Serena Williams þarf að borga tæp átta þúsund pund, sem nemur rúmlega 1,2 milljónum króna, í sekt fyrir að skemma völl á Wimbledon.
Williams, sem á 23 risatitla á ferlinum, var sektuð vegna atviks sem átti sér stað á einni af æfingunum helgina áður en mótið byrjaði. Hún á að hafa hent spaðanum sínum í jörðina með þeim afleiðingum að skemmd kom í grasvöllinn.
Williams er komin í átta kvenna úrslit í mótinu og mætir hún Alison Riske í dag. Þá keppir hún einnig í tvenndarleik við hlið Andy Murray.
Hún er ekki sú eina sem þarf að greiða sekt því Fabio Fogini var sektaður um rúm tvö þúsund pund fyrir reiðiskast hans eftir tap í þriðju umferð einliðaleiks karla þar sem hann sagði meðal annars að hann óskaði þess að klúbburinn yrði sprengdur í loft upp. Þá fékk Nick Kyrgios tvær sektir fyrir óíþróttamannslega hegðun.
Williams sektuð um rúmlega milljón fyrir vallarskemmdir á Wimbledon
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Leikur Chelsea og Benfica blásinn af
Fótbolti

Einhenta undrið ekki í NBA
Körfubolti



Penninn á lofti í Keflavík
Körfubolti



