Draga úr þátttöku í kjarnorkusamningi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. júlí 2019 06:00 Abbas Araqchi aðstoðarutanríkisráðherra sést hér til hægri á blaðamannafundi gærdagsins. Nordicphotos/afp Stjórnvöld í Íran hættu í gær að fylgja skilmálum JCPOA-kjarnorkusamningsins. Sextíu daga fresturinn sem Íransstjórn hafði gefið eftirstandandi aðildarríkjum til þess að skýla Íran gegn nýjum, bandarískum þvingunum rann þá út. Íran gerði samninginn við Bandaríkin, Kína, Frakkland, Þýskaland, Evrópusambandið, Rússland og Bretland árið 2015 en eftir að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta rifti hann samningnum af hálfu Bandaríkjanna. Trump-stjórnin lagði þá á nýjar þvinganir gegn Íran en samningurinn gekk í meginatriðum út á að Íran frysti kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu þvingana. „Í dag rann sextíu daga fresturinn út og fyrst kröfum okkar er varða kjarnorkusamninginn og olíusölu var ekki svarað tökum við í dag skref númer tvö. Fyrir sextíu dögum lýstum við því yfir að við myndum hætta að fylgja ákvæðum um uppsöfnun auðgaðs úrans og nú tilkynnum við um að við ætlum ekki að fylgja ákvæðum um hversu auðgað úranið má vera,“ hafði íranski miðillinn Fars News eftir Abbas Araqchi, aðstoðarutanríkisráðherra Írans, í gær. Aukinheldur að Íran myndi draga aftur úr þátttöku sinni í samningnum eftir sextíu daga til viðbótar. Þessa síðustu sextíu daga höfðu Íranar ekki selt úr landi lágauðgað úran. Það er alla jafna notað til þess að knýja kjarnorkuver. Háauðgað úran, sem Íran hyggst nú vinna í skilvindum sínum, er aftur á móti hægt að nota í rannsóknarkljúfum eða jafnvel kjarnorkuvopnum. Alla jafna er úran sem notað er í vopnum um níutíu prósent auðgað en Íran hyggst nú, samkvæmt því er embættismenn sögðu í gær, vinna fimm prósent auðgað úran. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddi við íranska forsetann Hassan Rouhani í síma á laugardag. Hann tjáði Írananum að hann vildi alls ekki sjá samningnum rift og samþykktu leiðtogarnir að íhuga að hefja viðræður á ný. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Íran Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Stjórnvöld í Íran hættu í gær að fylgja skilmálum JCPOA-kjarnorkusamningsins. Sextíu daga fresturinn sem Íransstjórn hafði gefið eftirstandandi aðildarríkjum til þess að skýla Íran gegn nýjum, bandarískum þvingunum rann þá út. Íran gerði samninginn við Bandaríkin, Kína, Frakkland, Þýskaland, Evrópusambandið, Rússland og Bretland árið 2015 en eftir að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta rifti hann samningnum af hálfu Bandaríkjanna. Trump-stjórnin lagði þá á nýjar þvinganir gegn Íran en samningurinn gekk í meginatriðum út á að Íran frysti kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu þvingana. „Í dag rann sextíu daga fresturinn út og fyrst kröfum okkar er varða kjarnorkusamninginn og olíusölu var ekki svarað tökum við í dag skref númer tvö. Fyrir sextíu dögum lýstum við því yfir að við myndum hætta að fylgja ákvæðum um uppsöfnun auðgaðs úrans og nú tilkynnum við um að við ætlum ekki að fylgja ákvæðum um hversu auðgað úranið má vera,“ hafði íranski miðillinn Fars News eftir Abbas Araqchi, aðstoðarutanríkisráðherra Írans, í gær. Aukinheldur að Íran myndi draga aftur úr þátttöku sinni í samningnum eftir sextíu daga til viðbótar. Þessa síðustu sextíu daga höfðu Íranar ekki selt úr landi lágauðgað úran. Það er alla jafna notað til þess að knýja kjarnorkuver. Háauðgað úran, sem Íran hyggst nú vinna í skilvindum sínum, er aftur á móti hægt að nota í rannsóknarkljúfum eða jafnvel kjarnorkuvopnum. Alla jafna er úran sem notað er í vopnum um níutíu prósent auðgað en Íran hyggst nú, samkvæmt því er embættismenn sögðu í gær, vinna fimm prósent auðgað úran. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddi við íranska forsetann Hassan Rouhani í síma á laugardag. Hann tjáði Írananum að hann vildi alls ekki sjá samningnum rift og samþykktu leiðtogarnir að íhuga að hefja viðræður á ný.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Íran Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira