Nikola Mirotic var einn af eftirsóttustu bitunum á leikmannamarkaði NBA-deildarinnar í sumar en þessi öflugi leikmaður er hins vegar búinn að fá nóg af NBA-deildinni.
Í stað þess að hlusta á tilboð frá NBA-liðum ætlar Nikola Mirotic að spila í Evrópu næstu árin.
Mirotic hefur ákveðið að taka risatilboði frá spænska félaginu Barcelona. Hann mun fá 79,7 milljónir dollara fyrir sex ára samning og Barca er því að bjóða honum „NBA-peninga“ í þessu ótrúlega tilboði.
Mirotic var skipt tvisvar á tveimur árum og er líklega búinn að fá nóg að slíku. Fyrst fór hann frá Chicago Bulls til New Orleans Pelicans og svo frá Pelíkönunum til Milwaukee Bucks.
Á síðasta tímabili var hann með 16,7 stig og 8,3 fráköst að meðaltali með New Orleans en tölurnar duttu niður í 1.6 stig og 5,4 fráköst þegar hann fór yfir til Milwaukee. Besta árið hans stigalega var síðasta tímabilið hans með Chicago Bulls (2017-18) þegar hann skroaði 16,8 stig í leik og hitti úr 43 prósent þriggja stiga skota sinna.
Mirotic er 28 ára gamall kraftframherji og hefur spilað í NBA-deilinni frá árinu 2014. Áður lék hann með Real Madrid.
Mirotic er Svartfellingur en hann er einnig með spænskt vegabréf.
Valdi Barcelona liðið frekar en NBA-deildina
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum
Enski boltinn



Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti


„Einhver vildi losna við mig“
Fótbolti
