Auður Inga Einarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála og stafrænnar miðlunar hjá Advania. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Advania.
Auður var áður forstöðumaður notendalausna fyrirtækisins og bar meðal annars ábyrgð á vefverslun Advania, innkaupum á vélbúnaði og þjónustu á sviði notendabúnaðar. Hún hóf störf sem sölustjóri hjá Advania árið 2012. Hún hefur því langa og góða reynslu hjá Advania og hefur gengt fleiri ábyrgðastöðum á þeim tíma.
Þar áður starfaði Auður hjá Vodafone frá árinu 2004, síðast sem rekstrarstjóri verslana fyrirtækisins. Hún er með BS-gráðu í viðskiptafræði og meistaragráðu í forystu og stjórnun. Auður tekur við starfinu af Sesselíu Birgisdóttur og stýrir áframhaldandi uppbyggingu Advania í stafrænu sölu- og markaðsstarfi.

