Ekkert til í því að Messi sé mögulega að fara keppa við Ísland í næstu Þjóðadeild UEFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2019 10:45 Lionel Messi í leiknum á móti Íslandi á HM 2018. Fimm íslenskir leikmenn sækja að honum. Getty/Reinaldo Coddou H Argentínska landsliðið átti að hafa hótað því að flýja suðurameríska fótboltann og keppa í næstu Þjóðadeild UEFA. Svo hávær var orðrómurinn að Knattspyrnusamband Evrópu taldi sig þurfa að gefa út yfirlýsingu vegna málsins. Upphaf þessa undarlega máls má rekja til óánægju Argentínumanna með dómgæsluna í undanúrslitaleik sínum á móti Brasilíu í Copa America 2019. Sá sem fór lengst í gagnrýni sinni var sjálfur Lionel Messi sem missti sig eftir leikinn og skrópaði síðan í verðlaunaafhendinguna eftir að hafa verið rekinn af velli í leiknum um þriðja sætið. Lionel Messi gæti misst af næstu tveimur árum með landsliðinu verði hann dæmdur í bann hjá knattspyrnusambandi Suður-Ameríku fyrir harða og óvæga gagnrýni sína á dómara.Messi's first international trophy will not be the UEFA Nations League Argentina have not been invited, UEFA have just confirmed Don't worry Cristiano, your trophy is safe https://t.co/GjXfv1sbrK — GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 8, 2019Argentínska landsliðið er ekki í góðum málum án Messi og þetta mögulega bann Messi ýtti undir pælingar í argentínskum fjölmiðlum um að landslið þjóðarinnar myndi hætti við að keppa í næsta Copa America og fengi frekar að vera með í næstu Þjóðadeild Evrópu. Katar og Japan tóku þátt í Copa America í ár og það er í raun ekkert sem stendur í vegi fyrir að það gætu einnig verið boðslið í Þjóðadeild Evrópu. Eða svo héldu Argentínumenn. Knattspyrnusamband Evrópu vildi kæfa þessar raddir frá Argentínu í fæðingu og sendi strax frá sér yfirlýsingu. Þar kemur fram að UEFA hafi aldrei boðið Argentínu sæti í Þjóðadeildinni og að sambandið muni heldur aldrei gera slíkt. Íslenska landsliðið er því ekkert að fara að keppa við Lionel Messi og félaga í Þjóðadeildinnni 2020-21. Yfirlýsing UEFA er hér fyrir neðan. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Argentínska landsliðið átti að hafa hótað því að flýja suðurameríska fótboltann og keppa í næstu Þjóðadeild UEFA. Svo hávær var orðrómurinn að Knattspyrnusamband Evrópu taldi sig þurfa að gefa út yfirlýsingu vegna málsins. Upphaf þessa undarlega máls má rekja til óánægju Argentínumanna með dómgæsluna í undanúrslitaleik sínum á móti Brasilíu í Copa America 2019. Sá sem fór lengst í gagnrýni sinni var sjálfur Lionel Messi sem missti sig eftir leikinn og skrópaði síðan í verðlaunaafhendinguna eftir að hafa verið rekinn af velli í leiknum um þriðja sætið. Lionel Messi gæti misst af næstu tveimur árum með landsliðinu verði hann dæmdur í bann hjá knattspyrnusambandi Suður-Ameríku fyrir harða og óvæga gagnrýni sína á dómara.Messi's first international trophy will not be the UEFA Nations League Argentina have not been invited, UEFA have just confirmed Don't worry Cristiano, your trophy is safe https://t.co/GjXfv1sbrK — GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 8, 2019Argentínska landsliðið er ekki í góðum málum án Messi og þetta mögulega bann Messi ýtti undir pælingar í argentínskum fjölmiðlum um að landslið þjóðarinnar myndi hætti við að keppa í næsta Copa America og fengi frekar að vera með í næstu Þjóðadeild Evrópu. Katar og Japan tóku þátt í Copa America í ár og það er í raun ekkert sem stendur í vegi fyrir að það gætu einnig verið boðslið í Þjóðadeild Evrópu. Eða svo héldu Argentínumenn. Knattspyrnusamband Evrópu vildi kæfa þessar raddir frá Argentínu í fæðingu og sendi strax frá sér yfirlýsingu. Þar kemur fram að UEFA hafi aldrei boðið Argentínu sæti í Þjóðadeildinni og að sambandið muni heldur aldrei gera slíkt. Íslenska landsliðið er því ekkert að fara að keppa við Lionel Messi og félaga í Þjóðadeildinnni 2020-21. Yfirlýsing UEFA er hér fyrir neðan.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn