Boða til friðsamlegra mótmæla til stuðnings við flóttabörn Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2019 13:31 Frá mótmælum við Dómsmálaráðuneytið í vetur. Vísir/vilhelm Boðað hefur verið til friðsamlegra mótmæla í stuðningi við flóttabörn á Íslandi við brúna yfir Hringbraut í Reykjavík í dag klukkan tvö. Ein af skipuleggjendum segir of mörg börn á flótta send úr landi. Ísland hafi nóg pláss til að bjóða öll þau börn sem óska eftir veru hér á landi velkomin. Reglugerð ráðherra sé bara yfirklór. Þeir sem standa að mótmælunum hafa hvatt fólk til þess að mæta með barnaföt, blöðrur, tuskudýr eða eitthvað sem minnir á börn, svo hægt sé að hengja það á brúna yfir Hringbraut. Í tilkynningu samtakanna Vinir Hauks Hilmarssonar, sem taka þátt í að skipuleggja mótmælin segir að ætlunin sé að gera flóttabörn sýnileg með því að þræða barnafatnað á snúru sem verður strengd yfir handrið göngubrúarinnar. Heiða Hafdísardóttur, ein skipuleggjenda, segir að breytingar á reglugerð sem dómsmálaráðherra gerði fyrir helgi til að hjálpa tveimur afgönskum fjölskyldum sem vísa átti úr landi hljómi sem yfirklór. „Helst myndum við vilja sjá það þannig að öll börn fengju eðlilega meðferð og helst að öll fengju þau að vera hér áfram. Sem samfélagi ber okkur skylda til þess að hugsa um þau, veita þeim allt það skjól og allt það besta sem hægt er,“ sagði Heiða. Hún segir það skýrt í Barnasáttmálanum sem lögfestur sé á Íslandi að það eigi alltaf að taka ákvarðanir sem séu börnum fyrir bestu. 75 börnum hafi verið vísað frá Íslandi það sem af er ári. Mótmælin eiga að vera friðsöm og verða undir leiðsögn skipuleggjenda. „Við erum ekki það sérstök að það komi milljónir [til landsins], en þeir sem rata hingað, við eigum að taka á móti þeim og bjóða þau velkomin. Það er í rauninni þetta sem við erum að leggja áherslu á,“ segir Heiða Hafdísardóttir, ein skipuleggjenda mótmælanna í dag. Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira
Boðað hefur verið til friðsamlegra mótmæla í stuðningi við flóttabörn á Íslandi við brúna yfir Hringbraut í Reykjavík í dag klukkan tvö. Ein af skipuleggjendum segir of mörg börn á flótta send úr landi. Ísland hafi nóg pláss til að bjóða öll þau börn sem óska eftir veru hér á landi velkomin. Reglugerð ráðherra sé bara yfirklór. Þeir sem standa að mótmælunum hafa hvatt fólk til þess að mæta með barnaföt, blöðrur, tuskudýr eða eitthvað sem minnir á börn, svo hægt sé að hengja það á brúna yfir Hringbraut. Í tilkynningu samtakanna Vinir Hauks Hilmarssonar, sem taka þátt í að skipuleggja mótmælin segir að ætlunin sé að gera flóttabörn sýnileg með því að þræða barnafatnað á snúru sem verður strengd yfir handrið göngubrúarinnar. Heiða Hafdísardóttur, ein skipuleggjenda, segir að breytingar á reglugerð sem dómsmálaráðherra gerði fyrir helgi til að hjálpa tveimur afgönskum fjölskyldum sem vísa átti úr landi hljómi sem yfirklór. „Helst myndum við vilja sjá það þannig að öll börn fengju eðlilega meðferð og helst að öll fengju þau að vera hér áfram. Sem samfélagi ber okkur skylda til þess að hugsa um þau, veita þeim allt það skjól og allt það besta sem hægt er,“ sagði Heiða. Hún segir það skýrt í Barnasáttmálanum sem lögfestur sé á Íslandi að það eigi alltaf að taka ákvarðanir sem séu börnum fyrir bestu. 75 börnum hafi verið vísað frá Íslandi það sem af er ári. Mótmælin eiga að vera friðsöm og verða undir leiðsögn skipuleggjenda. „Við erum ekki það sérstök að það komi milljónir [til landsins], en þeir sem rata hingað, við eigum að taka á móti þeim og bjóða þau velkomin. Það er í rauninni þetta sem við erum að leggja áherslu á,“ segir Heiða Hafdísardóttir, ein skipuleggjenda mótmælanna í dag.
Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira