Golden State samdi við miðherja Sacramento Kings og Lakers-draumur Dudley rættist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 09:00 Jared Dudley er mikil týpa. Getty/Elsa NBA körfuboltaliðin Golden State Warriors og Los Angeles Lakers bættu bæði við leikmönnum í nótt en Lakers bíður ennþá eftir fréttum af Kawhi Leonard. Það gera líka Toronto Raptors og Los Angeles Clippers. Los Angeles Lakers hefur haldið að sér höndum á meðan beðið er eftir því hvað Kawhi Leonard gerir og á meðan hafa fullt af ákjósanlegum kostum fyrir Lakers horfið af markaðnum. Lakers samdi hins vegar við Jared Dudley í nótt en þarf þó aðeins að borga honum 2,6 milljónir dollara fyrir eins árs samning. Dudley vildi ólmur komast að hjá Lakers og er leikmaður sem ætti að passa vel við hlið stórstjórnanna LeBron James, Anthony Davis og kannski Kawhi Leonard. Hann er útsjónarsamur baráttuhundur og fín skytta en var þó aðeins með 4,9 stig ða meðaltali í 59 leikjum með Brooklyn Nets í vetur. Jared Dudley er 33 ára reynslubolti sem hefur spilað með Charlotte Bobcats, Phoenix Suns, Los Angeles Clippers, Milwaukee Bucks, Washington Wizards og Brooklyn Nets á ferlinum.Dudley had a real impact on the Nets young roster a year ago, and really wanted the chance to play for the Lakers. He'll get a chance to impact on a roster that needs veterans capable of contributing in a pressure environment. https://t.co/hemklha12P — Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 2, 2019Willie Cauley-Stein skiptir um lið í NBA-deildinni en fer þó ekki út fyrir Kaliforníu. Bandarískir miðlar sögðu frá því í nótt að þessi 25 ára strákur hafi gert samning við Golden State Warriors. Willie Cauley-Stein er 213 sentímetrar á hæð og mun væntanlega fylla skarð DeMarcus Cousins hjá liðinu. Cauley-Stein var með 11,9 stig og 8,4 fráköst í leik með Sacramento Kings á nýloknu tímabili sem var hans fjórða í deildinni. Cauley-Stein er þó ekki að fá mikinn pening því samkvæmt heimildum Zach Love þá fær hann bara aðeins meira en lágmarkslaunin.Can confirm. Cauley-Stein will sign for something slightly above the minimum salary, a source says. https://t.co/acJryQ5lik — Zach Lowe (@ZachLowe_NBA) July 2, 2019Af öðrum samningum má nefna að þeir Jeff Green og Emmanuel Mudiay sömdu báðir við Utah Jazz. Rodney McGruder gerði þriggja ára samnning við Los Angeles Clippers. Þá gerði Isaiah Thomas eins árs samning við Washington Wizards og Jordan Bell fer frá Golden State til Minnesota Timberwolves. NBA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
NBA körfuboltaliðin Golden State Warriors og Los Angeles Lakers bættu bæði við leikmönnum í nótt en Lakers bíður ennþá eftir fréttum af Kawhi Leonard. Það gera líka Toronto Raptors og Los Angeles Clippers. Los Angeles Lakers hefur haldið að sér höndum á meðan beðið er eftir því hvað Kawhi Leonard gerir og á meðan hafa fullt af ákjósanlegum kostum fyrir Lakers horfið af markaðnum. Lakers samdi hins vegar við Jared Dudley í nótt en þarf þó aðeins að borga honum 2,6 milljónir dollara fyrir eins árs samning. Dudley vildi ólmur komast að hjá Lakers og er leikmaður sem ætti að passa vel við hlið stórstjórnanna LeBron James, Anthony Davis og kannski Kawhi Leonard. Hann er útsjónarsamur baráttuhundur og fín skytta en var þó aðeins með 4,9 stig ða meðaltali í 59 leikjum með Brooklyn Nets í vetur. Jared Dudley er 33 ára reynslubolti sem hefur spilað með Charlotte Bobcats, Phoenix Suns, Los Angeles Clippers, Milwaukee Bucks, Washington Wizards og Brooklyn Nets á ferlinum.Dudley had a real impact on the Nets young roster a year ago, and really wanted the chance to play for the Lakers. He'll get a chance to impact on a roster that needs veterans capable of contributing in a pressure environment. https://t.co/hemklha12P — Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 2, 2019Willie Cauley-Stein skiptir um lið í NBA-deildinni en fer þó ekki út fyrir Kaliforníu. Bandarískir miðlar sögðu frá því í nótt að þessi 25 ára strákur hafi gert samning við Golden State Warriors. Willie Cauley-Stein er 213 sentímetrar á hæð og mun væntanlega fylla skarð DeMarcus Cousins hjá liðinu. Cauley-Stein var með 11,9 stig og 8,4 fráköst í leik með Sacramento Kings á nýloknu tímabili sem var hans fjórða í deildinni. Cauley-Stein er þó ekki að fá mikinn pening því samkvæmt heimildum Zach Love þá fær hann bara aðeins meira en lágmarkslaunin.Can confirm. Cauley-Stein will sign for something slightly above the minimum salary, a source says. https://t.co/acJryQ5lik — Zach Lowe (@ZachLowe_NBA) July 2, 2019Af öðrum samningum má nefna að þeir Jeff Green og Emmanuel Mudiay sömdu báðir við Utah Jazz. Rodney McGruder gerði þriggja ára samnning við Los Angeles Clippers. Þá gerði Isaiah Thomas eins árs samning við Washington Wizards og Jordan Bell fer frá Golden State til Minnesota Timberwolves.
NBA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira