Skiptir PSG Neymar út fyrir Coutinho? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. júní 2019 10:30 Coutinho og Neymar eru liðsfélagar í brasilíska landsliðinu vísir/getty Neymar gæti snúið aftur til Barcelona með skiptidíl á milli spænska félagsins og Paris Saint-Germain, sem fengi þá Philippe Coutinho í staðinn. Tim Vickery, sérfræðingur Sky Sports í suður-amerískum fótbolta, segir Coutinho „augljósan valkost“ ef PSG og Barcelona ákveða að láta reyna á samningaviðræður um skiptidíl. Neymar yfirgaf Barcelona sumarið 2017 þegar PSG keypti hann fyrir 200 milljón punda metfé. Vistaskiptin til Parísar hafa hins vegar ekki verið eins frábær og brasilíska stórstjarnan vildi og nú vill hann losna þaðan. Hann hefur verið mikið orðaður við endurkomu til Barcelona og staðfesti varaforseti spænska félagsins, Jordi Cardoner, að Neymar vildi koma til Barcelona aftur. Cardoner sagði hins vegar að Barcelona hefði ekkert rætt að fá Neymar aftur. Landi Neymars, Philippe Coutinho, er óviss um framtíð sína hjá Barcelona. Hann kom við sögu í 34 deildarleikjum í vetur, skoraði fimm mörk og lagði upp þrjú, en í 12 af þessum leikjum kom hann inn sem varamaður. „Það sem mér finnst áhugavert í þessu er að það er augljóst að reyndir leikmenn hjá Barcelona, Lionel Messi, Luis Suarez og Gerard Pigue, yrðu hæstánægðir með að fá Neymar til baka,“ sagði Vickery. „Hins vegar eru meðlimir félagsins, þeir sem kjósa í forsetakosningum félagsins, ekki eins viljugir. Þeim finnst þeir enn sviknir eftir það hvernig Neymar fór frá félaginu.“ Spænski boltinn Tengdar fréttir Varaforseti Barca: Við viljum ekki fá Neymar aftur Varaforseti Barcelona segir félagið ekki hafa áhuga á því að fá Neymar til baka á Nývang, þó leikmaðurinn sjálfur vilji snúa aftur. 27. júní 2019 15:00 Stuðningsmenn Barca vilja ekki sjá Neymar Stuðningsmenn Barcelona eru ekki ýkja spenntir fyrir endurkomu brasilísku stórstjörnunnar Neymar 23. júní 2019 11:00 Neymar sagður vera búinn að semja við Barcelona Samkvæmt heimildum spænska blaðsins Sport þá er allt klárt á milli Brasilíumannsins Neymar og Barcelona fari svo að spænska félagið geti keypt hann til baka frá PSG. 26. júní 2019 10:30 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Neymar gæti snúið aftur til Barcelona með skiptidíl á milli spænska félagsins og Paris Saint-Germain, sem fengi þá Philippe Coutinho í staðinn. Tim Vickery, sérfræðingur Sky Sports í suður-amerískum fótbolta, segir Coutinho „augljósan valkost“ ef PSG og Barcelona ákveða að láta reyna á samningaviðræður um skiptidíl. Neymar yfirgaf Barcelona sumarið 2017 þegar PSG keypti hann fyrir 200 milljón punda metfé. Vistaskiptin til Parísar hafa hins vegar ekki verið eins frábær og brasilíska stórstjarnan vildi og nú vill hann losna þaðan. Hann hefur verið mikið orðaður við endurkomu til Barcelona og staðfesti varaforseti spænska félagsins, Jordi Cardoner, að Neymar vildi koma til Barcelona aftur. Cardoner sagði hins vegar að Barcelona hefði ekkert rætt að fá Neymar aftur. Landi Neymars, Philippe Coutinho, er óviss um framtíð sína hjá Barcelona. Hann kom við sögu í 34 deildarleikjum í vetur, skoraði fimm mörk og lagði upp þrjú, en í 12 af þessum leikjum kom hann inn sem varamaður. „Það sem mér finnst áhugavert í þessu er að það er augljóst að reyndir leikmenn hjá Barcelona, Lionel Messi, Luis Suarez og Gerard Pigue, yrðu hæstánægðir með að fá Neymar til baka,“ sagði Vickery. „Hins vegar eru meðlimir félagsins, þeir sem kjósa í forsetakosningum félagsins, ekki eins viljugir. Þeim finnst þeir enn sviknir eftir það hvernig Neymar fór frá félaginu.“
Spænski boltinn Tengdar fréttir Varaforseti Barca: Við viljum ekki fá Neymar aftur Varaforseti Barcelona segir félagið ekki hafa áhuga á því að fá Neymar til baka á Nývang, þó leikmaðurinn sjálfur vilji snúa aftur. 27. júní 2019 15:00 Stuðningsmenn Barca vilja ekki sjá Neymar Stuðningsmenn Barcelona eru ekki ýkja spenntir fyrir endurkomu brasilísku stórstjörnunnar Neymar 23. júní 2019 11:00 Neymar sagður vera búinn að semja við Barcelona Samkvæmt heimildum spænska blaðsins Sport þá er allt klárt á milli Brasilíumannsins Neymar og Barcelona fari svo að spænska félagið geti keypt hann til baka frá PSG. 26. júní 2019 10:30 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Varaforseti Barca: Við viljum ekki fá Neymar aftur Varaforseti Barcelona segir félagið ekki hafa áhuga á því að fá Neymar til baka á Nývang, þó leikmaðurinn sjálfur vilji snúa aftur. 27. júní 2019 15:00
Stuðningsmenn Barca vilja ekki sjá Neymar Stuðningsmenn Barcelona eru ekki ýkja spenntir fyrir endurkomu brasilísku stórstjörnunnar Neymar 23. júní 2019 11:00
Neymar sagður vera búinn að semja við Barcelona Samkvæmt heimildum spænska blaðsins Sport þá er allt klárt á milli Brasilíumannsins Neymar og Barcelona fari svo að spænska félagið geti keypt hann til baka frá PSG. 26. júní 2019 10:30