Ríkið þarf að greiða eldri borgurum milljarðana fimm Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 12:29 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fagnar vafalítið ákvörðun Hæstaréttar. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað beiðni íslenska ríkisins að mál ellilífeyrisþega gegn Tryggingastofnun ríkisins verði tekið fyrir á æðsta dómstigi. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í maí, ólíkt héraðsdómi, að brotið hefði verið á eldri borgurum með því að skerða greiðslur með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. Málið var höfðað í nafni Sigríðar Sæland Jónsdóttur, móður Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, en deilt var um tæplega 42 þúsund krónur sem dregnar voru af lífeyri hennar í janúar og febrúar 2017 vegna greiðslu sem hún naut úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði. Flokkurinn stóð að málsókninni en málið fékk gjafsókn fyrir dómstólum. Krafa Sigríðar byggði á því að í október 2016 hefði Alþingi samþykkt lög um breytingar á lögum um almannatryggingar. Þau mistök voru gerð við setningu laganna að vísað var í rangan staflið í einu ákvæði laganna. Þau mistök urðu til þess að lögin fólu í sér að skerðing á almannatryggingagreiðslum vegna lífeyrisgreiðslna var ekki lengur heimil. Engu að síður voru greiðslurnar skertar næstu tvo mánuði. Lögin voru í framhaldinu leiðrétt og látin gilda afturvirkt umrædda tvo mánuði. Héraðsdómur sýknaði Tryggingastofnun í málinu sem var áfrýjað á næsta dómstig. Landsréttur var á önverðu máli við héraðsdóm og dæmdi ríkinu í óhag. Lögmenn ríkisins ákváðu að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Með tilkomu Landsréttar fækkaði verulega málum sem fara fyrir Hæstarétt. Þarf raunar að sækja sérstaklega um að fá að flytja mál fyrir Hæstarétti og má almennt segja að einungis mál sem séu á einhvern hátt sérstök eða fordæmisgefandi fái náð fyrir Hæstarétti. Segir í niðurstöðu Hæstaréttar að ekki verði séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til eða formi. Auk þess hafi úrslit í málinu ekki verulegt almennt gildi. Var því áfrýjunarbeiðni íslenska ríkisins hafnað. Talið er að íslenska ríkið þurfi að greiða eldri borgurum samanlagt um fimm milljarða króna. Dómsmál Lífeyrissjóðir Tryggingar Tengdar fréttir „Áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum“ Inga Sæland, formaður Flokks flokksins, segir dóm Landsréttar í máli móður hennar gegn Tryggingastofnun ríkisins áfellisdóm yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum Alþingis við lagasetningu. 31. maí 2019 20:15 Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni íslenska ríkisins að mál ellilífeyrisþega gegn Tryggingastofnun ríkisins verði tekið fyrir á æðsta dómstigi. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í maí, ólíkt héraðsdómi, að brotið hefði verið á eldri borgurum með því að skerða greiðslur með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. Málið var höfðað í nafni Sigríðar Sæland Jónsdóttur, móður Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, en deilt var um tæplega 42 þúsund krónur sem dregnar voru af lífeyri hennar í janúar og febrúar 2017 vegna greiðslu sem hún naut úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði. Flokkurinn stóð að málsókninni en málið fékk gjafsókn fyrir dómstólum. Krafa Sigríðar byggði á því að í október 2016 hefði Alþingi samþykkt lög um breytingar á lögum um almannatryggingar. Þau mistök voru gerð við setningu laganna að vísað var í rangan staflið í einu ákvæði laganna. Þau mistök urðu til þess að lögin fólu í sér að skerðing á almannatryggingagreiðslum vegna lífeyrisgreiðslna var ekki lengur heimil. Engu að síður voru greiðslurnar skertar næstu tvo mánuði. Lögin voru í framhaldinu leiðrétt og látin gilda afturvirkt umrædda tvo mánuði. Héraðsdómur sýknaði Tryggingastofnun í málinu sem var áfrýjað á næsta dómstig. Landsréttur var á önverðu máli við héraðsdóm og dæmdi ríkinu í óhag. Lögmenn ríkisins ákváðu að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Með tilkomu Landsréttar fækkaði verulega málum sem fara fyrir Hæstarétt. Þarf raunar að sækja sérstaklega um að fá að flytja mál fyrir Hæstarétti og má almennt segja að einungis mál sem séu á einhvern hátt sérstök eða fordæmisgefandi fái náð fyrir Hæstarétti. Segir í niðurstöðu Hæstaréttar að ekki verði séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til eða formi. Auk þess hafi úrslit í málinu ekki verulegt almennt gildi. Var því áfrýjunarbeiðni íslenska ríkisins hafnað. Talið er að íslenska ríkið þurfi að greiða eldri borgurum samanlagt um fimm milljarða króna.
Dómsmál Lífeyrissjóðir Tryggingar Tengdar fréttir „Áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum“ Inga Sæland, formaður Flokks flokksins, segir dóm Landsréttar í máli móður hennar gegn Tryggingastofnun ríkisins áfellisdóm yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum Alþingis við lagasetningu. 31. maí 2019 20:15 Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
„Áfellisdómur yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum“ Inga Sæland, formaður Flokks flokksins, segir dóm Landsréttar í máli móður hennar gegn Tryggingastofnun ríkisins áfellisdóm yfir hroðvirknislegum vinnubrögðum Alþingis við lagasetningu. 31. maí 2019 20:15
Landsréttur sneri við dómi í fimm milljarða máli móður Ingu Sæland Sigríður Sæland Jónsdóttir, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, hafði betur í baráttu við Tryggingastofnun ríkisins í Landsrétti þar sem deilt var um tæplega 42 þúsund krónur. 31. maí 2019 15:59