Rannsaka mögulega spillingu í innsetningarnefnd Trump Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2019 10:30 Elliot Broidy er grunaður um að hafa nýtt sér aðstöðu sína til að tryggja einkafyrirtækjum sínum viðskipti við erlend ríki. AP/David Karp Bandarískur alríkisákærudómstóll rannsakar nú einn helsta fjáraflara Repúblikanaflokksins vegna grunsemda um að hann hafi notfært sér aðstöðu sína sem varaformaður innsetningarnefndar Donalds Trump forseta til að næla sér í viðskiptasamninga við erlenda þjóðarleiðtoga. AP-fréttastofan segir að alríkissaksóknarar í New York hafi krafið innsetningarnefnd Trump gagna um tuttugu einstaklinga og fyrirtækja sem tengjast öll Elliot Broidy sem hefur meðal annars gegnt embætti fjármálastjóra landsnefndar Repúblikanaflokksins. Eins hafa saksóknararnir krafist upplýsingar um erlenda embættismenn sem Broidy er grunaður um að hafa reynt að semja við, þar á meðal núverandi forseta Angóla og tvo rúmenska stjórnmálamenn. Rannsóknin virðist beinast að því hvort að Broidy hafi notfært sér aðstöðu sína til persónulegrar auðgunar. Grunur leikur á að hann hafi notað boð á innsetningarathöfn Trump árið 2017 eða aðgang að forsetanum til að liðka fyrir samningum við erlenda ráðamenn. Önnur alríkisrannsókn er í gangi á innsetningarnefndinni sem skipulagði hátíðarhöld í tengslum við embættitöku Trump. Nefndin safnaði metfé, alls um 107 milljónum dollara, jafnvirði um 13,5 milljarða króna. Sú rannsókn beinist að því hvort að nefndin hafi tekið við ólöglegum framlögum frá útlendingum.Lofaði heimsókn í Mar-a-Lago og fundum í Washington Broidy hefur áður komist í kast við lögin. Hann játaði sig sekan um að hafa gefið opinberum embættismönnum ólöglegar gjafir að andvirði á annað hundrað milljóna króna árið 2009 í tengslum við lífeyrissjóð New York-ríkis. Hann sagði af sér sem aðstoðarfjármálastjóri Repúblikanaflokksins í fyrra þegar í ljós kom að hann hafði greitt fyrrverandi Playboy-fyrirsætu 1,6 milljónir dollara til að þegja um kynferðislegt samand þeirra. Michael Cohen, þáverandi lögmaður Trump forseta, hafði milligöngu um þagnargreiðsluna árið 2017. Í gögnum sem AP-fréttastofan hefur undir höndum bauð Broidy tveimur angólskum stjórnmálaleiðtogum, þar á meðal João Manuel Gonçalves Lourenço, þáverandi varnarmálaráðherra og núverandi forseta Angóla, á innsetningarathöfn Trump í Washington-borg. Með boðinu fylgdi milljónadollara samningur öryggisfyrirtækis hans við angólsk stjórnvöld sem Broidy bað um að yrði undirritaður fyrir athöfnina. Þá ræddi Broidy við angólska forsetann um heimsókn í Mar-a-Lago-klúbb Trump á Flórída og lofaði frekari fundum í Washington-borg. Í sama tölvupósti innheimti hann greiðslu fyrir þjónustu fyrirtækis síns. Í stefnu ákærudómstólsins í New York má ráða að Broidy hafi unnið fyrir rúmenska stjórnmálamenn um leið og hann sóttist eftir ábatasömum samningi um öryggisþjónustu þar í landi. Þeirra á meðal var Sorin Grindeanu, þáverandi forsætisráðherra Rúmeníu, og Liviu Dragnea, fyrrverandi leiðtogi Sósíaldemókrata. Sá síðarnefndi afplánar nú fangelsisdóm fyrir misbeitingu valds. Báðir voru viðstaddir embættistöku Trump. Lögfræðingur öryggisfyrirtækis Broidy sagði af sér í október árið 2017 eftir að hann lýsti áhyggjum af spillingu í tengslum við viðræður þess við rúmensk stjórnvöld. Ekkert varð af samningunum.João Lourenço, forseti Angóla, var varnarmálaráðherra þegar honum var boðið á innsetningarathöfn Trump. Á sama tíma gerði ríkisstjórn hans samning við verktakafyrirtæki Broidy.Vísir/EPATalinn hafa reynt að hafa áhrif á stefnu Trump fyrir hönd erlendra ríkja Áður hefur verið fjallað um tengsl