Sex börn á flótta uppfylla ný tímaskilyrði um vernd hér Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2019 06:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra hefur sett nýja reglugerð. Fréttablaðið/Ernir Alls uppfylla sex börn í þremur fjölskyldum ný tímaskilyrði reglugerðar um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð breytti síðasta föstudag. Þetta kemur fram í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar segir að „við fyrstu skoðun“ líti út fyrir að sex börn úr þremur fjölskyldum uppfylli tímaskilyrði breyttrar reglugerðar, eða muni gera það á næstu dögum. Þá kemur einnig fram í svari Útlendingastofnunar að á fyrstu fimm mánuðum ársins hafi alls 15 börnum verið synjað um efnislega meðferð hjá stofnuninni á grundvelli þess að þau hafi verið komin með vernd í öðru landi. Af þessum fimmtán börnum uppfylla tvö tímaskilyrði reglugerðarinnar. Þau eru talin með hér að ofan. Segir svo að fjórum af þeim fimmtán börnum sem um ræðir hafi verið veitt vernd hér á landi á síðari stigum málsmeðferðar umsókna þeirra um vernd. Eftir standa þá níu börn sem ekki virðast falla undir reglugerðina í dag. Þau gætu þó gert það síðar, miðað við hversu lengi þau hafa verið hér á landi og hversu langt er frá því að þau sóttu um vernd. Bæði er hér um að ræða mál barna sem eru til umfjöllunar hjá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Dómsmálaráðherra breytti á föstudaginn reglugerð um útlendinga sem veitir nú Útlendingastofnun heimild, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, til að taka til efnislegrar meðferðar mál barna sem hlotið hafa vernd í öðru ríki, ef það eru meira en tíu mánuðir liðnir frá því að umsókn þeirra barst íslenskum stjórnvöldum. Eða ef mál þeirra hefur tafist í meðferð og það er ekki á þeirra eigin ábyrgð. Í síðustu viku var ítarlega fjallað um mál tveggja afganskra fjölskyldna sem átti að vísa úr landi. Það er Sarwary-feðganna og Safari-fjölskyldunnar. Báðum fjölskyldum var af stofnuninni synjað um að mál þeirra yrði tekið til efnislegrar meðferðar um vernd, vegna þess að þau höfðu hlotið vernd í Grikklandi. Því átti að vísa þeim úr landi til Grikklands. Greint var frá því síðasta föstudag að mál Sarwary-feðganna falli strax undir breytta reglugerð, en feðgarnir sóttu um vernd hér á landi þann 2. ágúst í fyrra og hafa því verið hér á landi í ellefu mánuði. Safari-fjölskyldan sótti upprunalega um vernd hér á landi þann 11. september í fyrra. Þau munu næsta miðvikudag hafa dvalið hér í tíu mánuði og falla þá undir breytt tímaskilyrði reglugerðarinnar. Magnús D. Norðdahl, lögmaður beggja fjölskyldna, sendi Útlendingastofnun í dag kröfur fyrir hönd beggja fjölskyldna þar sem þess er krafist, í samræmi við breytt skilyrði sem sett voru fram í reglugerðinni, að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar. Þar segir að nú uppfylli fjölskyldurnar öll þau skilyrði sem til þurfi. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun var meðaltími efnismeðferðar á öðrum ársfjórðungi þessa árs 230 dagar, eða um sjö mánuðir. Fái fólk vernd fær það dvalarleyfi sem gildir í fjögur ár. Að því loknu þarf að endurnýja leyfið en séu skilyrði til verndar enn til staðar er það endurnýjað. Fólk þarf ekki að fara í gegnum sama ferli aftur. Að þessum fjórum árum liðnum getur fólk svo átt rétt á ótímabundnu dvalarleyfi. Samkvæmt þessu gæti það því legið fyrir snemma á næsta ári hvort afganska fjölskyldan fær vernd hér á landi.Bræðurnir Mahdi og Ali Akba Sarwary frá Afganistan falla undir nýja reglugerð