Meniga opnar skrifstofur á Spáni og Singapúr Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júlí 2019 10:33 Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga. Fréttablaðið/SAJ Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hefur opnað skrifstofur í Singapúr og Barcelona. Þeim er ætlað að anna aukinni eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækisins í Suðaustur-Asíu og Suður-Evrópu. Meniga er í dag með skrifstofur í Reykjavík, Stokkhólmi, Helsinki, Varsjá og Lundúnum. Í tilkynningu frá Meniga er haft eftir Georgi Lúðvíkssyni, forstjóra og einum stofnenda Meniga, að mikil eftirspurn sé eftir þjónustu fyrirtækisins þar sem bankar um allan heim vilji gera notendaupplifun sína persónulegri. „Bankar og önnur fjármálafyrirtæki eru í síauknum mæli að nýta gögn á skynsamlegan hátt til að bjóða viðskiptavinum sínum mun betri þjónustu í gegnum netbanka og snjallsímaapp. Lausnir Meniga gegna þar mikilvægu hlutverki.”Kanika Mittal.Kanika Mittal, sem mun leiða sölustarf Meniga í Singapore, tekur í sama streng í tilkynningunni. Það sé mikil eftirspurn í Asíu eftir bankaþjónustu sem geti keppt við notendaupplifun leiðandi snjallsímaforrita svo sem Alipay og WeChat. „Viðskiptavinir vilja bankaþjónustu sem skilur þarfir þeirra og einfaldar þeim lífið. Ný skrifstofa Meniga undirstrikar þá trú sem fyrirtækið hefur á Singapore sem miðstöð fjártækni í Asíu. Við hlökkum til að byggja upp sterkt teymi í Asíu sem mun leika lykilhlutverk í starfsemi Meniga,“ segir Mittal. Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfsmenn í dag um 160. Hugbúnaður Meniga hefur verið innleiddur hjá yfir 70 fjármálastofnunum og er hann aðgengilegur yfir 65 milljónum manna í 30 löndum. Meðal viðskiptavina Meniga eru stórir alþjóðlegir bankar, þeirra á meðal Unicredit, Swedbank, BPCE, Santander, Commerzbank, ING Direct og Intesa Sanpaolo. Íslenskir bankar Singapúr Spánn Tækni Tengdar fréttir Meniga kaupir sænskt félag Forstjóri Meniga segir að við kaupin á Wrapp verði fyrirtækið stærst á sviði endurgreiðslutilboða á Norðurlöndunum. Saman geti þau vaxið hraðar en í sitt hvoru lagi. Nordea bætist við í hluthafahóp í Meniga. 10. janúar 2019 07:00 Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Meniga velti 1,8 milljörðum króna Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga velti 12,6 milljónum evra, jafnvirði um 1.770 milljóna króna, á síðasta rekstrarári frá apríl í fyrra til mars síðastliðins. 21. nóvember 2018 09:30 Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin. 16. nóvember 2018 14:45 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hefur opnað skrifstofur í Singapúr og Barcelona. Þeim er ætlað að anna aukinni eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækisins í Suðaustur-Asíu og Suður-Evrópu. Meniga er í dag með skrifstofur í Reykjavík, Stokkhólmi, Helsinki, Varsjá og Lundúnum. Í tilkynningu frá Meniga er haft eftir Georgi Lúðvíkssyni, forstjóra og einum stofnenda Meniga, að mikil eftirspurn sé eftir þjónustu fyrirtækisins þar sem bankar um allan heim vilji gera notendaupplifun sína persónulegri. „Bankar og önnur fjármálafyrirtæki eru í síauknum mæli að nýta gögn á skynsamlegan hátt til að bjóða viðskiptavinum sínum mun betri þjónustu í gegnum netbanka og snjallsímaapp. Lausnir Meniga gegna þar mikilvægu hlutverki.”Kanika Mittal.Kanika Mittal, sem mun leiða sölustarf Meniga í Singapore, tekur í sama streng í tilkynningunni. Það sé mikil eftirspurn í Asíu eftir bankaþjónustu sem geti keppt við notendaupplifun leiðandi snjallsímaforrita svo sem Alipay og WeChat. „Viðskiptavinir vilja bankaþjónustu sem skilur þarfir þeirra og einfaldar þeim lífið. Ný skrifstofa Meniga undirstrikar þá trú sem fyrirtækið hefur á Singapore sem miðstöð fjártækni í Asíu. Við hlökkum til að byggja upp sterkt teymi í Asíu sem mun leika lykilhlutverk í starfsemi Meniga,“ segir Mittal. Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfsmenn í dag um 160. Hugbúnaður Meniga hefur verið innleiddur hjá yfir 70 fjármálastofnunum og er hann aðgengilegur yfir 65 milljónum manna í 30 löndum. Meðal viðskiptavina Meniga eru stórir alþjóðlegir bankar, þeirra á meðal Unicredit, Swedbank, BPCE, Santander, Commerzbank, ING Direct og Intesa Sanpaolo.
Íslenskir bankar Singapúr Spánn Tækni Tengdar fréttir Meniga kaupir sænskt félag Forstjóri Meniga segir að við kaupin á Wrapp verði fyrirtækið stærst á sviði endurgreiðslutilboða á Norðurlöndunum. Saman geti þau vaxið hraðar en í sitt hvoru lagi. Nordea bætist við í hluthafahóp í Meniga. 10. janúar 2019 07:00 Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Meniga velti 1,8 milljörðum króna Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga velti 12,6 milljónum evra, jafnvirði um 1.770 milljóna króna, á síðasta rekstrarári frá apríl í fyrra til mars síðastliðins. 21. nóvember 2018 09:30 Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin. 16. nóvember 2018 14:45 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Meniga kaupir sænskt félag Forstjóri Meniga segir að við kaupin á Wrapp verði fyrirtækið stærst á sviði endurgreiðslutilboða á Norðurlöndunum. Saman geti þau vaxið hraðar en í sitt hvoru lagi. Nordea bætist við í hluthafahóp í Meniga. 10. janúar 2019 07:00
Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00
Meniga velti 1,8 milljörðum króna Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga velti 12,6 milljónum evra, jafnvirði um 1.770 milljóna króna, á síðasta rekstrarári frá apríl í fyrra til mars síðastliðins. 21. nóvember 2018 09:30
Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin. 16. nóvember 2018 14:45
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent