Verjandi Hreiðars Más: „Það er nóg komið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2019 12:45 Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, og Almar Þór Möller, lögmaður, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/vilhelm Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag í CLN-málinu svokallaða í samræmi við væntingar. „Dómurinn fer í sjálfu sér mjög einfalda og að mínu viti hárrétta leið, það er að segja hann metur það bara hvort það séu einhver merki þess í málinu að þarna hafi verið einhver auðgunarásetningur af hálfu ákærðu og telur réttilega að það hafi ekki verið og af þeirri ástæðu er sýknað,“ segir Hörður Felix. Hann vonar að þetta séu hin endanlegu lok málsins en með dómnum í dag voru ákærðu sýknaðir í annað sinn í málinu. „Fyrst og fremst ánægja og í samræmi við væntingar. Þetta er öðru sinni sem ákærðu eru sýknuð og búið að vísa málinu frá dómi einu sinni að auki þannig að þetta er búið að vera að velkjast um í dómskerfinu í fimm ár,“ segir Hörður Felix spurður út í viðbrögð sín við dómnum. Það sé þó ekki í hans höndum hvort málinu ljúki nú þar sem ákæruvaldið gæti áfrýjað dómnum til Landsréttar. „En ég vona að þetta séu hin endanlegu lok málsins. Það er nóg komið, að minnsta kosti hvað tíma varðar og það álag sem ákærðu hafa þurft að þola í þessu máli. Þetta er orðin tíu ára rannsókn og fimm ára dómsmeðferð. Svo er þetta í þriðja sinni sem dómur fellur á þann veg að ákæruvaldið sé ekki með efni í mál,“ segir Hörður Felix. Þá segist hann jafnframt telja að fólk geri sér ekki almennilega grein fyrir því hvaða álag það er á þá einstaklinga sem eiga í hlut að þurfa að sæta rannsókn sem þessari. Ríkið greitt á sjötta tug milljóna í málskostnað Ákæra í CLN-málinu var gefin út árið 2014 og fyrsti dómur í því féll í héraði í janúar 2016. Þá er þetta ekki eina málið sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, hefur höfðað gegn Hreiðari Má og fleirum fyrrverandi stjórnendum Kaupþings. Alls hefur Hreiðar Már sætt ákæru í fimm málum. Tveimur hefur lokið með dómum Hæstaréttar, einu með dómi Landsréttar þar sem annað mál er jafnframt undir áfrýjun og svo CLN-málið. „Það er nú meginregla í sakamálalögunum að ef það eru mörg atvik til rannsóknar þá er meginreglan sú að það eigi að ákæra í einu lagi til þess að menn eigi ekki að þurfa að þola endurtekna málsmeðferð. Það er ekki gert í þessum hrunmálum og ef ég tek til dæmis umbjóðanda minn þá er hann búinn að sæta ákærum í fimm aðskildum málum og verið samfleytt í slíkum málarekstri í tíu ár. Því miður er því ekki alveg lokið. Þetta er náttúrulega engan veginn boðlegt, ég er búinn að segja það mjög lengi en þetta er staðan,“ segir Hörður Felix. Þá nefnir hann kostnaðinn við málareksturinn. „Til dæmis bara með þetta mál, kostnaður þjóðfélagsins af þessu. Eitt eru hagsmunir þessara einstaklinga og fjölskyldna þeirra og svo er það kostnaður þjóðfélagsins. Þú getur tekið bara málskostnaðurinn sem hefur verið dæmdur í þessu máli einu og sér er hátt á sjötta tug milljóna og þá eru ótaldar allar þær fjárhæðir sem hafa farið í rannsóknina sjálfa.“ Dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál CLN-málið Tengdar fréttir Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30 Hreiðar, Magnús og Sigurður sýknaðir í CLN-málinu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 4. júlí 2019 11:30 Máli Kaupþingstoppa vísað frá vegna ófullnægjandi rannsóknar Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í hádeginu frá dómi máli þriggja fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi. Um er að ræða svokallað CLN-mál en Hæstiréttur ómerkti í október í fyrra sýknudóm í málinu. 