Krefjast endurupptöku í máli afgönsku feðganna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júlí 2019 14:40 Asadullah Sarwari ásamt sonum sínum. Vísir/BaldurHrafnkell Magnús Davíð Norðdahl, lögfræðingur, hefur farið fram á endurupptöku máls Sawari feðganna. En fyrir hönd Asadulla Sawari og sona hans Said Mahdi Sarwari og Said Ali Akbar Sarwari er farið fram á að ákvörðun Útlendingastofnunar verði felld úr gildi í ljósi breyttra aðstæðna. Til vara er krafist að nefndin samþykki frestun réttaráhrifa þannig að fjölskyldan geti dvalið hér á landi á meðan dómstólar komast að endanlegri niðurstöðu. Asadulla Sawari sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að það væri óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun til Grikklands sem átti að fara fram síðastliðinn sunnudag var frestað vegna andlegs ástands tíu ára drengsins. Asadulla segir ekkert nema götuna bíða fjölskyldunnar. Krafa um endurupptöku er reist á þeim grundvelli að aðstæður hafa verulega breyst frá því ákvörðun var tekin. Nú liggur fyrir mat geðlæknis og hjúkrunarfræðings á BUGL að Said Mahdi Sarwari sé ekki í ástandi til að fara í flug vegna vanlíðan og mikils kvíða samkvæmt bráðamóttökuskrá sem undirrituð er af Þóru Kristinsdóttur, lækni, og Ólafi Heiðari Þorvaldssyni, sérfræðilæknis.Mat sérfræðinga að drengurinn glími við kvíða og depurð Í endurupptökubeiðni segir: „Gögn málsins benda til þess að umbjóðandi minn glími við alvarleg einkenni kvíða og depurðar auk einhverra áfallaeinkenna. Þá var það mat ofangreindra lækna að umbjóðandi minn uppfylli greiningarskilmerki fyrir „depressive episode“. Þá segir einnig að íslenskum stjórnvöldum beri að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur lögfest. Það væri andstætt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum ef sú afstaða yrði tekin að kanna ekki frekar mat sérfræðilækna á barna- og unglingageðdeild BUGL á heilsu drengsins. Yrði óvarlegt að rjúfa læknismeðferð „Áréttað er ofangreind bráðamóttökuskrá þess efnis að fyrirhuguð brottvísun muni valda umbjóðanda mínum, Said Mahdi Sarwari, sálrænum skaða eins og er,“ segir í beiðninni. Þessar upplýsingar hafi ekki legið fyrir á fyrri stigum en ástand barnsins var það alvarlegt að stoðdeild lögreglunnar treysti sér ekki til að framkvæma þá brottvísun sem fyrirhuguð var í vikunni. „Stoðdeild stendur oft frammi fyrir því að flytja aðila í slæmu andlegu ástandi úr landi en það að brottvísun hafi verið frestað segir sitt um alvarleika þessa máls og þeirra veikinda sem Said Mahdi Sarwari er að glíma við. Þá verður einnig að ítreka það sem fram kemur í bráðamóttökuskránni að frekari meðferð er fyrirhuguð hjá sérfræðingum á barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Óvarlegt væri að rjúfa þá meðferð sem hafin er enda væri það andstætt hagsmunum barnsins.“ Afganistan Hælisleitendur Tengdar fréttir Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Áhyggjuefni að börn séu send til landa þar sem þau eru ekki örugg Hjálparsamtökin UNICEF á Íslandi skora á stjórnvöld að endurskoða móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Áskorunin er birt eftir að brottvísun afgansks drengs til Grikklands var frestað að beiðni geðlæknis vegna mikils kvíða drengsins. 2. júlí 2019 12:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Magnús Davíð Norðdahl, lögfræðingur, hefur farið fram á endurupptöku máls Sawari feðganna. En fyrir hönd Asadulla Sawari og sona hans Said Mahdi Sarwari og Said Ali Akbar Sarwari er farið fram á að ákvörðun Útlendingastofnunar verði felld úr gildi í ljósi breyttra aðstæðna. Til vara er krafist að nefndin samþykki frestun réttaráhrifa þannig að fjölskyldan geti dvalið hér á landi á meðan dómstólar komast að endanlegri niðurstöðu. Asadulla Sawari sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að það væri óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun til Grikklands sem átti að fara fram síðastliðinn sunnudag var frestað vegna andlegs ástands tíu ára drengsins. Asadulla segir ekkert nema götuna bíða fjölskyldunnar. Krafa um endurupptöku er reist á þeim grundvelli að aðstæður hafa verulega breyst frá því ákvörðun var tekin. Nú liggur fyrir mat geðlæknis og hjúkrunarfræðings á BUGL að Said Mahdi Sarwari sé ekki í ástandi til að fara í flug vegna vanlíðan og mikils kvíða samkvæmt bráðamóttökuskrá sem undirrituð er af Þóru Kristinsdóttur, lækni, og Ólafi Heiðari Þorvaldssyni, sérfræðilæknis.Mat sérfræðinga að drengurinn glími við kvíða og depurð Í endurupptökubeiðni segir: „Gögn málsins benda til þess að umbjóðandi minn glími við alvarleg einkenni kvíða og depurðar auk einhverra áfallaeinkenna. Þá var það mat ofangreindra lækna að umbjóðandi minn uppfylli greiningarskilmerki fyrir „depressive episode“. Þá segir einnig að íslenskum stjórnvöldum beri að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur lögfest. Það væri andstætt lögum og alþjóðlegum skuldbindingum ef sú afstaða yrði tekin að kanna ekki frekar mat sérfræðilækna á barna- og unglingageðdeild BUGL á heilsu drengsins. Yrði óvarlegt að rjúfa læknismeðferð „Áréttað er ofangreind bráðamóttökuskrá þess efnis að fyrirhuguð brottvísun muni valda umbjóðanda mínum, Said Mahdi Sarwari, sálrænum skaða eins og er,“ segir í beiðninni. Þessar upplýsingar hafi ekki legið fyrir á fyrri stigum en ástand barnsins var það alvarlegt að stoðdeild lögreglunnar treysti sér ekki til að framkvæma þá brottvísun sem fyrirhuguð var í vikunni. „Stoðdeild stendur oft frammi fyrir því að flytja aðila í slæmu andlegu ástandi úr landi en það að brottvísun hafi verið frestað segir sitt um alvarleika þessa máls og þeirra veikinda sem Said Mahdi Sarwari er að glíma við. Þá verður einnig að ítreka það sem fram kemur í bráðamóttökuskránni að frekari meðferð er fyrirhuguð hjá sérfræðingum á barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Óvarlegt væri að rjúfa þá meðferð sem hafin er enda væri það andstætt hagsmunum barnsins.“
Afganistan Hælisleitendur Tengdar fréttir Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Áhyggjuefni að börn séu send til landa þar sem þau eru ekki örugg Hjálparsamtökin UNICEF á Íslandi skora á stjórnvöld að endurskoða móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Áskorunin er birt eftir að brottvísun afgansks drengs til Grikklands var frestað að beiðni geðlæknis vegna mikils kvíða drengsins. 2. júlí 2019 12:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30
„Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30
Áhyggjuefni að börn séu send til landa þar sem þau eru ekki örugg Hjálparsamtökin UNICEF á Íslandi skora á stjórnvöld að endurskoða móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Áskorunin er birt eftir að brottvísun afgansks drengs til Grikklands var frestað að beiðni geðlæknis vegna mikils kvíða drengsins. 2. júlí 2019 12:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent