Fótbolti

„Það verða afleiðingar ef Griezmann var búinn að semja við Barca fram í tímann“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Antoine Griezmann
Antoine Griezmann vísir/getty
Ef Antoine Griezmann var búinn að gera samning við Barcelona fram í tímann mun það hafa afleiðingar segir forseti Atletico Madrid, Enrique Cerezo.

Griezmann sagði í maímánuði að hann myndi ekki spila fyrir Atletico á næsta tímabili. Hann er hins vegar samningsbundinn Madrídarliðinu til 2023 og því þarf það lið sem hefur áhuga á að fá hann að virkja riftunarákvæði í samningi franska heimsmeistarans og greiða fyrir það 108 milljónir evra.

Cerenzo sagði að hann vissi lítið hvar mál Griezmann væru stödd.

„Sannleikurinn er sá að ég veit það ekki. En ef það er sem þið segið, að hann sé búinn að semja, þá verða afleiðingar af því,“ sagði Cerenzo.

„Það eru ekki eðlileg vinnubrögð fyrir mér, en ég veit ekki hvort hann er búinn að semja eða ekki og ég veit ekki hvort hann er að fara til Barcelona eða ekki.“

Í júní sagði forseti Barcelona, Josep Maria Bartomeu, að félagið hefði ekki gert tilboð í Griezmann.


Tengdar fréttir

Gætu skipt á Griezmann og Cavani

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð franska sóknarmannsins Antoine Griezmann en það eina sem virðist vera alveg ljóst er að hann mun yfirgefa Atletico Madrid í sumar.

Griezmann fer frá Atletico í sumar

Antoine Griezmann mun ekki klæðast treyju Atletico Madrid á næsta tímabili en hann ætlar að yfirgefa félagið í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×