Broidy við Sameinuðu arabísku furstadæmin þar sem öryggisverktakafyrirtæki hafa fengið margra milljóna dollara verkefni. Gögn sem New York Times komst yfir í fyrra bentu til þess að Broidy hafi reynt að hafa áhrif á stefnu ríkisstjórnar Trump fyrir hönd furstadæmanna, meðal annars þegar þau ásamt nokkrum öðrum ríkjum einangruðu Katar árið 2017. Þrátt fyrir að Katarar hafi verið nánir bandamenn Bandaríkjastjórnar tók Trump forseti afstöðu með nágrannaríkjum þeirra í deilunni, þvert á vilja þáverandi utanríkisráðherrans Rex Tillerson. Broidy fullyrti þá að Katarar hefðu stolið tölvupóstum hans og lekið til að koma höggi á hann. Lögmenn hans hafna því nú að hann eða öryggisfyrirtæki hans hafi átt í neinum samningum við rúmensk stjórnvöld. Engin tengsl hafi verið á milli samnings þess við stjórnvöld í Angóla og starfa Broidy fyrir innsetningarnefnd Trump. Angóla Bandaríkin Donald Trump Rúmenía Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 Vitni í Rússarannsókninni handtekið fyrir vörslu barnakláms Líbansk-bandarískur kaupsýslumaður með sambönd í Rússlandi og Miðausturlöndum var með barna- og dýraklám í fórum sínum þegar hann var fyrst handtekinn fyrir tveimur árum. 4. júní 2019 11:49 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Fjáraflari Trump og repúblikana grunaður um að selja áhrif Fyrrverandi varastjórnarformaður landsnefndar Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa óskað eftir milljónum dollara frá erlendum aðilum gegn því að fá Trump-stjórnina til að gera það sem þeir vildu. 20. ágúst 2018 11:16 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Bandarískur alríkisákærudómstóll rannsakar nú einn helsta fjáraflara Repúblikanaflokksins vegna grunsemda um að hann hafi notfært sér aðstöðu sína sem varaformaður innsetningarnefndar Donalds Trump forseta til að næla sér í viðskiptasamninga við erlenda þjóðarleiðtoga. AP-fréttastofan segir að alríkissaksóknarar í New York hafi krafið innsetningarnefnd Trump gagna um tuttugu einstaklinga og fyrirtækja sem tengjast öll Elliot Broidy sem hefur meðal annars gegnt embætti fjármálastjóra landsnefndar Repúblikanaflokksins. Eins hafa saksóknararnir krafist upplýsingar um erlenda embættismenn sem Broidy er grunaður um að hafa reynt að semja við, þar á meðal núverandi forseta Angóla og tvo rúmenska stjórnmálamenn. Rannsóknin virðist beinast að því hvort að Broidy hafi notfært sér aðstöðu sína til persónulegrar auðgunar. Grunur leikur á að hann hafi notað boð á innsetningarathöfn Trump árið 2017 eða aðgang að forsetanum til að liðka fyrir samningum við erlenda ráðamenn. Önnur alríkisrannsókn er í gangi á innsetningarnefndinni sem skipulagði hátíðarhöld í tengslum við embættitöku Trump. Nefndin safnaði metfé, alls um 107 milljónum dollara, jafnvirði um 13,5 milljarða króna. Sú rannsókn beinist að því hvort að nefndin hafi tekið við ólöglegum framlögum frá útlendingum.Lofaði heimsókn í Mar-a-Lago og fundum í Washington Broidy hefur áður komist í kast við lögin. Hann játaði sig sekan um að hafa gefið opinberum embættismönnum ólöglegar gjafir að andvirði á annað hundrað milljóna króna árið 2009 í tengslum við lífeyrissjóð New York-ríkis. Hann sagði af sér sem aðstoðarfjármálastjóri Repúblikanaflokksins í fyrra þegar í ljós kom að hann hafði greitt fyrrverandi Playboy-fyrirsætu 1,6 milljónir dollara til að þegja um kynferðislegt samand þeirra. Michael Cohen, þáverandi lögmaður Trump forseta, hafði milligöngu um þagnargreiðsluna árið 2017. Í gögnum sem AP-fréttastofan hefur undir höndum bauð Broidy tveimur angólskum stjórnmálaleiðtogum, þar á meðal João Manuel Gonçalves Lourenço, þáverandi