Loksins sýndi Mercedes veikleika Bragi Þórðarson skrifar 5. júlí 2019 23:00 Valtteri Bottas endaði þriðji í Austurríki á undan liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton, sem endaði fimmti. Getty Mercedes hafði unnið allar keppnir tímabilsins fyrir austurríska kappaksturinn um síðustu helgi. Þar enduðu bílar liðsins þó aðeins í þriðja og fimmta sæti. Vandamálið var ofhitun á vélinni þrátt fyrir að öll loftinntök yfirbygginarinnar hafi verið galopinn. „Þetta var hræðilegt á að horfa, að hvorki geta varið okkar stöðu eða reynt að taka framúr,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, eftir keppnina. Wolff bætti við að liðið vissi að þetta væri akkilesarhæll bílsins strax frá byrjun tímabils. Lofthiti í Austurríki um helgina voru rúmar 30 gráður og brautarhiti var að nálgast 60 gráður. Mikil hitabylgja er í Evrópu um þessar mundir og má því aftur búast við mjög heitum kappakstri á Silverstone brautinni í Bretlandi eftir viku. „Við verðum að bæta úr þessu, það er engin spurning,“ sagði Wolff en vonaðist á sama tíma eftir týpísku ensku köldu veðri í næstu keppni. Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mercedes hafði unnið allar keppnir tímabilsins fyrir austurríska kappaksturinn um síðustu helgi. Þar enduðu bílar liðsins þó aðeins í þriðja og fimmta sæti. Vandamálið var ofhitun á vélinni þrátt fyrir að öll loftinntök yfirbygginarinnar hafi verið galopinn. „Þetta var hræðilegt á að horfa, að hvorki geta varið okkar stöðu eða reynt að taka framúr,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, eftir keppnina. Wolff bætti við að liðið vissi að þetta væri akkilesarhæll bílsins strax frá byrjun tímabils. Lofthiti í Austurríki um helgina voru rúmar 30 gráður og brautarhiti var að nálgast 60 gráður. Mikil hitabylgja er í Evrópu um þessar mundir og má því aftur búast við mjög heitum kappakstri á Silverstone brautinni í Bretlandi eftir viku. „Við verðum að bæta úr þessu, það er engin spurning,“ sagði Wolff en vonaðist á sama tíma eftir týpísku ensku köldu veðri í næstu keppni.
Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira