Real Madrid vill að Gareth Bale verði hluti af kaupunum á Paul Pogba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 08:30 Gareth Bale og Paul Pogba. Mynd/Samsett/Getty Paul Pogba hefur lengi verið orðaður við spænska stórliðið Real Madrid en nú berast fréttir frá Spáni að Gareth Bale verði að fylgja með í kapunum. Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, vill að félagið kaupi Paul Pogba frá Manchester United. Hann vill líka losna við Gareth Bale. Franski knattspyrnustjórann dreymir því um að slá tvær flugur í einu höggi. Manchester United vill hins vegar ekki selja Pogba fyrir minna en 150 milljónir punda og það þykir Real Madrid allt of mikið. Lausnin hjá Real Madrid er að bjóða Gareth Bale í kaupbæti samkvæmt heimildum Marca á Spáni. Real Madrid are 'eager to include' Gareth Bale in a potential deal for Manchester United's Paul Pogba, according to reports. Gossip: https://t.co/YrAYvx7STM#MUFC#RMLigapic.twitter.com/W8grFfaLLY — BBC Sport (@BBCSport) July 3, 2019Gareth Bale hefur verið orðaður við Manchester United en lítið hefur samt heyrst af því að undanförnu. Það leit út fyrir að United væri búið að missa áhugann á velska landsliðsmanninum. Það er hins vegar staðreynd málsins að Zinedine Zidane er ekki með pláss fyrir Gareth Bale í sínu liði og það stefnir því í ískaldan og langan vetur fyrir Bale losni hann ekki frá Real Madrid. Gareth Bale er með risasamning við Real Madrid og sá hinn sami rennur ekki út fyrr en árið 2022. Bale kom til Real Madrid árið 2013 en skrifaði undir núverandi samning árið 2016. Það er pottþétt að Bale er ekki að fara að taka á sig launalækkun og situr frekar bara á bekknum hjá Real Madrid.#LoMásComentado Pogba vuelve a Mánchester: el Real Madrid quiere meter a Bale en la operación https://t.co/1pmkF7F452 — MARCA (@marca) July 3, 2019Gareth Bale var eitt sinn talinn vera einn af bestu knattspyrnumönnum heims en meiðsli og óvissa hafa séð til þess að hann er ekki í þeim hópi eins og er. Bale er engu að síður mjög öflugur knattspyrnumaður og enn bara 29 ára gamall. Paul Pogba er sagður vilja ólmur komast til Real Madrid í sumar og umboðsmaður hans Mino Raiola hefur tvisvar mætt til Manchester til að reyna að pressa á sölu. Eftir titillaust og vandræðalegt tímabil er engu sparað til á Santiago Bernabeu við að búa til nýtt framtíðarlið hjá Real Madrid. Real Madrid hefur þegar eytt 344 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar og sú tala fer langt yfir 400 milljónirnar ætli menn að bæta Pogba við. Donny van de Beek hjá Ajax er aftur á móti einn af þeim leikmönnum sem Real gæti fengið ef kaupin á Paul Pogba ganga ekki upp. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira
Paul Pogba hefur lengi verið orðaður við spænska stórliðið Real Madrid en nú berast fréttir frá Spáni að Gareth Bale verði að fylgja með í kapunum. Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, vill að félagið kaupi Paul Pogba frá Manchester United. Hann vill líka losna við Gareth Bale. Franski knattspyrnustjórann dreymir því um að slá tvær flugur í einu höggi. Manchester United vill hins vegar ekki selja Pogba fyrir minna en 150 milljónir punda og það þykir Real Madrid allt of mikið. Lausnin hjá Real Madrid er að bjóða Gareth Bale í kaupbæti samkvæmt heimildum Marca á Spáni. Real Madrid are 'eager to include' Gareth Bale in a potential deal for Manchester United's Paul Pogba, according to reports. Gossip: https://t.co/YrAYvx7STM#MUFC#RMLigapic.twitter.com/W8grFfaLLY — BBC Sport (@BBCSport) July 3, 2019Gareth Bale hefur verið orðaður við Manchester United en lítið hefur samt heyrst af því að undanförnu. Það leit út fyrir að United væri búið að missa áhugann á velska landsliðsmanninum. Það er hins vegar staðreynd málsins að Zinedine Zidane er ekki með pláss fyrir Gareth Bale í sínu liði og það stefnir því í ískaldan og langan vetur fyrir Bale losni hann ekki frá Real Madrid. Gareth Bale er með risasamning við Real Madrid og sá hinn sami rennur ekki út fyrr en árið 2022. Bale kom til Real Madrid árið 2013 en skrifaði undir núverandi samning árið 2016. Það er pottþétt að Bale er ekki að fara að taka á sig launalækkun og situr frekar bara á bekknum hjá Real Madrid.#LoMásComentado Pogba vuelve a Mánchester: el Real Madrid quiere meter a Bale en la operación https://t.co/1pmkF7F452 — MARCA (@marca) July 3, 2019Gareth Bale var eitt sinn talinn vera einn af bestu knattspyrnumönnum heims en meiðsli og óvissa hafa séð til þess að hann er ekki í þeim hópi eins og er. Bale er engu að síður mjög öflugur knattspyrnumaður og enn bara 29 ára gamall. Paul Pogba er sagður vilja ólmur komast til Real Madrid í sumar og umboðsmaður hans Mino Raiola hefur tvisvar mætt til Manchester til að reyna að pressa á sölu. Eftir titillaust og vandræðalegt tímabil er engu sparað til á Santiago Bernabeu við að búa til nýtt framtíðarlið hjá Real Madrid. Real Madrid hefur þegar eytt 344 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar og sú tala fer langt yfir 400 milljónirnar ætli menn að bæta Pogba við. Donny van de Beek hjá Ajax er aftur á móti einn af þeim leikmönnum sem Real gæti fengið ef kaupin á Paul Pogba ganga ekki upp.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira