Buffon spilaði í sautján tímabil með Juventus áður en hann fór yfir til Frakklands og spilaði í eitt tímabil með frönsku meisturunum í PSG.
Nú hefur hann ákveðið að snúa aftur heim til Ítalíu eftir að hann endurnýjaði ekki samning sinn í Frakklandi.
@GianluigiBuffon will wear the #77 shirt at @JuventusFC.
@13Szczesny13 offered him the #1 shirt but he turned it down, as well as turning down the captain's armband from @Chiellini.
"I’m not here to take anything away from my teammates, but to give my contribution." pic.twitter.com/tsZ7P7zbXx
— SPORF (@Sporf) July 5, 2019
Buffon er mikil goðsögn hjá Juventus og það kom í ljós er hann skrifaði undir samninginn. Markvörðurinn sem leikur í treyju númer eitt hjá Juventus, Wojciech Szczesny, bauð honum að fá treyju númer eitt.
Buffon afþakkaði boðið. Það var þó ekki það eina því fyrirliði liðsins, Giorgio Chiellini, bauð honum einnig fyrirliðabandið. Buffon afþakkaði það einnig pent.
„Ég er ekki kominn hingað til þess að taka eitthvað frá liðsfélögum mínum, heldur er ég kominn með mitt framlag,“ sagði Buffon.