varnarmálaráðherra og núverandi forseta Angóla, á innsetningarathöfn Trump í Washington-borg. Með boðinu fylgdi milljónadollara samningur öryggisfyrirtækis hans við angólsk stjórnvöld sem Broidy bað um að yrði undirritaður fyrir athöfnina. Þá ræddi Broidy við angólska forsetann um heimsókn í Mar-a-Lago-klúbb Trump á Flórída og lofaði frekari fundum í Washington-borg. Í sama tölvupósti innheimti hann greiðslu fyrir þjónustu fyrirtækis síns. Í stefnu ákærudómstólsins í New York má ráða að Broidy hafi unnið fyrir rúmenska stjórnmálamenn um leið og hann sóttist eftir ábatasömum samningi um öryggisþjónustu þar í landi. Þeirra á meðal var Sorin Grindeanu, þáverandi forsætisráðherra Rúmeníu, og Liviu Dragnea, fyrrverandi leiðtogi Sósíaldemókrata. Sá síðarnefndi afplánar nú fangelsisdóm fyrir misbeitingu valds. Báðir voru viðstaddir embættistöku Trump. Lögfræðingur öryggisfyrirtækis Broidy sagði af sér í október árið 2017 eftir að hann lýsti áhyggjum af spillingu í tengslum við viðræður þess við rúmensk stjórnvöld. Ekkert varð af samningunum.João Lourenço, forseti Angóla, var varnarmálaráðherra þegar honum var boðið á innsetningarathöfn Trump. Á sama tíma gerði ríkisstjórn hans samning við verktakafyrirtæki Broidy.Vísir/EPATalinn hafa reynt að hafa áhrif á stefnu Trump fyrir hönd erlendra ríkja Áður hefur verið fjallað um tengsl Broidy við Sameinuðu arabísku furstadæmin þar sem öryggisverktakafyrirtæki hafa fengið margra milljóna dollara verkefni. Gögn sem New York Times komst yfir í fyrra bentu til þess að Broidy hafi reynt að hafa áhrif á stefnu ríkisstjórnar Trump fyrir hönd furstadæmanna, meðal annars þegar þau ásamt nokkrum öðrum ríkjum einangruðu Katar árið 2017. Þrátt fyrir að Katarar hafi verið nánir bandamenn Bandaríkjastjórnar tók Trump forseti afstöðu með nágrannaríkjum þeirra í deilunni, þvert á vilja þáverandi utanríkisráðherrans Rex Tillerson. Broidy fullyrti þá að Katarar hefðu stolið tölvupóstum hans og lekið til að koma höggi á hann. Lögmenn hans hafna því nú að hann eða öryggisfyrirtæki hans hafi átt í neinum samningum við rúmensk stjórnvöld. Engin tengsl hafi verið á milli samnings þess við stjórnvöld í Angóla og starfa Broidy fyrir innsetningarnefnd Trump.
Angóla Bandaríkin Donald Trump Rúmenía Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 Vitni í Rússarannsókninni handtekið fyrir vörslu barnakláms Líbansk-bandarískur kaupsýslumaður með sambönd í Rússlandi og Miðausturlöndum var með barna- og dýraklám í fórum sínum þegar hann var fyrst handtekinn fyrir tveimur árum. 4. júní 2019 11:49 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Fjáraflari Trump og repúblikana grunaður um að selja áhrif Fyrrverandi varastjórnarformaður landsnefndar Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa óskað eftir milljónum dollara frá erlendum aðilum gegn því að fá Trump-stjórnina til að gera það sem þeir vildu. 20. ágúst 2018 11:16 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26
Vitni í Rússarannsókninni handtekið fyrir vörslu barnakláms Líbansk-bandarískur kaupsýslumaður með sambönd í Rússlandi og Miðausturlöndum var með barna- og dýraklám í fórum sínum þegar hann var fyrst handtekinn fyrir tveimur árum. 4. júní 2019 11:49
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00
Fjáraflari Trump og repúblikana grunaður um að selja áhrif Fyrrverandi varastjórnarformaður landsnefndar Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa óskað eftir milljónum dollara frá erlendum aðilum gegn því að fá Trump-stjórnina til að gera það sem þeir vildu. 20. ágúst 2018 11:16
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent