Börn lokuð inni fyrir að grátbiðja um ættingja sína Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júlí 2019 12:39 Fréttastofa AP hefur undir höndum myndband þar sem spænskumælandi stúlka frá Mið-Ameríku lýsir aðstæðum í landamærabúðunum. Vísir/ap Systrum á aldrinum tólf og sex ára var haldið í tæpan hálfan mánuð á landamærastöð í Texas í Bandaríkjunum þar sem þær voru látnar sofa á gólfinu. Fréttastofa AP er með upptöku undir höndum þar sem eldri systirin greinir réttargæslumanni sínum frá því sem gekk á á meðan þær voru í haldi. Stúlkurnar, sem eru frá Mið-Ameríku, eru aðeins tvær af mörg hundruð flóttabarna sem hafa dvalið gegn vilja sínum á landamærastöðinni í Clint nærri El Paso. Börnin höfðu annað hvort verið tekin af ættingjum sínum þegar þau komu yfir landamærin eða eru börn táningamæðra. Eftir að lögfræðingar fengu að heimsækja landamærastöð í bænum Clint í Texas í síðustu viku bárust fréttir af því að börnin hefðu sum dvalið þar í margar vikur. Þau hefðu hvorki aðgang að sápu, hreinum fötum, viðunandi mat né vatni. Börn allt niður í átta ára gömul voru sögð þurfa að gæta ungbarna og ungra bleyjulausra barna þar sem þeim var haldið mörgum saman í rými. Sjá nánar: Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Fréttastofa AP fékk leyfi til þess að birta frásögn stúlkunnar gegn því að gætt yrði nafnleynd og ekki greint frá þjóðerni hennar. Er það gert til þess að vernda stúlkuna sjálfa og til þess að skemma ekki fyrir umsókn hennar um hæli. Taylor Levy, lögfræðingur, sem hefur unnið með fjölskyldu stúlknanna sagði að þær hefðu verið teknar frá frænku þeirra sem kom með þær yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna þann 23. maí. Levy sagði í samtali við fréttastofu AP að móðir stúlknanna hefði flúið ofbeldisfullan föður þeirra fyrir fjórum árum og sótt um hæli í Bandaríkjunum. Stúlkurnar urðu eftir hjá frænku þeirra en þær flúðu líka til Bandaríkjanna þegar faðirinn hóf að hóta ofbeldi.Sjá einnig: Dauði förufólks á landamærum engin nýmæli Í myndbandinu segir eldri systirin frá því – á spænsku – að landamæraverðirnir hefðu komið illa fram við börnin og bannað þeim að leika sér og baða sig. „Sum barnanna, á aldri við systur mína, grátbáðu um móður sína og föður. Þau grátbáðu um frænku sína. Þau söknuðu þeirra,“ segir eldri systirin og bætir við að verðirnir hefðu lokað börn inni fyrir að gráta. Hún segir að börnin hefðu fengið búðing, ávaxtasafa og vefju að borða. Hún hafi þó nær ekkert getað borðað „því þetta var svo bragðvont.“ Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53 Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Feðginin sem drukknuðu í Río Grande lögð til hinstu hvílu Myndin af þeim þar sem þau liggja í Ríó Grande ánni hefur vakið mikla athygli víða um heim. 1. júlí 2019 22:19 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Systrum á aldrinum tólf og sex ára var haldið í tæpan hálfan mánuð á landamærastöð í Texas í Bandaríkjunum þar sem þær voru látnar sofa á gólfinu. Fréttastofa AP er með upptöku undir höndum þar sem eldri systirin greinir réttargæslumanni sínum frá því sem gekk á á meðan þær voru í haldi. Stúlkurnar, sem eru frá Mið-Ameríku, eru aðeins tvær af mörg hundruð flóttabarna sem hafa dvalið gegn vilja sínum á landamærastöðinni í Clint nærri El Paso. Börnin höfðu annað hvort verið tekin af ættingjum sínum þegar þau komu yfir landamærin eða eru börn táningamæðra. Eftir að lögfræðingar fengu að heimsækja landamærastöð í bænum Clint í Texas í síðustu viku bárust fréttir af því að börnin hefðu sum dvalið þar í margar vikur. Þau hefðu hvorki aðgang að sápu, hreinum fötum, viðunandi mat né vatni. Börn allt niður í átta ára gömul voru sögð þurfa að gæta ungbarna og ungra bleyjulausra barna þar sem þeim var haldið mörgum saman í rými. Sjá nánar: Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Fréttastofa AP fékk leyfi til þess að birta frásögn stúlkunnar gegn því að gætt yrði nafnleynd og ekki greint frá þjóðerni hennar. Er það gert til þess að vernda stúlkuna sjálfa og til þess að skemma ekki fyrir umsókn hennar um hæli. Taylor Levy, lögfræðingur, sem hefur unnið með fjölskyldu stúlknanna sagði að þær hefðu verið teknar frá frænku þeirra sem kom með þær yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna þann 23. maí. Levy sagði í samtali við fréttastofu AP að móðir stúlknanna hefði flúið ofbeldisfullan föður þeirra fyrir fjórum árum og sótt um hæli í Bandaríkjunum. Stúlkurnar urðu eftir hjá frænku þeirra en þær flúðu líka til Bandaríkjanna þegar faðirinn hóf að hóta ofbeldi.Sjá einnig: Dauði förufólks á landamærum engin nýmæli Í myndbandinu segir eldri systirin frá því – á spænsku – að landamæraverðirnir hefðu komið illa fram við börnin og bannað þeim að leika sér og baða sig. „Sum barnanna, á aldri við systur mína, grátbáðu um móður sína og föður. Þau grátbáðu um frænku sína. Þau söknuðu þeirra,“ segir eldri systirin og bætir við að verðirnir hefðu lokað börn inni fyrir að gráta. Hún segir að börnin hefðu fengið búðing, ávaxtasafa og vefju að borða. Hún hafi þó nær ekkert getað borðað „því þetta var svo bragðvont.“
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53 Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Feðginin sem drukknuðu í Río Grande lögð til hinstu hvílu Myndin af þeim þar sem þau liggja í Ríó Grande ánni hefur vakið mikla athygli víða um heim. 1. júlí 2019 22:19 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53
Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30
Feðginin sem drukknuðu í Río Grande lögð til hinstu hvílu Myndin af þeim þar sem þau liggja í Ríó Grande ánni hefur vakið mikla athygli víða um heim. 1. júlí 2019 22:19