Endurvekur útlendinganefnd með utanaðkomandi aðstoð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. júlí 2019 18:45 Dómsmálaráðherra telur að endurskoða þurfi málefni útlendinga í heild sinni. Dómsmálaráðherra breytti í dag reglugerð um útlendinga þannig að fjölskyldurnar tvær sem átti að vísa úr landi eiga rétt á efnismeðferð sinna umsókna. Á næsta ríkisstjórnarfundi verður lagt til að auka fé til Útlendingastofnunar í þágu barna á flótta. Brottvísanir tveggja afganskra fjölskyldna sem átti að vísa úr landi til Grikklands hafa vakið hörð viðbrögð. Annars vegar er um að ræða þrjá feðga og svo einstæða móður með tvö börn. Efnt var til fjölmennra mótmæla í gær vegna málsins. Börnin hafa leitað aðhlynningar bæði á Barnaspítalanum og barna og unglingageðdeild Landspítalans og hafa þau sýnt merki áfallastreituröskunar. Lögmaður fjölskyldnanna skilaði inn þriðju endurupptökubeiðninni í máli annarrar fjölskyldunnar í dag og er hún byggð á andlegri líðan barnanna. Síðdegis í dag var reglugerð um útlendingabreytt og taka breytingarnar á málum þessara tveggja fjölskyldna. Samkvæmt því eiga báðar fjölskyldurnar rétt á efnismeðferð sinna umsókna. Önnur nú þegar og hin í næstu viku. „Ég get auðvitað ekki tjáð mig um mál einstaklinga í þessu kerfi. Ég veit hins vegar að það er verið að fara yfir þeirra mál innan kerfisins og ég er bjartsýn á að það finnist farsæl lausn íþessum málum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Á þriðjudag mun svo Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra leggja fyrir ríkisstjórn tillögu þess efnis að umsóknum sem lúta að börnum og ungmennum verði forgangsraðað. „Til þess að geta farið í forgangsröðun en ekki bara endurröðun þá erum við að leggja til aukið fé til Útlendingastofnunar. Vegna þess að það eru allir sammála um og það er fræðilega viðurkennt að það skiptir máli að flýta meðferð svona mála,“ segir Kolbrún. Í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar er kveðiðá aðþverpólitísk þingmannanefnd eigi að meta framkvæmd útlendinga og eftir atvikum endurskoða þau. Gagnrýnt hefur verið að sú nefnd sé óvirk og bitlaus. „Við ætlum að endurvekja þessa útlendinganefnd og ég er að hugsa um að fá einhvern utanaðkomandi til að stýra henni,“ segir hún. Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra breytti í dag reglugerð um útlendinga þannig að fjölskyldurnar tvær sem átti að vísa úr landi eiga rétt á efnismeðferð sinna umsókna. Á næsta ríkisstjórnarfundi verður lagt til að auka fé til Útlendingastofnunar í þágu barna á flótta. Brottvísanir tveggja afganskra fjölskyldna sem átti að vísa úr landi til Grikklands hafa vakið hörð viðbrögð. Annars vegar er um að ræða þrjá feðga og svo einstæða móður með tvö börn. Efnt var til fjölmennra mótmæla í gær vegna málsins. Börnin hafa leitað aðhlynningar bæði á Barnaspítalanum og barna og unglingageðdeild Landspítalans og hafa þau sýnt merki áfallastreituröskunar. Lögmaður fjölskyldnanna skilaði inn þriðju endurupptökubeiðninni í máli annarrar fjölskyldunnar í dag og er hún byggð á andlegri líðan barnanna. Síðdegis í dag var reglugerð um útlendingabreytt og taka breytingarnar á málum þessara tveggja fjölskyldna. Samkvæmt því eiga báðar fjölskyldurnar rétt á efnismeðferð sinna umsókna. Önnur nú þegar og hin í næstu viku. „Ég get auðvitað ekki tjáð mig um mál einstaklinga í þessu kerfi. Ég veit hins vegar að það er verið að fara yfir þeirra mál innan kerfisins og ég er bjartsýn á að það finnist farsæl lausn íþessum málum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Á þriðjudag mun svo Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra leggja fyrir ríkisstjórn tillögu þess efnis að umsóknum sem lúta að börnum og ungmennum verði forgangsraðað. „Til þess að geta farið í forgangsröðun en ekki bara endurröðun þá erum við að leggja til aukið fé til Útlendingastofnunar. Vegna þess að það eru allir sammála um og það er fræðilega viðurkennt að það skiptir máli að flýta meðferð svona mála,“ segir Kolbrún. Í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar er kveðiðá aðþverpólitísk þingmannanefnd eigi að meta framkvæmd útlendinga og eftir atvikum endurskoða þau. Gagnrýnt hefur verið að sú nefnd sé óvirk og bitlaus. „Við ætlum að endurvekja þessa útlendinganefnd og ég er að hugsa um að fá einhvern utanaðkomandi til að stýra henni,“ segir hún.
Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira