Reykjarmökkur og vatnavextir í hitabylgju í Alaska Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2019 12:18 Hópur slökkviliðsmanna sem hefur glímt við Skóflulækjarkjarreldana nærri Fairbanks. AP/Eric Engman Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna reyks í Anchorage, stærstu borg Alaska í Bandaríkjunum. Reykinn leggur frá kjarreldum sem hafa geisað á náttúruverndarsvæði frá því í fyrstu viku júní. Hitabylgja sem gengur yfir ríkið veldur einnig vatnavöxtum í ám. Methlýindi hafa verið í stærstum hluta Alaska og hefur það skapað kjöraðstæður fyrir kjarr- og skógarelda frá landamærunum að Kanada í austri til strandar Beringshafsins í vestri, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Eldurinn í Kenai-náttúruverndarsvæðinu kviknaði af völdum eldingar 5. Júní. Alls hafa um 275 ferkílómetrar lands orðið Svanavatnseldinum [e. Swan Lake] svonefnda að bráð. Í Anchorage, þar sem um 40% Alaskabúa búa, var fólk varað við því að dvelja lengi utandyra vegna reyksins. Þá var eldra fólki og heilsutæpu ráðlagt að halda sig alfarið innandyra. Í Fairbanks, norðar í Alaska, hafa svæði verið rýmd vegna annars kjarrelds sem geisar í nágrenninu sem nefndur hefur verið Skóflulækjareldurinn [e. Shovel Creek]. Alls geisa nú 354 kjarreldar víðsvegar í ríkinu og náðu þeir yfir tæplega 1.800 ferkílómetra svæði í gær. Flogið yfir þorpið Kivalina árið 2008. Hafísinn þar hefur hopað sérstaklega snemma að vori undanfarin ár. Það torveldar líf íbúanna sem veiða dýr á ísnum.Vísir/APHafísinn hopaði einstaklega snemma Hlýindin í Alaska koma í kjölfarið óvenjuhlýs vors þar sem ár losnuðu fyrr úr klakaböndum er nokkru sinni frá því að athuganir hófust. Það hefur leitt til mikilla leysinga bæði á jöklum og til fjalla. Víða er því mikið í ám og lækjum inn til ríkisins. Í Yetna-ánni norðvestur af Anchorage hafa leysingarnar valdið flóði. Í norðanverðu Alaska segja íbúar að hafísinn hafi tekið upp þar mun fyrr en vanalega í vor. Það hafi haft áhrif á dýralífið sem íbúarnir reiða sig á um lífsviðurværi. AP-fréttastofan hefur eftir Janet Mitchell frá Kivalina á norðvesturströnd Alaska að veiðimenn úr fjölskyldu hennar hafi þurft að sigla um 80 kílómetra til að finna kampsel á hafísnum. Vanalega hafi þeir getað veitt selina rétt utan við þorpið. Veiðimennirnir urðu eldsneytislausir á ísnum eftir að hafa veitt nokkur dýr og þurftu þorpsbúar að fara á eftir þeim og færa þeim meira eldsneyti á bátinn. Hop hafíssins er rakið til óvenjulegra hlýinda í norðanverðu Beringshafi og suðurhluta Tjúktahafs. Í síðustu viku var hitinn í yfirborðssjónum um fimm gráðum yfir meðaltali áranna 1981 til 2010. Hitinn í sjónum hefur mælst yfir 15°C. Rick Thoman, loftslagsvísindamaður við loftslagsstofnun Alaska-háskóla í Fairbanks, segir við AP að hlýindin séu langt á undan áætlun. Þau séu jafnframt hluti af jákvæðri svörun sem hnattræn hlýnun af völdum manna magni upp. Hlýnun hafsins leiði til minni hafíss sem aftur leiði til hlýnunar hafsins. „Sjórinn er hlýrri en á sama tíma í fyrra og það var gríðarlega hlýtt ár,“ segir Thoman. Síðustu fimm ár hafa verið þau hlýjustu í hafinu þar og hefur hafísinn því verið með minnsta móti. Bandaríkin Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna reyks í Anchorage, stærstu borg Alaska í Bandaríkjunum. Reykinn leggur frá kjarreldum sem hafa geisað á náttúruverndarsvæði frá því í fyrstu viku júní. Hitabylgja sem gengur yfir ríkið veldur einnig vatnavöxtum í ám. Methlýindi hafa verið í stærstum hluta Alaska og hefur það skapað kjöraðstæður fyrir kjarr- og skógarelda frá landamærunum að Kanada í austri til strandar Beringshafsins í vestri, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Eldurinn í Kenai-náttúruverndarsvæðinu kviknaði af völdum eldingar 5. Júní. Alls hafa um 275 ferkílómetrar lands orðið Svanavatnseldinum [e. Swan Lake] svonefnda að bráð. Í Anchorage, þar sem um 40% Alaskabúa búa, var fólk varað við því að dvelja lengi utandyra vegna reyksins. Þá var eldra fólki og heilsutæpu ráðlagt að halda sig alfarið innandyra. Í Fairbanks, norðar í Alaska, hafa svæði verið rýmd vegna annars kjarrelds sem geisar í nágrenninu sem nefndur hefur verið Skóflulækjareldurinn [e. Shovel Creek]. Alls geisa nú 354 kjarreldar víðsvegar í ríkinu og náðu þeir yfir tæplega 1.800 ferkílómetra svæði í gær. Flogið yfir þorpið Kivalina árið 2008. Hafísinn þar hefur hopað sérstaklega snemma að vori undanfarin ár. Það torveldar líf íbúanna sem veiða dýr á ísnum.Vísir/APHafísinn hopaði einstaklega snemma Hlýindin í Alaska koma í kjölfarið óvenjuhlýs vors þar sem ár losnuðu fyrr úr klakaböndum er nokkru sinni frá því að athuganir hófust. Það hefur leitt til mikilla leysinga bæði á jöklum og til fjalla. Víða er því mikið í ám og lækjum inn til ríkisins. Í Yetna-ánni norðvestur af Anchorage hafa leysingarnar valdið flóði. Í norðanverðu Alaska segja íbúar að hafísinn hafi tekið upp þar mun fyrr en vanalega í vor. Það hafi haft áhrif á dýralífið sem íbúarnir reiða sig á um lífsviðurværi. AP-fréttastofan hefur eftir Janet Mitchell frá Kivalina á norðvesturströnd Alaska að veiðimenn úr fjölskyldu hennar hafi þurft að sigla um 80 kílómetra til að finna kampsel á hafísnum. Vanalega hafi þeir getað veitt selina rétt utan við þorpið. Veiðimennirnir urðu eldsneytislausir á ísnum eftir að hafa veitt nokkur dýr og þurftu þorpsbúar að fara á eftir þeim og færa þeim meira eldsneyti á bátinn. Hop hafíssins er rakið til óvenjulegra hlýinda í norðanverðu Beringshafi og suðurhluta Tjúktahafs. Í síðustu viku var hitinn í yfirborðssjónum um fimm gráðum yfir meðaltali áranna 1981 til 2010. Hitinn í sjónum hefur mælst yfir 15°C. Rick Thoman, loftslagsvísindamaður við loftslagsstofnun Alaska-háskóla í Fairbanks, segir við AP að hlýindin séu langt á undan áætlun. Þau séu jafnframt hluti af jákvæðri svörun sem hnattræn hlýnun af völdum manna magni upp. Hlýnun hafsins leiði til minni hafíss sem aftur leiði til hlýnunar hafsins. „Sjórinn er hlýrri en á sama tíma í fyrra og það var gríðarlega hlýtt ár,“ segir Thoman. Síðustu fimm ár hafa verið þau hlýjustu í hafinu þar og hefur hafísinn því verið með minnsta móti.
Bandaríkin Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25
Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58
Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39
Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40
Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17