dómsmálaráðherra.Fréttablaðið/Stefán Birtist í Fréttablaðinu Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Alls uppfylla sex börn í þremur fjölskyldum ný tímaskilyrði reglugerðar um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð breytti síðasta föstudag. Þetta kemur fram í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar segir að „við fyrstu skoðun“ líti út fyrir að sex börn úr þremur fjölskyldum uppfylli tímaskilyrði breyttrar reglugerðar, eða muni gera það á næstu dögum. Þá kemur einnig fram í svari Útlendingastofnunar að á fyrstu fimm mánuðum ársins hafi alls 15 börnum verið synjað um efnislega meðferð hjá stofnuninni á grundvelli þess að þau hafi verið komin með vernd í öðru landi. Af þessum fimmtán börnum uppfylla tvö tímaskilyrði reglugerðarinnar. Þau eru talin með hér að ofan. Segir svo að fjórum af þeim fimmtán börnum sem um ræðir hafi verið veitt vernd hér á landi á síðari stigum málsmeðferðar umsókna þeirra um vernd. Eftir standa þá níu börn sem ekki virðast falla undir reglugerðina í dag. Þau gætu þó gert það síðar, miðað við hversu lengi þau hafa verið hér á landi og hversu langt er frá því að þau sóttu um vernd. Bæði er hér um að ræða mál barna sem eru til umfjöllunar hjá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Dómsmálaráðherra breytti á föstudaginn reglugerð um útlendinga sem veitir nú Útlendingastofnun heimild, á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, til að taka til efnislegrar meðferðar mál barna sem hlotið hafa vernd í öðru ríki, ef það eru meira en tíu mánuðir liðnir frá því að umsókn þeirra barst íslenskum stjórnvöldum. Eða ef mál þeirra hefur tafist í meðferð og það er ekki á þeirra eigin ábyrgð. Í síðustu viku var ítarlega fjallað um mál tveggja afganskra fjölskyldna sem átti að vísa úr landi. Það er Sarwary-feðganna og Safari-fjölskyldunnar. Báðum fjölskyldum var af stofnuninni synjað um að mál þeirra yrði tekið til efnislegrar meðferðar um vernd, vegna þess að þau höfðu hlotið vernd í Grikklandi. Því átti að vísa þeim úr landi til Grikklands. Greint var frá því síðasta föstudag að mál Sarwary-feðganna falli strax undir breytta reglugerð, en feðgarnir sóttu um vernd hér á landi þann 2. ágúst í fyrra og hafa því verið hér á landi í ellefu mánuði. Safari-fjölskyldan sótti upprunalega um vernd hér á landi þann 11. september í fyrra. Þau munu næsta miðvikudag hafa dvalið hér í tíu mánuði og falla þá undir breytt tímaskilyrði reglugerðarinnar. Magnús D. Norðdahl, lögmaður beggja fjölskyldna, sendi Útlendingastofnun í dag kröfur fyrir hönd beggja fjölskyldna þar sem þess er krafist, í samræmi við breytt skilyrði sem sett voru fram í reglugerðinni, að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar. Þar segir að nú uppfylli fjölskyldurnar öll þau skilyrði sem til þurfi. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun var meðaltími efnismeðferðar á öðrum ársfjórðungi þessa árs 230 dagar, eða um sjö mánuðir. Fái fólk vernd fær það dvalarleyfi sem gildir í fjögur ár. Að því loknu þarf að endurnýja leyfið en séu skilyrði til verndar enn til staðar er það endurnýjað. Fólk þarf ekki að fara í gegnum sama ferli aftur. Að þessum fjórum árum liðnum getur fólk svo átt rétt á ótímabundnu dvalarleyfi. Samkvæmt þessu gæti það því legið fyrir snemma á næsta ári hvort afganska fjölskyldan fær vernd hér á landi.Bræðurnir Mahdi og Ali Akba Sarwary frá Afganistan falla undir nýja reglugerð dómsmálaráðherra.Fréttablaðið/Stefán
Birtist í Fréttablaðinu Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira