Kókaín flýtur á land á Filippseyjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júlí 2019 08:16 Kókaín nýtur engra sérstakra vinsælda á Fillipseyjum, sem gerir strandið enn dularfyllra. Getty/ted ajibe Undanfarna mánuði hafa kókaínkubbar, sem áætlað er að séu mörg hundruð milljón króna virði, flotið á land við austurströnd Filippseyja. Nýjasta tilfellið var á sunnudag og í maí fundu sjómenn 39 kubba af kókaíni sem metnir voru á rúma 4 milljónir dala. Málið þykir ekki síst áhugavert í ljósi þess að kókaín nýtur engra sérstakra vinsælda á Filippseyjum. Lögreglan telur af þeim sökum að kókaínið hafi átt að flytja til Ástralíu þar sem meiri eftirspurn er eftir efninu. Það er þó aðeins tilgáta enda er töluvert meira um kenningar en skýringar á þessu stigi.Grjón fyrir kók Málið hefur verið lögreglufólki á Filippseyjum ofarlega í huga undanfarna mánuði enda hefur baráttan gegn fíkniefnum verið forgangsmál hjá forseta landsins, Rodrigo Duterte. Þannig bauð lögreglan fólki sem gengi fram á kókaínkubb að skipta honum fyrir hrísgrjónasekk. Vart þarf að taka fram að töluverður verðmunur eru á vörunum tveimur, en breska ríkisútvarpið tiltekur ekki hversu margir þáðu skiptiboð lögreglunnar. Þrátt fyrir að fátt sé í hendi um raunverulegar ástæður kókaínstrandsins eru nokkrar getgátur reifaðar á vef BBC. Þannig nefnir einn viðmælandi, sem starfar í vímuefnahugveitu, að algengt sé að smyglarar fleygi farmi sínum útbyrðis þegar laganna verðir komast á snoðir um þá. Hafstraumar hafi síðan borið kubbana til Filippseyja. Þá kunni eitthvað að hafa misfarist þegar smyglarar reyndu að koma varningi sínum í hendur kaupenda. Stundum festi þeir góssið í netum neðansjávar, sem kaupandinn sækir, en stundum sé illa gengið frá netunum og þau eigi það til að losna.Hluti þeirra kókaínkílóa sem flotið hafa á land í ár. Þeim var eytt á fimmtudag í síðustu viku.Getty/ted aljibeÞyrla kókaíni í augu yfirvalda Yfirmaður fíkniefnaeftirlits Filippseyja er þó á öðru máli. Stofnunin telji líklegra að strandkókaínið sé í raun yfirvarp fyrir annan vímuefnainnflutning. „Meðan aðrar löggæslustofnanir einbeita sér að því að leggja hendur á kókaínið fljótandi teljum við að glæpahringir nýti tækifærið til að smygla shabu,“ sagði yfirmaðurinn í yfirlýsingu í febrúar. Shabu er filippseyska heitið yfir metamfetamín, fíkinefni sem sagt er njóta töluvert meiri vinsælda þar í landi en kókaín og þungamiðjan í vímuefnastríði Duterte forseta. Yfirmaður fíkniefnaeftirlitsins áætlar þannig að smyglararnir séu tilbúnir til að „fórna kókaíninu“ til þess að geta selt sitt vinsæla shabu. Sjóherinn hræddi Þessi kenning er þó ekki hátt skrifuð hjá lögreglunni, sem telur að smyglarar myndu aldrei reiða sig á jafn dýrar aðferðir. Embættið telji líklegra að kókaíninu hafi einfaldlega verið kastað frá borði þegar verið var að flytja það til Ástralíu. Þar sé meiri eftirspurn eftir kókaíni en á Filippseyjum og því um leið ábatasamara að flytja það þangað. Það er til að mynda talin hafa verið raunin með þau 500 kókaínkíló sem lögreglan á Salómonseyjum lagði hald á í september á síðasta ári. Smyglarar á leið til Ástralíu hafi kastað þeim í sjóinn þegar sjóher Papúa Nýju-Gíneu nálgaðist óðfluga. Verðmæti kókaínsins er áætlað um 300 milljónir dala, næstum 38 milljarðar króna. Ástralía Filippseyjar Lyf Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa kókaínkubbar, sem áætlað er að séu mörg hundruð milljón króna virði, flotið á land við austurströnd Filippseyja. Nýjasta tilfellið var á sunnudag og í maí fundu sjómenn 39 kubba af kókaíni sem metnir voru á rúma 4 milljónir dala. Málið þykir ekki síst áhugavert í ljósi þess að kókaín nýtur engra sérstakra vinsælda á Filippseyjum. Lögreglan telur af þeim sökum að kókaínið hafi átt að flytja til Ástralíu þar sem meiri eftirspurn er eftir efninu. Það er þó aðeins tilgáta enda er töluvert meira um kenningar en skýringar á þessu stigi.Grjón fyrir kók Málið hefur verið lögreglufólki á Filippseyjum ofarlega í huga undanfarna mánuði enda hefur baráttan gegn fíkniefnum verið forgangsmál hjá forseta landsins, Rodrigo Duterte. Þannig bauð lögreglan fólki sem gengi fram á kókaínkubb að skipta honum fyrir hrísgrjónasekk. Vart þarf að taka fram að töluverður verðmunur eru á vörunum tveimur, en breska ríkisútvarpið tiltekur ekki hversu margir þáðu skiptiboð lögreglunnar. Þrátt fyrir að fátt sé í hendi um raunverulegar ástæður kókaínstrandsins eru nokkrar getgátur reifaðar á vef BBC. Þannig nefnir einn viðmælandi, sem starfar í vímuefnahugveitu, að algengt sé að smyglarar fleygi farmi sínum útbyrðis þegar laganna verðir komast á snoðir um þá. Hafstraumar hafi síðan borið kubbana til Filippseyja. Þá kunni eitthvað að hafa misfarist þegar smyglarar reyndu að koma varningi sínum í hendur kaupenda. Stundum festi þeir góssið í netum neðansjávar, sem kaupandinn sækir, en stundum sé illa gengið frá netunum og þau eigi það til að losna.Hluti þeirra kókaínkílóa sem flotið hafa á land í ár. Þeim var eytt á fimmtudag í síðustu viku.Getty/ted aljibeÞyrla kókaíni í augu yfirvalda Yfirmaður fíkniefnaeftirlits Filippseyja er þó á öðru máli. Stofnunin telji líklegra að strandkókaínið sé í raun yfirvarp fyrir annan vímuefnainnflutning. „Meðan aðrar löggæslustofnanir einbeita sér að því að leggja hendur á kókaínið fljótandi teljum við að glæpahringir nýti tækifærið til að smygla shabu,“ sagði yfirmaðurinn í yfirlýsingu í febrúar. Shabu er filippseyska heitið yfir metamfetamín, fíkinefni sem sagt er njóta töluvert meiri vinsælda þar í landi en kókaín og þungamiðjan í vímuefnastríði Duterte forseta. Yfirmaður fíkniefnaeftirlitsins áætlar þannig að smyglararnir séu tilbúnir til að „fórna kókaíninu“ til þess að geta selt sitt vinsæla shabu. Sjóherinn hræddi Þessi kenning er þó ekki hátt skrifuð hjá lögreglunni, sem telur að smyglarar myndu aldrei reiða sig á jafn dýrar aðferðir. Embættið telji líklegra að kókaíninu hafi einfaldlega verið kastað frá borði þegar verið var að flytja það til Ástralíu. Þar sé meiri eftirspurn eftir kókaíni en á Filippseyjum og því um leið ábatasamara að flytja það þangað. Það er til að mynda talin hafa verið raunin með þau 500 kókaínkíló sem lögreglan á Salómonseyjum lagði hald á í september á síðasta ári. Smyglarar á leið til Ástralíu hafi kastað þeim í sjóinn þegar sjóher Papúa Nýju-Gíneu nálgaðist óðfluga. Verðmæti kókaínsins er áætlað um 300 milljónir dala, næstum 38 milljarðar króna.
Ástralía Filippseyjar Lyf Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14