Erlent

Milljarða­mæringurinn Ross Perot látinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Perot sést hér fyrir miðri mynd ásamt þeim Bush og Clinton í kosningabaráttunni árið 1992.
Perot sést hér fyrir miðri mynd ásamt þeim Bush og Clinton í kosningabaráttunni árið 1992. vísir/getty
Bandaríski milljarðamæringurinn Ross Perot er látinn, 89 ára að aldri. Hann bauð sig tvisvar fram til forseta Bandaríkjanna, árið 1992 og 1996.

Honum var lýst sem sérvitrum manni sem var fylginn sér. Hann var frumkvöðull í upplýsingatæknigeiranum og stofnaði sitt eigið gagnavinnslufyrirtæki árið 1962.

Perot var þó alltaf þekktastur fyrir að hafa boðið sig fram til forseta árið 1992 þar sem hann talaði meðal annars fyrir jafnvægi í ríkisfjármálum.

Demókratinn Bill Clinton vann kosningarnar ´92 eins og þekkt er en Perot hlaut næstum því 19 prósent atkvæða. Þriðji keppinauturinn var svo George HW Bush sitjandi forseti.

Perot greindist fyrr á þessu ári með hvítblæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×