Börn lokuð inni fyrir að grátbiðja um ættingja sína Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júlí 2019 12:39 Fréttastofa AP hefur undir höndum myndband þar sem spænskumælandi stúlka frá Mið-Ameríku lýsir aðstæðum í landamærabúðunum. Vísir/ap Systrum á aldrinum tólf og sex ára var haldið í tæpan hálfan mánuð á landamærastöð í Texas í Bandaríkjunum þar sem þær voru látnar sofa á gólfinu. Fréttastofa AP er með upptöku undir höndum þar sem eldri systirin greinir réttargæslumanni sínum frá því sem gekk á á meðan þær voru í haldi. Stúlkurnar, sem eru frá Mið-Ameríku, eru aðeins tvær af mörg hundruð flóttabarna sem hafa dvalið gegn vilja sínum á landamærastöðinni í Clint nærri El Paso. Börnin höfðu annað hvort verið tekin af ættingjum sínum þegar þau komu yfir landamærin eða eru börn táningamæðra. Eftir að lögfræðingar fengu að heimsækja landamærastöð í bænum Clint í Texas í síðustu viku bárust fréttir af því að börnin hefðu sum dvalið þar í margar vikur. Þau hefðu hvorki aðgang að sápu, hreinum fötum, viðunandi mat né vatni. Börn allt niður í átta ára gömul voru sögð þurfa að gæta ungbarna og ungra bleyjulausra barna þar sem þeim var haldið mörgum saman í rými. Sjá nánar: Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Fréttastofa AP fékk leyfi til þess að birta frásögn stúlkunnar gegn því að gætt yrði nafnleynd og ekki greint frá þjóðerni hennar. Er það gert til þess að vernda stúlkuna sjálfa og til þess að skemma ekki fyrir umsókn hennar um hæli. Taylor Levy, lögfræðingur, sem hefur unnið með fjölskyldu stúlknanna sagði að þær hefðu verið teknar frá frænku þeirra sem kom með þær yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna þann 23. maí. Levy sagði í samtali við fréttastofu AP að móðir stúlknanna hefði flúið ofbeldisfullan föður þeirra fyrir fjórum árum og sótt um hæli í Bandaríkjunum. Stúlkurnar urðu eftir hjá frænku þeirra en þær flúðu líka til Bandaríkjanna þegar faðirinn hóf að hóta ofbeldi.Sjá einnig: Dauði förufólks á landamærum engin nýmæli Í myndbandinu segir eldri systirin frá því – á spænsku – að landamæraverðirnir hefðu komið illa fram við börnin og bannað þeim að leika sér og baða sig. „Sum barnanna, á aldri við systur mína, grátbáðu um móður sína og föður. Þau grátbáðu um frænku sína. Þau söknuðu þeirra,“ segir eldri systirin og bætir við að verðirnir hefðu lokað börn inni fyrir að gráta. Hún segir að börnin hefðu fengið búðing, ávaxtasafa og vefju að borða. Hún hafi þó nær ekkert getað borðað „því þetta var svo bragðvont.“ Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53 Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Feðginin sem drukknuðu í Río Grande lögð til hinstu hvílu Myndin af þeim þar sem þau liggja í Ríó Grande ánni hefur vakið mikla athygli víða um heim. 1. júlí 2019 22:19 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Systrum á aldrinum tólf og sex ára var haldið í tæpan hálfan mánuð á landamærastöð í Texas í Bandaríkjunum þar sem þær voru látnar sofa á gólfinu. Fréttastofa AP er með upptöku undir höndum þar sem eldri systirin greinir réttargæslumanni sínum frá því sem gekk á á meðan þær voru í haldi. Stúlkurnar, sem eru frá Mið-Ameríku, eru aðeins tvær af mörg hundruð flóttabarna sem hafa dvalið gegn vilja sínum á landamærastöðinni í Clint nærri El Paso. Börnin höfðu annað hvort verið tekin af ættingjum sínum þegar þau komu yfir landamærin eða eru börn táningamæðra. Eftir að lögfræðingar fengu að heimsækja landamærastöð í bænum Clint í Texas í síðustu viku bárust fréttir af því að börnin hefðu sum dvalið þar í margar vikur. Þau hefðu hvorki aðgang að sápu, hreinum fötum, viðunandi mat né vatni. Börn allt niður í átta ára gömul voru sögð þurfa að gæta ungbarna og ungra bleyjulausra barna þar sem þeim var haldið mörgum saman í rými. Sjá nánar: Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Fréttastofa AP fékk leyfi til þess að birta frásögn stúlkunnar gegn því að gætt yrði nafnleynd og ekki greint frá þjóðerni hennar. Er það gert til þess að vernda stúlkuna sjálfa og til þess að skemma ekki fyrir umsókn hennar um hæli. Taylor Levy, lögfræðingur, sem hefur unnið með fjölskyldu stúlknanna sagði að þær hefðu verið teknar frá frænku þeirra sem kom með þær yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna þann 23. maí. Levy sagði í samtali við fréttastofu AP að móðir stúlknanna hefði flúið ofbeldisfullan föður þeirra fyrir fjórum árum og sótt um hæli í Bandaríkjunum. Stúlkurnar urðu eftir hjá frænku þeirra en þær flúðu líka til Bandaríkjanna þegar faðirinn hóf að hóta ofbeldi.Sjá einnig: Dauði förufólks á landamærum engin nýmæli Í myndbandinu segir eldri systirin frá því – á spænsku – að landamæraverðirnir hefðu komið illa fram við börnin og bannað þeim að leika sér og baða sig. „Sum barnanna, á aldri við systur mína, grátbáðu um móður sína og föður. Þau grátbáðu um frænku sína. Þau söknuðu þeirra,“ segir eldri systirin og bætir við að verðirnir hefðu lokað börn inni fyrir að gráta. Hún segir að börnin hefðu fengið búðing, ávaxtasafa og vefju að borða. Hún hafi þó nær ekkert getað borðað „því þetta var svo bragðvont.“
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53 Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Feðginin sem drukknuðu í Río Grande lögð til hinstu hvílu Myndin af þeim þar sem þau liggja í Ríó Grande ánni hefur vakið mikla athygli víða um heim. 1. júlí 2019 22:19 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53
Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30
Feðginin sem drukknuðu í Río Grande lögð til hinstu hvílu Myndin af þeim þar sem þau liggja í Ríó Grande ánni hefur vakið mikla athygli víða um heim. 1. júlí 2019 22:19