Lést nokkrum vikum eftir nefndarfundinn með Jon Stewart Sylvía Hall skrifar 30. júní 2019 09:19 Luis Alvarez og Jon Stewart komu fyrir nefnd þar sem frekari fjárveiting til sjóðs fyrir fyrstu viðbragðsaðila 9/11 var rædd. Vísir/Getty Luis Alvarez var einn þeirra viðbragðsaðila sem voru fyrstir á vettvang eftir hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana í New York þann 11. september árið 2001. Hann lést í gær aðeins 53 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein sem er talið tengjast eitraðri blöndu ryks, ösku og braks sem hann og aðrir viðbragðsaðilar komust í snertingu við á meðan björgunarstörfum stóð. Alvarez kom fram á nefndarfundi fyrr í mánuðinum þar sem átti að ræða frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragðsaðila. Fundurinn vakti miklar athygli fyrir þær sakir að grínistinn og fyrrum þáttastjórnandinn Jon Stewart var einn þeirra sem kom fram fyrir hönd viðbragðsaðilana og gagnrýndi þingmenn harðlega.Sjá einnig: Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Fjölskylda Alvarez tilkynnti um andlát hans í Facebook-færslu á laugardag. Þau sögðu hann hafa tekið örlög sín í sátt með það í huga að hann hefði snert við mörgum þegar hann deildi sögu sinni. Hann hafði lagt ýmislegt á sig til þess að vekja athygli á málstaðnum en stuttu eftir að hann kom fyrir nefndina tilkynntu læknar honum að lifrin hans væri hætt að starfa og hann var lagður inn á spítala. „Nú er ég að hvílast og er friðsæll. Ég mun halda áfram að berjast þar til Guð góður ákveður að minn tími sé kominn. Ég mun reyna að fara í nokkur viðtöl til viðbótar til þess að halda athyglinni á baráttu okkar fyrir bótunum sem við eigum réttilega skilið. Vinsamlegast farið vel með ykkur sjálf og hvort annað,“ skrifaði Alvarez í Facebook-færslu þann 19. júní. Andlát Bandaríkin Tengdar fréttir Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“ Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé "svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. 17. júní 2019 21:08 Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Luis Alvarez var einn þeirra viðbragðsaðila sem voru fyrstir á vettvang eftir hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana í New York þann 11. september árið 2001. Hann lést í gær aðeins 53 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein sem er talið tengjast eitraðri blöndu ryks, ösku og braks sem hann og aðrir viðbragðsaðilar komust í snertingu við á meðan björgunarstörfum stóð. Alvarez kom fram á nefndarfundi fyrr í mánuðinum þar sem átti að ræða frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragðsaðila. Fundurinn vakti miklar athygli fyrir þær sakir að grínistinn og fyrrum þáttastjórnandinn Jon Stewart var einn þeirra sem kom fram fyrir hönd viðbragðsaðilana og gagnrýndi þingmenn harðlega.Sjá einnig: Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Fjölskylda Alvarez tilkynnti um andlát hans í Facebook-færslu á laugardag. Þau sögðu hann hafa tekið örlög sín í sátt með það í huga að hann hefði snert við mörgum þegar hann deildi sögu sinni. Hann hafði lagt ýmislegt á sig til þess að vekja athygli á málstaðnum en stuttu eftir að hann kom fyrir nefndina tilkynntu læknar honum að lifrin hans væri hætt að starfa og hann var lagður inn á spítala. „Nú er ég að hvílast og er friðsæll. Ég mun halda áfram að berjast þar til Guð góður ákveður að minn tími sé kominn. Ég mun reyna að fara í nokkur viðtöl til viðbótar til þess að halda athyglinni á baráttu okkar fyrir bótunum sem við eigum réttilega skilið. Vinsamlegast farið vel með ykkur sjálf og hvort annað,“ skrifaði Alvarez í Facebook-færslu þann 19. júní.
Andlát Bandaríkin Tengdar fréttir Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“ Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé "svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. 17. júní 2019 21:08 Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“ Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé "svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. 17. júní 2019 21:08
Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“