Enginn sérstakur starfslokasamningur við Auðun Frey Ari Brynjólfsson skrifar 1. júlí 2019 06:15 Auðun Freyr Ingvarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Mynd/Félagsbústaðir Auðun Freyr Ingvarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða, og Félagsbústaðir hafna því að eitthvað óeðlilegt sé við tæplega 37 milljóna greiðslur til hans á rekstrarárinu 2018. Ekki hafi verið gerður neinn sérstakur starfslokasamningur við hann. Auðun Freyr sagði af sér í kjölfar athugasemda Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á 330 milljóna króna framúrkeyrslu á framkvæmdum á húsnæði félagsins við Írabakka 2-16. Samkvæmt ársskýrslu Félagsbústaða námu launagreiðslur til Auðuns Freys 36,9 milljónum í fyrra en 20,5 milljónum árið 2017. Námu mánaðarlaun hans rúmlega 1,6 milljónum króna. Laun Sigrúnar Árnadóttur, sem tók við stöðu framkvæmdastjóra tímabundið námu 4,3 milljónum frá október til lok ársins í fyrra. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, óskaði eftir skýringum á þessu á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. „Það er sjálfsagt að spyrja að þessu, þetta er ótrúleg upphæð,“ segir Kolbrún. Í svari Félagsbústaða við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að farið hafi verið eftir ráðningarsamningi við Auðun Frey. „Enginn sérstakur starfslokasamningur var gerður né fékk framkvæmdastjóri greiðslu umfram rétt sinn samkvæmt lögum,“ segir í svari Félagsbústaða. Auðun Freyr hafnar því að um sé að ræða 16 milljóna króna starfslokagreiðslu. „Það er bara einhver vitleysa. Þetta eru bara eðlileg starfslok. Fólk er með uppsagnarfrest og það er greitt út uppsagnarfrestinn. Hálft ár,“ segir Auðun Freyr. „Það var uppsafnað orlof og eitthvað slíkt. Þegar fólk hættir þá er greitt út sumarfrí sem var ekki tekið út.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Auðun Freyr Ingvarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða, og Félagsbústaðir hafna því að eitthvað óeðlilegt sé við tæplega 37 milljóna greiðslur til hans á rekstrarárinu 2018. Ekki hafi verið gerður neinn sérstakur starfslokasamningur við hann. Auðun Freyr sagði af sér í kjölfar athugasemda Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á 330 milljóna króna framúrkeyrslu á framkvæmdum á húsnæði félagsins við Írabakka 2-16. Samkvæmt ársskýrslu Félagsbústaða námu launagreiðslur til Auðuns Freys 36,9 milljónum í fyrra en 20,5 milljónum árið 2017. Námu mánaðarlaun hans rúmlega 1,6 milljónum króna. Laun Sigrúnar Árnadóttur, sem tók við stöðu framkvæmdastjóra tímabundið námu 4,3 milljónum frá október til lok ársins í fyrra. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, óskaði eftir skýringum á þessu á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. „Það er sjálfsagt að spyrja að þessu, þetta er ótrúleg upphæð,“ segir Kolbrún. Í svari Félagsbústaða við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að farið hafi verið eftir ráðningarsamningi við Auðun Frey. „Enginn sérstakur starfslokasamningur var gerður né fékk framkvæmdastjóri greiðslu umfram rétt sinn samkvæmt lögum,“ segir í svari Félagsbústaða. Auðun Freyr hafnar því að um sé að ræða 16 milljóna króna starfslokagreiðslu. „Það er bara einhver vitleysa. Þetta eru bara eðlileg starfslok. Fólk er með uppsagnarfrest og það er greitt út uppsagnarfrestinn. Hálft ár,“ segir Auðun Freyr. „Það var uppsafnað orlof og eitthvað slíkt. Þegar fólk hættir þá er greitt út sumarfrí sem var ekki tekið út.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði