Boða til friðsamlegra mótmæla til stuðnings við flóttabörn Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2019 13:31 Frá mótmælum við Dómsmálaráðuneytið í vetur. Vísir/vilhelm Boðað hefur verið til friðsamlegra mótmæla í stuðningi við flóttabörn á Íslandi við brúna yfir Hringbraut í Reykjavík í dag klukkan tvö. Ein af skipuleggjendum segir of mörg börn á flótta send úr landi. Ísland hafi nóg pláss til að bjóða öll þau börn sem óska eftir veru hér á landi velkomin. Reglugerð ráðherra sé bara yfirklór. Þeir sem standa að mótmælunum hafa hvatt fólk til þess að mæta með barnaföt, blöðrur, tuskudýr eða eitthvað sem minnir á börn, svo hægt sé að hengja það á brúna yfir Hringbraut. Í tilkynningu samtakanna Vinir Hauks Hilmarssonar, sem taka þátt í að skipuleggja mótmælin segir að ætlunin sé að gera flóttabörn sýnileg með því að þræða barnafatnað á snúru sem verður strengd yfir handrið göngubrúarinnar. Heiða Hafdísardóttur, ein skipuleggjenda, segir að breytingar á reglugerð sem dómsmálaráðherra gerði fyrir helgi til að hjálpa tveimur afgönskum fjölskyldum sem vísa átti úr landi hljómi sem yfirklór. „Helst myndum við vilja sjá það þannig að öll börn fengju eðlilega meðferð og helst að öll fengju þau að vera hér áfram. Sem samfélagi ber okkur skylda til þess að hugsa um þau, veita þeim allt það skjól og allt það besta sem hægt er,“ sagði Heiða. Hún segir það skýrt í Barnasáttmálanum sem lögfestur sé á Íslandi að það eigi alltaf að taka ákvarðanir sem séu börnum fyrir bestu. 75 börnum hafi verið vísað frá Íslandi það sem af er ári. Mótmælin eiga að vera friðsöm og verða undir leiðsögn skipuleggjenda. „Við erum ekki það sérstök að það komi milljónir [til landsins], en þeir sem rata hingað, við eigum að taka á móti þeim og bjóða þau velkomin. Það er í rauninni þetta sem við erum að leggja áherslu á,“ segir Heiða Hafdísardóttir, ein skipuleggjenda mótmælanna í dag. Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Boðað hefur verið til friðsamlegra mótmæla í stuðningi við flóttabörn á Íslandi við brúna yfir Hringbraut í Reykjavík í dag klukkan tvö. Ein af skipuleggjendum segir of mörg börn á flótta send úr landi. Ísland hafi nóg pláss til að bjóða öll þau börn sem óska eftir veru hér á landi velkomin. Reglugerð ráðherra sé bara yfirklór. Þeir sem standa að mótmælunum hafa hvatt fólk til þess að mæta með barnaföt, blöðrur, tuskudýr eða eitthvað sem minnir á börn, svo hægt sé að hengja það á brúna yfir Hringbraut. Í tilkynningu samtakanna Vinir Hauks Hilmarssonar, sem taka þátt í að skipuleggja mótmælin segir að ætlunin sé að gera flóttabörn sýnileg með því að þræða barnafatnað á snúru sem verður strengd yfir handrið göngubrúarinnar. Heiða Hafdísardóttur, ein skipuleggjenda, segir að breytingar á reglugerð sem dómsmálaráðherra gerði fyrir helgi til að hjálpa tveimur afgönskum fjölskyldum sem vísa átti úr landi hljómi sem yfirklór. „Helst myndum við vilja sjá það þannig að öll börn fengju eðlilega meðferð og helst að öll fengju þau að vera hér áfram. Sem samfélagi ber okkur skylda til þess að hugsa um þau, veita þeim allt það skjól og allt það besta sem hægt er,“ sagði Heiða. Hún segir það skýrt í Barnasáttmálanum sem lögfestur sé á Íslandi að það eigi alltaf að taka ákvarðanir sem séu börnum fyrir bestu. 75 börnum hafi verið vísað frá Íslandi það sem af er ári. Mótmælin eiga að vera friðsöm og verða undir leiðsögn skipuleggjenda. „Við erum ekki það sérstök að það komi milljónir [til landsins], en þeir sem rata hingað, við eigum að taka á móti þeim og bjóða þau velkomin. Það er í rauninni þetta sem við erum að leggja áherslu á,“ segir Heiða Hafdísardóttir, ein skipuleggjenda mótmælanna í dag.
Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira