Prinsessan af Dúbaí sögð á flótta í Bretlandi og óttast um líf sitt Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 10:43 Maktoum (í gulu) og Haya prinsessa saman árið 2016. Vísir/EPA Haya Bint al-Hussein, prinsessa af Dúbaí, og eiginkona Mohammed al-Maktoum, leiðtoga furstadæmisins, er sögð í felum í London af ótta um líf sitt. Hún á að hafa flúið eiginmann sinn. Maktoum sem er varaforseti og forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hefur undanfarið birt ljóð á samfélagsmiðlum um ónefnda konu sem hann sakar um „launráð og svik“. Upphaflega flúði Haya prinsessa til Þýskalands þar sem hún leitaði hælis fyrr á þessu ári. Nú segir breska ríkisútvarpið BBC að hún búi í glæsiíbúð í Kensington-hallargörðunum í miðborg London. Hún búi sig nú undir að standa í málaferlum fyrir breskum dómstólum. Þau sjeik Maktoum hafa verið gift frá árinu 2004. Haya er sjötta og yngsta kona hans en leiðtoginn er sagður eiga 23 börn með eiginkonum sínum. Hann er 69 ára gamall en Haya 45 ára. Haya er fædd í Jórdaníu og er hálfsystir Abdullah Jórdaníukonungs. Ástæðan fyrir því að Haya er talin hafa flúið Dúbaí er sögð sú að hún hafi komist að nýjum upplýsingum um það þegar Latifa, dóttir Maktoum, reyndi að komast úr furstadæminu í fyrra en sneri aftur heim. Fatifa flúði Dúbaí sjóleiðina en var stöðvuð af vopnuðum mönnum undan ströndum Indlands og var snúið heim. Yfirvöld í Dúbaí sögðu þá að Latifa hafi verið auðveld bráð fyrir einhverja sem vildu notfæra sér hana og að hún væri nú örugg heima hjá sér. Mannréttindasamtök fullyrða aftur á móti að Latifu hafi verið rænt gegn vilja sínum. Á sínum tíma kom Haya prinsessa stjórnvöldum í Dúbaí til varnar vegna máls Latifu. Eftir að hún komst að nýju upplýsingum um hvarf hennar hafi hún mætt vaxandi óvild og þrýstingi frá nærfjölskyldu Maktoum. Þegar hún var farin að óttast um líf sitt hafi hún flúið landið. Er prinsessan nú sögð óttast að henni verði einnig rænt og komið aftur til Dúbaí. Bretland Kóngafólk Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Haya Bint al-Hussein, prinsessa af Dúbaí, og eiginkona Mohammed al-Maktoum, leiðtoga furstadæmisins, er sögð í felum í London af ótta um líf sitt. Hún á að hafa flúið eiginmann sinn. Maktoum sem er varaforseti og forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hefur undanfarið birt ljóð á samfélagsmiðlum um ónefnda konu sem hann sakar um „launráð og svik“. Upphaflega flúði Haya prinsessa til Þýskalands þar sem hún leitaði hælis fyrr á þessu ári. Nú segir breska ríkisútvarpið BBC að hún búi í glæsiíbúð í Kensington-hallargörðunum í miðborg London. Hún búi sig nú undir að standa í málaferlum fyrir breskum dómstólum. Þau sjeik Maktoum hafa verið gift frá árinu 2004. Haya er sjötta og yngsta kona hans en leiðtoginn er sagður eiga 23 börn með eiginkonum sínum. Hann er 69 ára gamall en Haya 45 ára. Haya er fædd í Jórdaníu og er hálfsystir Abdullah Jórdaníukonungs. Ástæðan fyrir því að Haya er talin hafa flúið Dúbaí er sögð sú að hún hafi komist að nýjum upplýsingum um það þegar Latifa, dóttir Maktoum, reyndi að komast úr furstadæminu í fyrra en sneri aftur heim. Fatifa flúði Dúbaí sjóleiðina en var stöðvuð af vopnuðum mönnum undan ströndum Indlands og var snúið heim. Yfirvöld í Dúbaí sögðu þá að Latifa hafi verið auðveld bráð fyrir einhverja sem vildu notfæra sér hana og að hún væri nú örugg heima hjá sér. Mannréttindasamtök fullyrða aftur á móti að Latifu hafi verið rænt gegn vilja sínum. Á sínum tíma kom Haya prinsessa stjórnvöldum í Dúbaí til varnar vegna máls Latifu. Eftir að hún komst að nýju upplýsingum um hvarf hennar hafi hún mætt vaxandi óvild og þrýstingi frá nærfjölskyldu Maktoum. Þegar hún var farin að óttast um líf sitt hafi hún flúið landið. Er prinsessan nú sögð óttast að henni verði einnig rænt og komið aftur til Dúbaí.
Bretland Kóngafólk Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira