Segja að Man. United hafi fundið manninn til að koma í stað Pogba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2019 07:30 Saul Niguez hefur verið frábær á miðju Atletico Madrid síðustu ár. Vísir/Getty Paul Pogba vill fara frá Manchester United og það er bara einn raunhæfur endir á því vandamáli. Manchester United mun að öllum líkindum selja kappann. En hver kemur í staðinn? Spænska blaðið AS slær því upp að Ole Gunnar Solskjær og félagar séu búnir að finna rétta manninn til að leysa franska heimsmeistarann af á miðju liðsins. Ole Gunnar Solskjær þjálfaði Paul Pogba í varaliði Manchester United frá 2009 til 2011 og tókst að kveikja í Frakkanum þegar hann tók við á miðju síðasta tímabili. Þegar leið á tímabilið þá var Pogba hins vegar dottinn í sama pakkann og áður. Það kom lítið út úr hans leik síðustu mánuði tímabilsins og ensku miðlarnir voru duglegir að orða Pogba við Real Madrid.Manchester United 'target Saul Niguez as Paul Pogba replacement' and other #mufc transfer gossip https://t.co/i2GhA1J3LN — Man United News (@ManUtdMEN) July 5, 2019Talsvert hefur verið skrifað um Portúgalann Bruno Fernandes og möguleg kaup United á honum frá Sporting en þrátt fyrir áhuga enska félagsins á honum þá herma heimildir AS að Solskjær vilji fá annan miðjumann til að fylla í skarð Pogba. Maðurinn til að leysa af Paul Pogba er sagður vera Spánverjinn Saul Niguez hjá Atletico Madrid. Samkvæmt frétt AS hafa fulltrúar Manchester United þegar haft samband við Atletico Madrid um kaup á Saul. Þetta er búið að vera erfitt sumar fyrir Atletico Madrid sem er búið að missa menn eins og þá Diego Godin, Juanfran, Filipe Luís, Lucas Hernandez og nú síðast miðjumanninn Rodri til Manchester City. Þá er búist við því að Antoine Griezmann fari til Barcelona.Saul Niguez as been anointed as Paul Pogba's successor, according to reports in Spain #MUFChttps://t.co/LKAkz4Doukpic.twitter.com/TxUS00uabn — Express Sport (@DExpress_Sport) July 4, 2019Saul Niguez hefur verið lengi í stóru hlutverki hjá Atletico en er samt bara 24 ára gamall. Hann skrifaði undir níu ára samning við Atletico árið 2017 og sá samningur rennur því ekki út fyrr en árið 2026. Umboðsmaður Saul Niguez vill að leikmaðurinn fá launahækkun og það gæti útskýrt að nafn hans sé orðað við Manchester United í spænsku blöðunum. Manchester United gæti keypt um samning Saul á 134,5 milljónir punda en þar sem Diego Simeone vill alls ekki missa hann þurfa væntanlegir kaupendur að borga alla þessa upphæð ætli þeir að fá Saul. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira
Paul Pogba vill fara frá Manchester United og það er bara einn raunhæfur endir á því vandamáli. Manchester United mun að öllum líkindum selja kappann. En hver kemur í staðinn? Spænska blaðið AS slær því upp að Ole Gunnar Solskjær og félagar séu búnir að finna rétta manninn til að leysa franska heimsmeistarann af á miðju liðsins. Ole Gunnar Solskjær þjálfaði Paul Pogba í varaliði Manchester United frá 2009 til 2011 og tókst að kveikja í Frakkanum þegar hann tók við á miðju síðasta tímabili. Þegar leið á tímabilið þá var Pogba hins vegar dottinn í sama pakkann og áður. Það kom lítið út úr hans leik síðustu mánuði tímabilsins og ensku miðlarnir voru duglegir að orða Pogba við Real Madrid.Manchester United 'target Saul Niguez as Paul Pogba replacement' and other #mufc transfer gossip https://t.co/i2GhA1J3LN — Man United News (@ManUtdMEN) July 5, 2019Talsvert hefur verið skrifað um Portúgalann Bruno Fernandes og möguleg kaup United á honum frá Sporting en þrátt fyrir áhuga enska félagsins á honum þá herma heimildir AS að Solskjær vilji fá annan miðjumann til að fylla í skarð Pogba. Maðurinn til að leysa af Paul Pogba er sagður vera Spánverjinn Saul Niguez hjá Atletico Madrid. Samkvæmt frétt AS hafa fulltrúar Manchester United þegar haft samband við Atletico Madrid um kaup á Saul. Þetta er búið að vera erfitt sumar fyrir Atletico Madrid sem er búið að missa menn eins og þá Diego Godin, Juanfran, Filipe Luís, Lucas Hernandez og nú síðast miðjumanninn Rodri til Manchester City. Þá er búist við því að Antoine Griezmann fari til Barcelona.Saul Niguez as been anointed as Paul Pogba's successor, according to reports in Spain #MUFChttps://t.co/LKAkz4Doukpic.twitter.com/TxUS00uabn — Express Sport (@DExpress_Sport) July 4, 2019Saul Niguez hefur verið lengi í stóru hlutverki hjá Atletico en er samt bara 24 ára gamall. Hann skrifaði undir níu ára samning við Atletico árið 2017 og sá samningur rennur því ekki út fyrr en árið 2026. Umboðsmaður Saul Niguez vill að leikmaðurinn fá launahækkun og það gæti útskýrt að nafn hans sé orðað við Manchester United í spænsku blöðunum. Manchester United gæti keypt um samning Saul á 134,5 milljónir punda en þar sem Diego Simeone vill alls ekki missa hann þurfa væntanlegir kaupendur að borga alla þessa upphæð ætli þeir að fá Saul.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira