Undrast að sjá sovéska hertrukka og Antonov flugvél í Vík í Mýrdal Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2019 21:34 Gísli Daníel Reynisson, eigandi hertrukkanna og flugvélarinnar. Stöð 2/Einar Árnason. Sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél vekja furðu meðal ferðamanna sem leið eiga um Vík í Mýrdal. Þessi gömlu kaldastríðstól hafa þó ekkert með ferðamennsku að gera heldur gegna allt öðru hlutverki, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2. Fæstir eiga von á því að rekast á hertól þegar þeir aka um þetta friðsæla sveitaþorp en trukkarnir eru vinsælt myndefni ferðamanna.Hertrukkarnir eru vinsælt myndefni í Vík.Stöð 2/Einar Árnason.„Já, já. Þeir eru mikið myndaðir. Það er verið að mynda hér alla daga,“ segir Gísli D. Reynisson, eigandi hertrukkanna. Þeir eru ættaðir úr gömlu Sovétríkjunum, gamlir kaldastríðstrukkar, auk eins af Benz-gerð. „Fyrstu tvo fluttum við inn frá Austur-Þýskalandi þegar Rússarnir fóru heim þegar Múrinn féll,“ segir Gísli.Trukkarnir fengust frá Austur-Þýskalandi eftir lok kalda stríðsins.Stöð 2/Einar Árnason.Jafnframt fengu þeir aðra tvo, sem notaðir voru sem leikmunir í kvikmyndinni Fast and Furious, en til stóð að farga. Og sá er einmitt tilgangur Gísla með að halda í trukkana; að nýta þá við kvikmyndatökur.Eigandinn nýtir trukkana í kvikmyndaverkefni hérlendis.Stöð 2/Einar Árnason.„Ég hef bara lengi starfað svona aðeins með kvikmyndafólki og hef nýtt þá í ýmis kvikmyndaverkefni, bæði sem leikmynd og sérstaklega ef það er verið að mynda á jöklum, þá eru þetta alveg sérstaklega góð tæki, þú getur keyrt um alla jökla á orginal óbreyttum bílum.“ En hér er líka eldgömul sovésk flugvél, sundurtekin undir húsvegg, af gerðinni Antonov AN 2.Úr flugstjórnarklefa Antonov-flugvélarinnar í Vík.Stöð 2/Einar Árnason.„Það átti líka að farga henni. Þannig að mér tókst svona á síðustu stundu að forða því.“ -En ekki ætlarðu að fljúga henni hérna í Vík eða hvað? „Nei, nei. Það er búið að eyðileggja hana. En hún var flughæf bara fyrir þremur árum síðan. En það er náttúrlega bara alveg búið að eyðileggja hana núna. En hún gæti nýst sem leikmynd.“Úr farþegaklefanum. Þessi stærsta tvíþekja heims getur borið allt að fjórtán farþega.Stöð 2/Einar Árnason.Og Antonov-flugvélin er líka kvikmyndastjarna, var notuð í kvikmyndinni Arctic með danska leikaranum Mads Mikkelsen og íslensku leikkonunni Maríu Thelmu Smáradóttur. „Þetta er stærsta tvíþekja sem hefur verið framleidd, fjórtán sæta vél, einshreyfils, og vél sem átti heimsmet í því að vera lengst í framleiðslu. Hún var framleidd, að ég held, í 57 ár,“ segir Gísli Daníel Reynisson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bílar Fréttir af flugi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Hjólabátar Mýrdælinga ekki fengist samþykktir sem skip Áform Mýrdælinga um að hefja á ný siglingar með ferðamenn á hjólabátum eru strand í kerfinu. Tveir hjólabátar, sem keyptir voru til landsins, hafa safnað skuldum á þriðja ár. 3. júlí 2019 22:29 Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30 Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél vekja furðu meðal ferðamanna sem leið eiga um Vík í Mýrdal. Þessi gömlu kaldastríðstól hafa þó ekkert með ferðamennsku að gera heldur gegna allt öðru hlutverki, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2. Fæstir eiga von á því að rekast á hertól þegar þeir aka um þetta friðsæla sveitaþorp en trukkarnir eru vinsælt myndefni ferðamanna.Hertrukkarnir eru vinsælt myndefni í Vík.Stöð 2/Einar Árnason.„Já, já. Þeir eru mikið myndaðir. Það er verið að mynda hér alla daga,“ segir Gísli D. Reynisson, eigandi hertrukkanna. Þeir eru ættaðir úr gömlu Sovétríkjunum, gamlir kaldastríðstrukkar, auk eins af Benz-gerð. „Fyrstu tvo fluttum við inn frá Austur-Þýskalandi þegar Rússarnir fóru heim þegar Múrinn féll,“ segir Gísli.Trukkarnir fengust frá Austur-Þýskalandi eftir lok kalda stríðsins.Stöð 2/Einar Árnason.Jafnframt fengu þeir aðra tvo, sem notaðir voru sem leikmunir í kvikmyndinni Fast and Furious, en til stóð að farga. Og sá er einmitt tilgangur Gísla með að halda í trukkana; að nýta þá við kvikmyndatökur.Eigandinn nýtir trukkana í kvikmyndaverkefni hérlendis.Stöð 2/Einar Árnason.„Ég hef bara lengi starfað svona aðeins með kvikmyndafólki og hef nýtt þá í ýmis kvikmyndaverkefni, bæði sem leikmynd og sérstaklega ef það er verið að mynda á jöklum, þá eru þetta alveg sérstaklega góð tæki, þú getur keyrt um alla jökla á orginal óbreyttum bílum.“ En hér er líka eldgömul sovésk flugvél, sundurtekin undir húsvegg, af gerðinni Antonov AN 2.Úr flugstjórnarklefa Antonov-flugvélarinnar í Vík.Stöð 2/Einar Árnason.„Það átti líka að farga henni. Þannig að mér tókst svona á síðustu stundu að forða því.“ -En ekki ætlarðu að fljúga henni hérna í Vík eða hvað? „Nei, nei. Það er búið að eyðileggja hana. En hún var flughæf bara fyrir þremur árum síðan. En það er náttúrlega bara alveg búið að eyðileggja hana núna. En hún gæti nýst sem leikmynd.“Úr farþegaklefanum. Þessi stærsta tvíþekja heims getur borið allt að fjórtán farþega.Stöð 2/Einar Árnason.Og Antonov-flugvélin er líka kvikmyndastjarna, var notuð í kvikmyndinni Arctic með danska leikaranum Mads Mikkelsen og íslensku leikkonunni Maríu Thelmu Smáradóttur. „Þetta er stærsta tvíþekja sem hefur verið framleidd, fjórtán sæta vél, einshreyfils, og vél sem átti heimsmet í því að vera lengst í framleiðslu. Hún var framleidd, að ég held, í 57 ár,“ segir Gísli Daníel Reynisson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bílar Fréttir af flugi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Hjólabátar Mýrdælinga ekki fengist samþykktir sem skip Áform Mýrdælinga um að hefja á ný siglingar með ferðamenn á hjólabátum eru strand í kerfinu. Tveir hjólabátar, sem keyptir voru til landsins, hafa safnað skuldum á þriðja ár. 3. júlí 2019 22:29 Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30 Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Hjólabátar Mýrdælinga ekki fengist samþykktir sem skip Áform Mýrdælinga um að hefja á ný siglingar með ferðamenn á hjólabátum eru strand í kerfinu. Tveir hjólabátar, sem keyptir voru til landsins, hafa safnað skuldum á þriðja ár. 3. júlí 2019 22:29
Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30
Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51