilla verðinu í hóf. Eins og við vitum öll getur verið ótrúlega dýrt að fara út að borða í bænum. Við erum oftast í Mæðragarðinum sem er einmitt á milli á Menntaskólans í Reykjavík og Kvennaskólans. Okkur langaði til að geta boðið nógu hagstætt verð til að nemarnir gætu kannski komið í hádeginu.“ Hann segir þá því frekar spila inn á einfaldleikann en að hafa matinn endilega svakalega flókinn. „Já, við erum að taka smá svona Ikea-aðferðina,“ segir Adam hlæjandi að lokum. Vagninn verður á Secret Solstice-hátíðinni um helgina og er alla virka daga frá klukkan 11-21 í Mæðragarðinum.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Secret Solstice Veitingastaðir Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira