Madrídarbúar mótmæla afturköllun bílabanns Sylvía Hall skrifar 30. júní 2019 08:22 Mótmælendur létu hitabylgjuna ekki stoppa sig. Twitter Þúsundir söfnuðust saman á götum Madrídarborgar í gær eftir að nýr borgarstjóri, José Luis Martínez-Almeida, afturkallaði bann við bílaumferð í miðborginni. Bannið, sem sett var á í nóvember, náði til flestra bensín og dísilbíla. Þetta kemur fram á BBC en bannið hafði verið sett á í tíð fyrrverandi borgarstjóra, Manuelu Carmenu Castrillo, og var til þess fallið að halda loftmengun innan þeirra marka sem reglur Evrópusambandsins kveða á um. Voru ökumenn sem brutu gegn banninu sektaðir um níutíu evrur eða það sem jafngildir um þrettán þúsund íslenskum krónum. Íbúar eru verulega ósáttir við þessa breytingu enda hafði bílabannið bæði dregið úr mengun og hávaða í borginni. Þá fóru fleiri að nýta sér hjólreiðar sem samgöngumáta líkt og lagt var upp með í upphafi.It’s powerfully poetic that people fighting to keep #Madrid’s city centre low-emission, for less pollution & #climatechange mitigation, do it by filling streets with people, with no space left for cars. #MadridCentralSeQueda HT @Robertofr63@NacionRotondapic.twitter.com/fxe1GkFNEi — Brent Toderian (@BrentToderian) June 29, 2019Vill endurskoða áætlunina með hliðsjón af þörfum borgarbúa Hitabylgjan stoppaði mótmælendur ekki og söfnuðust þeir saman og kölluðu eftir því að sitjandi borgarstjóri myndi setja bannið aftur í gildi. Þrátt fyrir óánægju borgarbúa nýtur borgarstjórinn stuðnings annarra flokka sem eru mótfallnir banninu, en bannið var hluti af áætluninni „Madrid Central“. Mælingar sýna að loftmengun í borginni náði sögulegu lágmarki eftir að bannið tók gildi. Mengun af völdum farartækja hafði ekki verið minni í maímánuði frá því að mælingar hófust árið 2010 en þeir bílar sem féllu undir bannið máttu ekki keyra inn á fimm ferkílómetra svæði í miðborginni. Margir óttast að nýi borgarstjórinn muni ekki taka loftslagsmálin föstum tökum en hann segist vilja endurskoða áætlunina með hliðsjón af samgönguþörfum borgarbúa. Leiðtogaráð Evrópusambandsins hefur varað borgaryfirvöld við því að mögulega komi til refsiaðgerða ef borgin heldur loftmengun ekki innan þeirra marka sem reglur Evrópusambandsins kveða á um. Loftslagsmál Spánn Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Þúsundir söfnuðust saman á götum Madrídarborgar í gær eftir að nýr borgarstjóri, José Luis Martínez-Almeida, afturkallaði bann við bílaumferð í miðborginni. Bannið, sem sett var á í nóvember, náði til flestra bensín og dísilbíla. Þetta kemur fram á BBC en bannið hafði verið sett á í tíð fyrrverandi borgarstjóra, Manuelu Carmenu Castrillo, og var til þess fallið að halda loftmengun innan þeirra marka sem reglur Evrópusambandsins kveða á um. Voru ökumenn sem brutu gegn banninu sektaðir um níutíu evrur eða það sem jafngildir um þrettán þúsund íslenskum krónum. Íbúar eru verulega ósáttir við þessa breytingu enda hafði bílabannið bæði dregið úr mengun og hávaða í borginni. Þá fóru fleiri að nýta sér hjólreiðar sem samgöngumáta líkt og lagt var upp með í upphafi.It’s powerfully poetic that people fighting to keep #Madrid’s city centre low-emission, for less pollution & #climatechange mitigation, do it by filling streets with people, with no space left for cars. #MadridCentralSeQueda HT @Robertofr63@NacionRotondapic.twitter.com/fxe1GkFNEi — Brent Toderian (@BrentToderian) June 29, 2019Vill endurskoða áætlunina með hliðsjón af þörfum borgarbúa Hitabylgjan stoppaði mótmælendur ekki og söfnuðust þeir saman og kölluðu eftir því að sitjandi borgarstjóri myndi setja bannið aftur í gildi. Þrátt fyrir óánægju borgarbúa nýtur borgarstjórinn stuðnings annarra flokka sem eru mótfallnir banninu, en bannið var hluti af áætluninni „Madrid Central“. Mælingar sýna að loftmengun í borginni náði sögulegu lágmarki eftir að bannið tók gildi. Mengun af völdum farartækja hafði ekki verið minni í maímánuði frá því að mælingar hófust árið 2010 en þeir bílar sem féllu undir bannið máttu ekki keyra inn á fimm ferkílómetra svæði í miðborginni. Margir óttast að nýi borgarstjórinn muni ekki taka loftslagsmálin föstum tökum en hann segist vilja endurskoða áætlunina með hliðsjón af samgönguþörfum borgarbúa. Leiðtogaráð Evrópusambandsins hefur varað borgaryfirvöld við því að mögulega komi til refsiaðgerða ef borgin heldur loftmengun ekki innan þeirra marka sem reglur Evrópusambandsins kveða á um.
Loftslagsmál Spánn Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira