Fótbolti

Verðið á Griezmann féll um 80 milljónir evra á miðnætti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Griezmann í leik með frönsku heimsmeisturunum.
Griezmann í leik með frönsku heimsmeisturunum. vísir/getty
Barcelona vinnur hörðum höndum að því að ganga frá kaupum á franska framherjanum, Antoine Griezmann, frá Atletico Madrid en ESPN greinir frá þessu.

Börsungar hafa lengi verið orðaðir við heimsmeistarann en kaupverðið á Griezmann féll um 80 milljónir evra á miðnætti í gær. Þess vegna hafa forráðamenn Barcelona beðið.

Griezmann tilkynnti skömmu eftir síðustu leiktíð að hann vildi yfirgefa Madrídarliðið en þá þurftu félög að punga út 200 milljónum evra vildu þau losa heimsmeistarann frá Atletico.







Klásúla í samningi Griezmann segir hins vegar til um að frá 1. júlí 2019 lækki klásúlan niður í 120 milljónir evra. Þess vegna hafa Börsungar bara beðið.

Griezmann hafnaði því að fara til Barcelona síðasta sumar og skrifaði undir nýjan samning við Atletico en setti hins vegar þessa fræga klásúlu í samning sinn.

Barcelona vill gjarnan tilkynna Griezmann áður en leikmenn mæta aftur til æfinga en fyrsta æfing liðsins á nýrri leiktíð verður 14. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×