11. september 2018 14:50 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag í CLN-málinu svokallaða í samræmi við væntingar. „Dómurinn fer í sjálfu sér mjög einfalda og að mínu viti hárrétta leið, það er að segja hann metur það bara hvort það séu einhver merki þess í málinu að þarna hafi verið einhver auðgunarásetningur af hálfu ákærðu og telur réttilega að það hafi ekki verið og af þeirri ástæðu er sýknað,“ segir Hörður Felix. Hann vonar að þetta séu hin endanlegu lok málsins en með dómnum í dag voru ákærðu sýknaðir í annað sinn í málinu. „Fyrst og fremst ánægja og í samræmi við væntingar. Þetta er öðru sinni sem ákærðu eru sýknuð og búið að vísa málinu frá dómi einu sinni að auki þannig að þetta er búið að vera að velkjast um í dómskerfinu í fimm ár,“ segir Hörður Felix spurður út í viðbrögð sín við dómnum. Það sé þó ekki í hans höndum hvort málinu ljúki nú þar sem ákæruvaldið gæti áfrýjað dómnum til Landsréttar. „En ég vona að þetta séu hin endanlegu lok málsins. Það er nóg komið, að minnsta kosti hvað tíma varðar og það álag sem ákærðu hafa þurft að þola í þessu máli. Þetta er orðin tíu ára rannsókn og fimm ára dómsmeðferð. Svo er þetta í þriðja sinni sem dómur fellur á þann veg að ákæruvaldið sé ekki með efni í mál,“ segir Hörður Felix. Þá segist hann jafnframt telja að fólk geri sér ekki almennilega grein fyrir því hvaða álag það er á þá einstaklinga sem eiga í hlut að þurfa að sæta rannsókn sem þessari. Ríkið greitt á sjötta tug milljóna í málskostnað Ákæra í CLN-málinu var gefin út árið 2014 og fyrsti dómur í því féll í héraði í janúar 2016. Þá er þetta ekki eina málið sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, hefur höfðað gegn Hreiðari Má og fleirum fyrrverandi stjórnendum Kaupþings. Alls hefur Hreiðar Már sætt ákæru í fimm málum. Tveimur hefur lokið með dómum Hæstaréttar, einu með dómi Landsréttar þar sem annað mál er jafnframt undir áfrýjun og svo CLN-málið. „Það er nú meginregla í sakamálalögunum að ef það eru mörg atvik til rannsóknar þá er meginreglan sú að það eigi að ákæra í einu lagi til þess að menn eigi ekki að þurfa að þola endurtekna málsmeðferð. Það er ekki gert í þessum hrunmálum og ef ég tek til dæmis umbjóðanda minn þá er hann búinn að sæta ákærum í fimm aðskildum málum og verið samfleytt í slíkum málarekstri í tíu ár. Því miður er því ekki alveg lokið. Þetta er náttúrulega engan veginn boðlegt, ég er búinn að segja það mjög lengi en þetta er staðan,“ segir Hörður Felix. Þá nefnir hann kostnaðinn við málareksturinn. „Til dæmis bara með þetta mál, kostnaður þjóðfélagsins af þessu. Eitt eru hagsmunir þessara einstaklinga og fjölskyldna þeirra og svo er það kostnaður þjóðfélagsins. Þú getur tekið bara málskostnaðurinn sem hefur verið dæmdur í þessu máli einu og sér er hátt á sjötta tug milljóna og þá eru ótaldar allar þær fjárhæðir sem hafa farið í rannsóknina sjálfa.“ Dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál CLN-málið Tengdar fréttir Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30 Hreiðar, Magnús og Sigurður sýknaðir í CLN-málinu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 4. júlí 2019 11:30 Máli Kaupþingstoppa vísað frá vegna ófullnægjandi rannsóknar Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í hádeginu frá dómi máli þriggja fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi. Um er að ræða svokallað CLN-mál en Hæstiréttur ómerkti í október í fyrra sýknudóm í málinu. 11. september 2018 14:50 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30
Hreiðar, Magnús og Sigurður sýknaðir í CLN-málinu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 4. júlí 2019 11:30
Máli Kaupþingstoppa vísað frá vegna ófullnægjandi rannsóknar Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í hádeginu frá dómi máli þriggja fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi. Um er að ræða svokallað CLN-mál en Hæstiréttur ómerkti í október í fyrra sýknudóm í málinu. 11. september 2018 14:50