Vonaðist eftir kraftaverki eða að þetta væri bara slæmur draumur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 09:30 Florijana Ismaili, hér í treyju númer sautján, lék 33 landsleiki fyrir Sviss. EPA/PETER SCHNEIDER Lík knattspyrnukonunnar Florijana Ismaili fannst í Como-vatni á Ítalíu í gær eftir að hafa verið saknað síðan á laugardaginn. Florijana Ismaili var svissnesk landsliðskona og fyrirliði kvennaliðs BSC Young Boys. Hún var aðeins 24 ára gömul. Ismaili hafði stungið sér til sunds af báti á Como vatni en birtist aldrei aftur. Lík hennar fannst síðan loksins á 204 metra dýpi þremur dögum síðar.Florijana Ismaili: Tributes paid after body of missing Swiss player is found https://t.co/eB1DAyMBMb — BBC News (UK) (@BBCNews) July 3, 2019Fólk innan knattspyrnuheimsins, bæði í Sviss og annars staðar, hafa minnst Florijönu eftir að fréttist af örlögum hennar. „Ég er mjög leiður og í miklu áfalli. Það er erfitt að sætta sig við það að Flori sé farin frá okkur,“ sagði Nils Nielsen, þjálfari svissneska landsliðsins. Florijana Ismaili lék 33 leiki með svissneska landsliðinu en fyrsti landsleikur hennar var árið 2014. „Hún var alltaf brosandi og heillaði okkur með sínu glaðlega fasi. Hún var ein þeirra sem tók hverri áskorun og var sterk fyrirmynd. Ég get bara ímyndaði mér hversu erfitt þetta er fyrir þá sem þekktu Flori lengur og betur en ég. Hugur minn er hjá þeim á þessum erfiðu tímum,“ sagði Nielsen. Xherdan Shaqiri, framherji Liverpool og svissneska landsliðsins, var líka einn af þeim sem tjáði sig um Florijönu og sagðist vera í miklu áfalli eins og sjá má hér fyrir neðan.Ich bin tief geschockt über den Tod von Florijana Ismaili. Meine Familie und ich, möchten der Familie Ismaili und den Nahstehenden unser Beileid aussprechen. pic.twitter.com/Dc27r4MnRo — Xherdan Shaqiri (@XS_11official) July 2, 2019 Lia Walti var liðsfélagi Florijönu Ismaili hjá svissneska landsliðinu en Walti spilar með Arsenal. „Fram á síðustu stundu þá vonaðist ég eftir kraftaverki eða að þetta væri bara slæmur draumur. Þessar fréttir hafa mikil áhrif á mig og ég á erfitt með að finna réttu orðin. Ég vona bara að Flori hafi ekki þjáðst mikið,“ sagði Lia Walti. Við erum öll ótrúlega sorgmædd og í miklu sjokki. Það er óhugsandi að Flori sé ekki lengur með okkur,“ sagði Lara Dickenmann sem spilaði líka með Florijönu Ismaili hjá svissneska landsliðinu. Gianni Infantino, forseti FIFA, var líka einn þeirra sem tjáði sig um fráfall svissnesku landsliðskonunnar. „Þetta er mjög sorgleg stund fyrir allan fótboltaheiminn og ekki síst þegar við erum samankomin á HM kvenna,“ skrifaði Gianni Infantino.FIFA President Gianni Infantino has expressed his deepest condolences at the passing of Swiss international Florijana Ismaili. "This is an extremely sad moment for all the football community, particularly at a time when we gather at the FIFA Women’s World Cup. 1/2 pic.twitter.com/LsZsGATrHU — FIFA Media (@fifamedia) July 2, 2019 Fótbolti Sviss Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Lík knattspyrnukonunnar Florijana Ismaili fannst í Como-vatni á Ítalíu í gær eftir að hafa verið saknað síðan á laugardaginn. Florijana Ismaili var svissnesk landsliðskona og fyrirliði kvennaliðs BSC Young Boys. Hún var aðeins 24 ára gömul. Ismaili hafði stungið sér til sunds af báti á Como vatni en birtist aldrei aftur. Lík hennar fannst síðan loksins á 204 metra dýpi þremur dögum síðar.Florijana Ismaili: Tributes paid after body of missing Swiss player is found https://t.co/eB1DAyMBMb — BBC News (UK) (@BBCNews) July 3, 2019Fólk innan knattspyrnuheimsins, bæði í Sviss og annars staðar, hafa minnst Florijönu eftir að fréttist af örlögum hennar. „Ég er mjög leiður og í miklu áfalli. Það er erfitt að sætta sig við það að Flori sé farin frá okkur,“ sagði Nils Nielsen, þjálfari svissneska landsliðsins. Florijana Ismaili lék 33 leiki með svissneska landsliðinu en fyrsti landsleikur hennar var árið 2014. „Hún var alltaf brosandi og heillaði okkur með sínu glaðlega fasi. Hún var ein þeirra sem tók hverri áskorun og var sterk fyrirmynd. Ég get bara ímyndaði mér hversu erfitt þetta er fyrir þá sem þekktu Flori lengur og betur en ég. Hugur minn er hjá þeim á þessum erfiðu tímum,“ sagði Nielsen. Xherdan Shaqiri, framherji Liverpool og svissneska landsliðsins, var líka einn af þeim sem tjáði sig um Florijönu og sagðist vera í miklu áfalli eins og sjá má hér fyrir neðan.Ich bin tief geschockt über den Tod von Florijana Ismaili. Meine Familie und ich, möchten der Familie Ismaili und den Nahstehenden unser Beileid aussprechen. pic.twitter.com/Dc27r4MnRo — Xherdan Shaqiri (@XS_11official) July 2, 2019 Lia Walti var liðsfélagi Florijönu Ismaili hjá svissneska landsliðinu en Walti spilar með Arsenal. „Fram á síðustu stundu þá vonaðist ég eftir kraftaverki eða að þetta væri bara slæmur draumur. Þessar fréttir hafa mikil áhrif á mig og ég á erfitt með að finna réttu orðin. Ég vona bara að Flori hafi ekki þjáðst mikið,“ sagði Lia Walti. Við erum öll ótrúlega sorgmædd og í miklu sjokki. Það er óhugsandi að Flori sé ekki lengur með okkur,“ sagði Lara Dickenmann sem spilaði líka með Florijönu Ismaili hjá svissneska landsliðinu. Gianni Infantino, forseti FIFA, var líka einn þeirra sem tjáði sig um fráfall svissnesku landsliðskonunnar. „Þetta er mjög sorgleg stund fyrir allan fótboltaheiminn og ekki síst þegar við erum samankomin á HM kvenna,“ skrifaði Gianni Infantino.FIFA President Gianni Infantino has expressed his deepest condolences at the passing of Swiss international Florijana Ismaili. "This is an extremely sad moment for all the football community, particularly at a time when we gather at the FIFA Women’s World Cup. 1/2 pic.twitter.com/LsZsGATrHU — FIFA Media (@fifamedia) July 2, 2019
Fótbolti Sviss Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira