Lögreglan í Hong Kong beitti táragasi til að rýma þinghúsið Eiður Þór Árnason skrifar 1. júlí 2019 23:11 Átökin koma í kjölfar mótmæla sem staðið hafa í margar vikur. Vísir/AP Lögreglan í Hong Kong rýmdi þinghúsið eftir að mótmælendur brutu sér leið inn í aðalsal þingsins og unnu skemmdarverk. Óeirðalögregla beitti kylfum og táragasi til að rýma svæðið í kringum bygginguna eftir að hafa varað mótmælendur við. Fréttastofa BBC greindi frá þessu. Í kjölfarið fóru mótmælendur að yfirgefa þinghúsið og voru sumir þeirra dregnir út gegn vilja sínum af öðrum mótmælendum. Innan við klukkutíma síðar sást enginn á götunum í kringum þinghúsið, fyrir utan lögreglulið og fjölmiðlafólk. Ekki hefur enn verið tilkynnt um neinar handtökur lögreglu á mótmælendum. Hundruðir mótmælenda streymdu inn í þinghúsið fyrr í dag og ollu eyðileggingu. Einn mótmælendanna er meðal annars sagður hafa spreyjað svartri málningu á táknmynd Hong Kong í þingsalnum. Annar hafi haldið gamla breska nýlendufánanum á lofti. Rúður voru einnig brotnar. Átökin brutust út í kjölfar friðsamra mótmæla í dag í tilefni af því að tuttugu og tvö ár eru liðin frá því að bresk stjórnvöld skiluðu Hong Kong í hendur Kína. Mótmælin undanfarið hafa beinst að framsalslögum sem hefðu heimilað að Hong Kong-búar væru framseldir til meginlandsins. Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong hefur fordæmt þá mótmælendur sem brutust inn í þingið og unnið skemmdarverk. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Enn mótmælt í Hong Kong Mótmælin í Hong Kong hafa vakið athygli á heimsvísu en um er að ræða stærstu mótmæli í sögu sjálfsstjórnarhéraðsins. Mótmælin snúa að fyrirhugaðri lagabreytingartillögu um framsal fanga til Kína. 18. júní 2019 06:00 Mótmælendur í Hong Kong unnu spjöll í þinginu Mannfjöldinn braut glervegg á þinghúsinu og braust inn í aðalsal þess. 1. júlí 2019 15:19 Tugir þúsunda mótmæla enn í Hong Kong Þúsundir manna mótmæla enn í Hong Kong vegna umdeildra laga um framsalsheimildir, sem heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. 16. júní 2019 09:34 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Sjá meira
Lögreglan í Hong Kong rýmdi þinghúsið eftir að mótmælendur brutu sér leið inn í aðalsal þingsins og unnu skemmdarverk. Óeirðalögregla beitti kylfum og táragasi til að rýma svæðið í kringum bygginguna eftir að hafa varað mótmælendur við. Fréttastofa BBC greindi frá þessu. Í kjölfarið fóru mótmælendur að yfirgefa þinghúsið og voru sumir þeirra dregnir út gegn vilja sínum af öðrum mótmælendum. Innan við klukkutíma síðar sást enginn á götunum í kringum þinghúsið, fyrir utan lögreglulið og fjölmiðlafólk. Ekki hefur enn verið tilkynnt um neinar handtökur lögreglu á mótmælendum. Hundruðir mótmælenda streymdu inn í þinghúsið fyrr í dag og ollu eyðileggingu. Einn mótmælendanna er meðal annars sagður hafa spreyjað svartri málningu á táknmynd Hong Kong í þingsalnum. Annar hafi haldið gamla breska nýlendufánanum á lofti. Rúður voru einnig brotnar. Átökin brutust út í kjölfar friðsamra mótmæla í dag í tilefni af því að tuttugu og tvö ár eru liðin frá því að bresk stjórnvöld skiluðu Hong Kong í hendur Kína. Mótmælin undanfarið hafa beinst að framsalslögum sem hefðu heimilað að Hong Kong-búar væru framseldir til meginlandsins. Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong hefur fordæmt þá mótmælendur sem brutust inn í þingið og unnið skemmdarverk.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Enn mótmælt í Hong Kong Mótmælin í Hong Kong hafa vakið athygli á heimsvísu en um er að ræða stærstu mótmæli í sögu sjálfsstjórnarhéraðsins. Mótmælin snúa að fyrirhugaðri lagabreytingartillögu um framsal fanga til Kína. 18. júní 2019 06:00 Mótmælendur í Hong Kong unnu spjöll í þinginu Mannfjöldinn braut glervegg á þinghúsinu og braust inn í aðalsal þess. 1. júlí 2019 15:19 Tugir þúsunda mótmæla enn í Hong Kong Þúsundir manna mótmæla enn í Hong Kong vegna umdeildra laga um framsalsheimildir, sem heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. 16. júní 2019 09:34 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Sjá meira
Enn mótmælt í Hong Kong Mótmælin í Hong Kong hafa vakið athygli á heimsvísu en um er að ræða stærstu mótmæli í sögu sjálfsstjórnarhéraðsins. Mótmælin snúa að fyrirhugaðri lagabreytingartillögu um framsal fanga til Kína. 18. júní 2019 06:00
Mótmælendur í Hong Kong unnu spjöll í þinginu Mannfjöldinn braut glervegg á þinghúsinu og braust inn í aðalsal þess. 1. júlí 2019 15:19
Tugir þúsunda mótmæla enn í Hong Kong Þúsundir manna mótmæla enn í Hong Kong vegna umdeildra laga um framsalsheimildir, sem heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. 16. júní 2019 09:34