Kaupþing vinnur nú að sölu á þeim 20% hlut sem félagið á í Arion banka. Andvirði hlutarins er talið vera í kring um 28 milljarða króna. Kaupendur hlutarins eru taldir vera fagfjárfestar og núverandi hluthafar í Arion banka.
Viðskiptablaðið greindi fyrst frá þessu en í frétt þess um málið kemur fram að aðilar að viðskiptunum vonist til þess að kaupin verði frágengin á næstu dögum.
Kaupþing hefur lengst af átt stóran hlut í Arion banka frá endurreisn bankans eftir bankahrunið 2009. Um lengstan tíma átti Kaupþing 87 prósenta hlut í bankanum en ríkið hin 13 prósentin. Þá keypti Kaupþing þann hlut sem ríkið átti í Arion banka í febrúar á síðasta ári.
Síðan þá hefur Kaupþing unnið markvisst að því að selja hluti í bankanum, nú síðast með sölu á 15% hlut í Arion banka fyrir rúma 20 milljarða í mars á þessu ári.
Kaupþing selur allan hlut sinn í Arion banka
Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Mest lesið

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife
Viðskipti innlent

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent


Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent



Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent


Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent