Dalai Lama, trúarlegur leiðtogi Tíbeta hefur beðist afsökunar á umdeildum ummælum sínum um mögulegan kvenkyns arftaka. Ummæli hans voru látin falla í viðtali við breska ríkisútvarpið í síðustu viku, þar sem hann sagði að ef kona myndi í reynd verða næsti aftaki sinn þá þyrfti hún að vera „aðlaðandi.“ Fréttastofa BBC greindi frá þessu.
Í tilkynningu frá skrifstofu leiðtogans kemur fram að honum þyki það afar leitt að orð hans hafi reynst særandi og að hann biðjist innilega afsökunar á þeim. Einnig var það gefið til kynna að um mislukkað grín hafi verið að ræða.
Fram kom í tilkynningunni að Dalai Lama hafi á æviskeiði sínu verið stuðningsmaður kynjajafnréttis og talað gegn hlutgervingu kvenna.
Í viðtalinu við BBC ræddi Dalai Lama meðal annars um Trump Bandaríkjaforseta, flóttafólk og draum hans um að snúa aftur til Tíbet.
Dalai Lama baðst afsökunar á móðgandi ummælum sínum um konur

Tengdar fréttir

Dalai Lama lagður inn á sjúkrahús
Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, var lagður inn á spítala í Nýju Delí í dag vegna sýkingar í brjósti.

Frans páfi neitar að hitta Dalai Lama
Fundarboði tíbetska leiðtogans hafnað „af augljósum ástæðum.“

Gefast ekki upp á baráttu fyrir Tíbet
Enn er barist fyrir frelsi Tíbet þótt dregið hafi verulega úr sýnileika frelsishreyfingarinnar. Verkefnastjóri hjá Free Tibet ræðir við Fréttablaðið og segir aukinn mátt Kínverja hafa þaggað niður í frelsissinnum.