Með hliðsjón af öryggi og velferð neytenda hafa Aðföng, í samstarfi við Nathan & Olsen hf. pökkunaraðila Bónus Tröllahafra, ákveðið að taka úr sölu og innkalla vöruna.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Aðföngum þar sem segir jafnframt að ástæða innköllunarinnar sé að gegnsær aðskotahlutur, líklega plast, fannst í einum poka.
Varan var til sölu í verslunum Bónus á tímabilinu 15. júní til 5. júlí 2019. Athygli er vakin á því að innköllunin einskorðast við ákveðnar best fyrir dagsetningar.
Upplýsingar um vöruna:
Vöruheiti: Bónus Tröllahafrar
Strikamerki: 5690350053273
Nettóþyngd: 1 kg
Best fyrir dagsetningar: 16-08-2020 og 19-08-2020
„Viðskiptavinir Bónus sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Aðföng og Nathan og Olsen hf. biðja viðskiptavini Bónus sem kunna að hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa innilegrar afsökunar.
Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga, í síma 530-5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori@adfong.is,“ segir í tilkynningu.
Bónus Tröllahafrar innkallaðir vegna aðskotahlutar
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Mest lesið

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent


Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent

Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent



Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag
Viðskipti innlent

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent

Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983
Viðskipti innlent
